Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 RAFSTÖÐVAR Eigum á lager úrval rafstöðva í stærðum 0.9 kW – 5.4 kW Honda – Yanmar – Hatz benzín/diesel mótorarar Eins og þriggja fasa rafalar Úrval stærri rafstöðva frá EUROPOWER í mörgum útfærslum. Úrval rafstöðva frá EUROPOWER fyrir aflúrtak dráttarvéla. ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Viðskiptavinum 365 var gert að greiða 11% virðisaukaskatt (vsk) vegna reikninga sem gefnir voru út í desember á síðasta ári en ekki 7% líkt og virðisaukaskattslögin kváðu á um á þeim tíma. Reikningarnir voru gefnir út vegna þjónustu sem veita átti í janúar á þessu ári eða eftir að breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, m.a. á skatthlutföll- um virðisaukaskatts, hefðu tekið gildi. Sigrún L. Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365, segir að tekjufærslan eigi sér stað miðað við hvenær þjónustan er veitt. „Umrædd þjónusta er veitt í janúar og með breytingum á virð- isaukaskatti 1. janúar 2015 ber okk- ur að innheimta 11% vsk. sem við innheimtum og jafnframt skilum til skattyfirvalda. Bókunardagur reikn- ings er 1. janúar og allt bókhald fé- lagsins miðast við það. Allur kostn- aður tengdur þjónustunni er færður á sama tímabili og nýting þjónust- unnar. Félagið telur þetta því vera gert í samræmi við skattareglur og lög,“ segir Sigrún. Rétt að leggja á 7%, ekki 11% Helgi Már Jósepsson, skattalög- fræðingur hjá KPMG, segir lögin mjög skýr. „Vegna útgáfu reiknings þá kemur fram í 2. mgr. 13. gr. að sé gefinn út reikningur vegna afhend- ingar telst hún hafa farið fram á út- gáfudegi reiknings, enda sé reikn- ingur gefinn út fyrir eða samtímis afhendingu. Reglan er því mjög skýr og felur í sér að í skattalegu tilliti telst afhending hafa farið fram á út- gáfudegi reiknings vegna viðkom- andi sölu, enda þótt raunveruleg af- hending eða greiðsla hafi þá ekki átt sér stað,“ segir Helgi og bendir á að sambærilegt álitaefni hafi komið upp áður. „Þegar lægra skatthlutfall virðisaukaskatts var lækkað úr 14% í 7% árið 2007 komu upp álíka álita- efni. Af því tilefni ritaði ríkisskatt- stjóri ákvarðandi bréf nr 1068/2007 hinn 11. janúar sama ár þar sem staðfest er að miða skuli við dagsetn- ingu reiknings við ákvörðun um skatthlutfall. Það er því ljóst að hafi reikningur verið gefinn út á árinu 2014 vegna sölu á virðisaukaskatts- skyldri þjónustu, sem samið hafði verið um að veitt yrði eftir 1. janúar 2015, ber seljanda að tiltaka virðis- aukaskatt á reikningi í samræmi við það skatthlutfall sem í gildi var á út- gáfudegi reikningsins, þ.e. 7% í þessu tilviki.“ Hjá ríkisskattsjóra fengust sam- bærileg svör en Óskar H. Alberts- son, skrifstofustjóri hjá RSK, segir að miða skuli við útgáfudag reikn- ings. „Þegar gefinn er út reikningur fyrir afhendingu telst afhending hafa farið fram þegar reikningur er gefinn út í skilningi laganna. Þá á reikningurinn að bera það hlutfall sem er í gildi þegar hann er gefinn út,“ segir Óskar. Lagður á hærri skatt- ur en lög kveða á um  365 lagði 11% virðisaukaskatt á reikninga senda út fyrir áramót Morgunblaðið/Arnaldur Skattur Mikilvægt er fyrir neytendur að farið sé rétt að álagningu virð- isaukaskatts eftir breytingar á skattprósentunni nú um áramótin. Virðisaukaskattur » Breytingar á lögum um virð- isaukaskatt nr. 50/1988 tóku gildi um áramót. » Reikningar sem gefnir voru út fyrir breytingu eiga að bera 7% vsk. » Álitaefni um skattprósent- una sambærileg og þau sem komu upp árið 2007. