Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Eldri sjálfstæðismenn hittast á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, kl. 12.00 í Valhöll. Húsið verður opnað kl. 11.30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 750 krónur. Gestur fundarins: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Allir velkomnir. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Raðauglýsingar Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Viðhalds- og málningarvinna Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð góð umgengni. Tilboð/ tímavinna. Lítið Mál ehf. Sigurður GSM: 896 5758, malid@internet.is. Málningarþjónusta. Tilboð eða tímavinna. Alhliða málningarþjónusta. tkmalalidar@gmail.com Getum bætt við okkur verkefnum. Fagleg og vönduð vinnubrögð. Sendu okkur línu eða hringdu, 783- 0913, Málaliðar. Ýmislegt ÚTSALA - STAKAR STÆRÐIR Teg TOTALLY - NÚ AÐEINS kr. 5.500,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur 2 NÝIR LITIR - gamalreynt snið Teg. 11001 - í stærðum 80-95 CDE á kr. 5.700 - buxur við á kr. 1.995. Teg. 11007 - vel fylltur, stækkar þig um númer! Fæst í 70-85B og 75-85C á kr. 5.700 - buxur við á kr. 1.995. Teg. 11008 - laufléttur í 70-85B og 75-85C á kr. 5.700 - buxurnar í stíl á kr. 1.995. Póstsendum. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA! 20-70% AFSLÁTTUR TIL DÆMIS ÞESSIR: ÚTSÖLUVERÐ: 5.500.- ÚTSÖLUVERÐ: 5.500.- ÚTSÖLUVERÐ: 5.500.- ÚTSÖLUVERÐ: 3.500.- .....OGMARGIR FLEIRI! Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Teg: 206206 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Stærðir: 40 - 48 Verð: 15.975.- Teg: 206202 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Stærðir: 40 - 48 Verð: 17.885.- Teg: 204203 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Litir: cognac og svart. Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.750.- Teg: 206201 Vandaðir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Stærðir: 39 - 48 Verð: 15.975.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk Tilboð 235/65 R 17 kr. 31.280 235/60 R 18 kr. 32.215 255/55 R 18 kr. 33.915 255/50 R 19 kr. 38.845 275/40 R 20 kr. 49.900 Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogur. S. 544-4333. Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD Soffía Jónsdóttir móðursystir mín féll frá síðdegis 22. janúar sl. Frænka var orðin fjörgömul og að vissu leyti held ég að hún hafi verið hvíldinni fegin. Soffía var uppalin á mannmörgu heimili á Hæsta-Hvammi í Dýrafirði. Ung flutti hún í höfuðstaðinn og kynntist manni sínum, Sigurði Þorvarðarsyni kaupmanni. Þau bjuggu lengst af á Selvogsgrunni 17 og stunduðu verslunarrekstur í höfuðstaðnum. Saman áttu þau fjórar myndarlegar dætur. Að- eins ein þeirra lifir móður sína. Þótt þeim hafi farnast vel í efna- hagslegu tilliti fór lífið ekki alltaf mjúkum höndum um fjölskyld- una. Soffía missti þrjár dætur, fyrrverandi tengdason og barna- barn og hún lifði mann sinn. Þetta setti svip sinn á frænku, en hún bar sorgina í hljóði. Ég ólst upp í firðinum hennar, Dýrafirði, og þegar við heimsóttum Reykjavík var heimili hennar okkar samastaður. Soffía alltaf með opið hús og þar var oft gest- kvæmt. Þau hjón áttu fallegt heimili og voru miklir fagurker- ar en merkir listmunir skreyttu heimilið. Soffía var sérstaklega smekkleg og Sigurður fjölfróður um landið sitt, ferðaðist víða og tók myndir. Þau áttu sér einnig samastað austur við Álftavatn í sumarbústað nærri vatninu. Þegar ég fór suður í skóla fékk ég auðvitað að vera hjá Soffíu frænku fyrsta veturinn. Soffía var semsagt miðpunktur okkar fjölskyldu. Sá um að halda tengslum, hringdi í fólk og pass- aði upp á að fjölskyldan héldi saman. Ég held að hún hafi á vissan hátt saknað æsku sinnar fyrir vestan, í það minnsta brosti hún aldrei breiðar en þegar ég