Morgunblaðið - 03.02.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 03.02.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Stefán Haukur Tryggvason er framkvæmdastjóri Martaks íGrindavík, en Martak sérhæfir sig í smíði á vélbúnaði ogvinnslulausnum fyrir matvælaframleiðslufyrirtæki. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í fimm ár en tók við framkvæmdastjóra- stöðunni síðastliðið vor. „Við erum að framleiða vörur fyrir mat- vælaiðnaðinn almennt en kjarnastarfsemi fyrirtækisins er vélbún- aður og lausnir til vinnslu á rækju. Aðalstarfsstöð okkar er í Grindavík en við erum líka með verksmiðju í St. John’s í Kanada, en það er okkar stærsti erlendi markaður. Þá höfum vð hjá Martaki einnig hannað og smíðað lifrarniðursuðuverksmiðjur sem hafa ver- ið settar upp bæði í Grindavík og á Ólafsvík. Ég ferðast mjög mikið vegna vinnunnar þar sem sölu- og markaðsmál eru stór hluti af mínu starfi, þannig að það er nóg að gera.“ Stefán stundar golf og spilaði fótbolta í mörg ár fyrir Ísafjörð en lætur sér nægja að horfa á hann í dag. „Það er fínt að stunda golf þegar maður býr í Grindavík enda góður golfvöllur hér, en þetta er meira til gamans gert enda góður félagsskapur. Svo fór ég út í golf- ferð síðasta haust og það er ein besta ferð sem ég hef farið í í langan tíma.“ Hann tekur sér frí í vinnunni í tilefni dagsins. „Þetta verður léttur dagur og ég ætla að eyða honum í faðmi fjölskyldunnar.“ Kona Stefáns er Guðbjörg Gísladóttir sjúkraliði en hún vinnur á öldrunarheimilinu í Grindavík. Dætur þeirra eru Guðrún Ásbjörg hjúkrunarfræðingur á Akureyri, Aldís Dröfn sem er að klára kenn- aranám og Anna María sem vinnur í Bláa lóninu. Stefán Haukur Tryggvason er 50 ára í dag Í Boston Stefán og Guðbjörg í heimsókn hjá frændfólki árið 2012. Tekur sér frí í dag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sauðárkróki Matthías Spói Vignisson fæddist 8. júlí 2014 kl. 13.11. Hann vó 3.070 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Jóhanna Marín Óskarsdóttir og Vign- ir Már Sigurjónsson. Nýr borgari A ndrea fæddist í Reykja- vík 3.2. 1975, en ólst upp í Garðabæ. Hún tekur því bara vel að þurfa að eldast eins og annað fólk: „Það er gaman að því að ég sé loksins að ná foreldrum mínum í aldri,“ segir hún. „Ég verð þá aldrei barnastjarna!“ Margrét, móðir Andreu, hefur skoðanir á því hvaða mann dóttirin hefur að geyma: „Andrea hefur allt- af farið sína eigin leiðir, er með ríka réttlætiskennd og ákveðni hefur ávallt einkennt hana. Hún keypti sína fyrstu íbúð 17 ára, lét tollverði í Ameríku heyra það þegar hún var sex ára og var rekin heim með næstu rútu í þetta eina skipti sem hún ætl- aði að dvelja í sveit, þar sem hún hafði rifist við bóndann um hvaða út- varpsstöð ætti að hlusta á við matar- borðið.“ Um sveitadvölina segir Andrea: „Ég vildi hlusta á Rás 2 sem var ný stöð á þeim tíma og spilaði virkilega gott stöff. Bóndinn vildi hlusta á Rás 1. Við vorum bara ósammála á þessum tíma. Í sveitinni drakk ég djús og borðaði bara kex þannig að þetta var kannski fyrir bestu. Ég hef alltaf fengið mikið út Andrea Róbertsdóttir, mannauðsstjóri RÚV – 40 ára Randy Watson-gengið góða Andrea með æskuvinkonum sínum úr Garðabæ, Hrund, Björk, Hrönn, Selmu og Birnu. Verður víst ekki barnastjarna úr þessu Við Seljalandsfoss Andrea og synirnir, Dreki, sex ára, og Jaki, þriggja ára. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.