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hefur náð settum markmiðum um kaup á kröfum í þrotabú Sparisjóðabankans(SPB), áður Icebank. Eins og greint var frá í ViðskiptaMogganum í síðustu viku gerði Morgan Stanley tilboð í kröfur á þrotabú SPB með það að markmiði að afla krafna fyrir um 55 milljarða króna að nafnvirði. Því markmiði mun nú vera náð og gott betur. Í skiptum fyrir kröfurnar á SPB bauð Morgan Stanley kröfur á sli- tabú Kaupþings með 6% álagi. Gert er ráð fyrir að endurheimtur al- mennra samningskröfuhafa SPB verði um 20-25% samþykktra krafna og má áætla að markaðs- virði krafnanna sé allt að 14 millj- arðar króna. Samkvæmt heimildum blaðsins kom Morgan Stanley fram fyrir hönd viðskiptavinar í kaup- unum. Tilboði tekið í Icebank- kröfur  55 milljarða markmiði náð Þrír af lykilstarfsmönnum Straums fjárfestingabanka hafa látið af störf- um hjá bankanum á undanförnum dögum. Í lok síðustu viku sögðu tveir starfsmanna markaðsviðskipta upp störfum, þeir Haraldur I. Þórðarson framkvæmdastjóri og Steingrímur Arnar Finnsson. Í gær lét svo Páll Ragnar Jóhannesson, yfirmaður fyr- irtækjaráðgjafar, af störfum hjá bankanum. Samtals eiga þessir þrír starfsmenn liðlega 9% hlut í Straumi fjárfestingabanka, en ekki er ljóst hvað verður um þann hlut í kjölfar brotthvarfs þeirra. Eins og greint hefur verið frá hafa átt sér stað þreifingar og viðræður um sameiningu MP banka og Straums á undanförnum mánuðum. „Þetta hefur engin áhrif á samein- ingarviðræðurnar við MP banka,“ segir Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, í samtali við Morgunblaðið. Inntur eftir að- draganda þessara starfsmanna- breytinga segir Jakob að þau hafi borið að með mismunandi hætti. „Starfslok Páls áttu sér langan að- draganda en starfslok hinna tveggja bar brátt að. En maður kemur í manns stað og reksturinn byggist ekki á einum til tveimur einstakling- um heldur öflugum hópi starfs- manna,“ segir Jakob. Leó Hauksson mun taka við fyrirtækjaráðgjöfinni en hann hefur stýrt viðskiptaþróun hjá bankanum. Eftir hlutafjáraukningu Straums í lok síðasta árs heldur Haraldur á um 4,5% hlut í Straumi, Páll Ragnar á um 3,1% hlut og Steingrímur um 1,5%. Samtals ráða því þessir þrír starfsmenn yfir 9,1% af hlutabréfum í Straumi. Að sögn Jakobs var ekki gengið frá uppgjöri hlutabréfa við starfslokin en það verði væntanlega gert í samræmi við hluthafasam- komulag. Starfsmenn hætta hjá Straumi  Þrír lykilstarfs- menn láta af störfum Morgunblaðið/Kristinn Straumur Starfsmenn sem hafa látið af störfum eiga um 9% í bankanum. ● Dominos Pizza hefur samið við Víf- ilfell um áframhaldandi sölu gos- drykkja. Dominos er stærsti endur- söluaðili drykkjarvara í veitinga- geiranum hér á landi en velta Dominos hefur nærri tvöfaldast á síðustu þrem- ur árum. Nærri helmingur pantana hjá fyrirtækinu kemur nú í gegnum netið eða Dominos-appið sem um 47.000 Ís- lendingar eru með í símanum sínum. Samningur Dominos við Vífilfell gildir til ársins 2020 en samstarf fyrirtækjanna nær aftur til opnunar fyrsta Dominos- staðarins hér á landi 1993. Áfram kók hjá Dominos Stuttar fréttir…                                     !  "#$   # %# #! "  " !%!$ $$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $$   " $  !! %$! # "" " #! !#% $  !% %  "$  "% %  #  "#   !% $ %  #" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Úrvalsvísitalan í Kauphöll Ís- lands hækkaði um 5,4% í jan- úar. Á sama tíma drógust heildar- viðskipti í mán- uðinum saman um 5% borið saman við janúarmánuð 2014. Í nýliðnum mánuði voru mest viðskipti með bréf Icelandair en þar gengu 7,4 milljarðar króna kaupum og sölum. Þar á eftir komu viðskipti með bréf HB Granda sem námu réttum 4 milljörðum. Í lok jan- úar stóð úrvalsvísitalan í 1.381 stigi. Úrvalsvísitalan hækkaði um 5,4% í janúar ● Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Reykjavíkurborg vegna ástands verðmerkinga hjá tveim sundlaugum í Reykjavík. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða allar verðmerkingar í sundlaugunum, þ.e. fyrir gjald í sund- laugina og verðmerkingar á söluvörum. Í Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug vant- aði verðmerkingar á söluvörur þegar farið var í seinni heimsókn og því lagði Neytendastofa 100.000 kr. stjórnvalds- sekt á Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg sektuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.