ræddi um æskuslóðirnar og sagði henni sögur. Hún var stolt af sínum uppruna, kröftugum skipstjóranum, föður sínum, og sérstaklega af móður, sem var kölluð Konan, meira þarf ekki að segja um þá konu. Hún var með gott minni, eldskörp og fylgdist vel með öllu sem gerðist. Leið- rétti mig oft, og ekki mátti halla á réttindi kvenna, þá beit hún frá sér. Eitt skipti hringdi hún í mig og bað mig að fletta upp í Íslend- ingabók. Hún var að leita að for- móður sinni sem hafði lifað mörg börn sín og misst eiginmenn, efnuð kona af höfðingjaættum og mikill skörungur. Ég hélt svo áfram að rekja fyrir frænku ætt- ir þessa kvenskörungs allt fram á 20. öldina. Þá stoppar hún mig snöggt. „Segðu þetta aftur.“ Ég las aftur. Þá kom löng þögn. „Nú svo hann átti börn með þeim þessum hann afi minn. Þetta vissi ég ekki.“ Ég spurði hvort það hefði ekki allt verið löglegt. „Jú, hann var orðinn ekkjumað- ur, vissi bara ekki að hann hefði átt þessi börn með þrítugum konum.“ Svo heyrði ég að hún hló við. „Hann var svo fjörugur Soffía Jónsdóttir ✝ Soffía Jóns-dóttir fæddist 6. apríl 1921 að Hvammi við Dýra- fjörð. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 22. janúar 2015. Útför Soffíu fór fram frá Neskirkju 29. janúar 2015. og myndarlegur karl hann afi minn.“ Þetta lýsir kannski best henni sjálfri, hressri og myndar- legri kjarnakonu. Nú er komið að endalokum, frænka, og það minnsta sem ég get gert er að setja þessi fátæk- legu orð á blað og þakkað þér þannig samferðina. Ég votta Helgu frænku og fjölskyldu, barnabörnum Soffíu og fjölskyldum þeirra og öllum okkar ættingjum og vinum sam- úð. Ólafur Sigurðsson. Ég var svo heppinn að eiga nokkurn veginn tvær mömmur. Eina fyrir vestan sem ól mig upp og var mín raunverulega mamma og svo eina fyrir sunnan sem tók á móti öllum sínum stóra frændgarði þegar hann kom suður eins og ekkert væri sjálfsagðara en að hún hýsti og fæddi alla. Þetta var Soffía móð- ursystir mín. Ég held að í dag væri þetta óhugsandi en þá virt- ist þetta vera sjálfsagt. Ég hugsa oft til þess sem maður ætlaðist til af öðru fólki í þá daga og það er erfið spurning hvort allir séu reiðubúnir að breyta eins í dag. Fyrir Soffíu og fyrir mömmu mína, systur hennar, var þetta ekki erfið spurning og ég efa raunar að þær hefðu skilið spurninguna eða fundist að hún hefði eitthvert gildi. Soffía var stórglæsileg, stór- gáfuð kona og sama gilti um dæturnar fjórar. Soffía missti þrjár þeirra og aðeins ein þeirra, Helga, fylgir henni nú til grafar. Fáir hefðu staðið undir slíkum missi og óréttlæti lífsins en Soffía brotnaði ekki undir þessu ógnarþunga, ómannlega álagi þótt hún hafi vissulega beygt höfuðið í djúpri sorg. Ég held að Soffía hafi ekki verið mjög trúuð kona og þurfti þess ekki en það gerir svona missi örugglega enn erfiðari að geta ekki útskýrt hann með órannsakanlegum veg- um almættisins. Hún var hins vegar, að því er mér fannst, sósí- alisti af bestu gerð. Ein þeirra sem trúa á réttlætið sem býr í jöfnuði manna og þjóða og hún var kvenréttindakona fram í fingurgóma. Það var ekki langt á milli hennar sósíalisma og grundvallarboðskapar kristin- dóms þótt báðar stefnurnar hafi afneitað hvor annarri og báðar beðið skipbrot í fortíðinni því þær villtust af leið og misstu sjónar á takmarki sínu. En Soffía villtist ekki af leið. Ég held að það hafi gert mig að sósí- alista að hlusta á hana og mann hennar, Sigurð Þorvarðarson, tala. Það var unaður að tala við hana allt fram í það síðasta. Hár- beittur skilningur, óbrigðult minni, áhugi á stjórnmálum og líðandi stund. Óbilandi réttlæt- iskennd og væntumþykja til ann- ars fólks einkenndi hana. Nú er síðasti meðlimur ætt- arinnar á undan mér horfinn. Umhverfi minnar fjölskyldu er miklum mun fátæklegra í dag. Ríkharður Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.