Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm Múrmeldýrið Phil frá bænum Punxsutawney í Philadelp- hiu-ríki spáði því í gær að enn væru sex vikur eftir af vetri. Samkvæmt 129 ára gamalli hefð er dagur múrmel- dýrsins haldinn hátíðlegur 2. febrúar á ári hverju, en þjóðsagan segir að þann dag skríði múrmeldýr úr híði sínu og meti það út frá skugga sínum hversu lengi vet- urinn muni vara enn. Þessi hefð öðlaðist heimsfrægð ár- ið 1993 þegar gamanmyndin Groundhog Day með Bill Murray í aðalhlutverki kom út, en hún fjallar um mann sem neyðist til þess að lifa sama daginn aftur og aftur. EPA Múrmeldýrið spáir áframhaldandi vetri Árið 2014 var það hlýjasta sem mælst hefur, samkvæmt tilkynningu frá veðurstofnun Sameinuðu þjóð- anna sem gefin var út í gær. Var meðalhitinn um 0,57 gráðum á Celsíuskvarða hærri en langtíma- meðaltal áranna 1961-1990, sem var 14 gráður á Celsíus. Michel Jarraud, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar, sagði að 14 af 15 hlýjustu árunum hefðu mælst á 21. öldinni. Sagðist hann eiga von á frekari hlýn- un á næstu árum. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóð- anna munu senda fulltrúa sína til Genfar í næstu viku til þess að ræða nýjan sáttmála um leiðir til að koma í veg fyrir hnatthlýnun, en áætlað er að hann verði undirritaður í París í lok þessa árs. Markmiðið með sam- komulaginu er að reyna að tak- marka hlýnun jarðar við tvær gráð- ur á Celsíus umfram það sem þekktist fyrir daga iðnbylting- arinnar. Hæsti meðal- hiti sem mælst hefur  2014 hlýjasta árið frá upphafi mælinga Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Grikkir munu þurfa að reiða sig á Seðlabanka Evrópu og treysta því að hann muni sjá grískum bönkum fyrir fjármagni á meðan stjórnvöld í Aþenu semja við önnur ríki Evrópu- sambandsins og aðra lánardrottna um skilmála á endurgreiðslu þeirrar neyðaraðstoðar sem landið hefur fengið til þessa. Kom þetta fram í máli Yanis Varoufakis, fjármálaráð- herra Grikklands, í fyrradag í París, en hann heimsækir nú lykilríki Evr- ópusambandsins. Sagði Varoufakis að Grikkir myndu hafna nýrri lánalínu upp á 7,2 milljarða evra frá Evrópusamband- inu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu, sem stundum eru nefnd „þrenningin“, þar til búið væri að semja við lánardrottna Grikklands. Í venjulegu árferði myndu Grikkir eiga rétt á lánum frá seðlabankanum í skiptum fyrir skuldabréf frá ríkinu. Hins vegar er lánshæfi Grikklands í ruslflokki og heimila lánareglur seðlabankans því ekki að skuldabréf- in séu tekin að veði. Grikkir hafa fengið undanþágu frá þeim reglum svo lengi sem þeir halda sig innan þeirra skilmála sem lánardrottnar og „þrenningin“ svonefnda hafa sett. Hin nýja ríkisstjórn Grikklands hef- ur hins vegar krafist þess að landið verði losað undan yfirsjón „þrenn- ingarinnar“. Þrenningin gæti breyst Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, lýsti því yfir í gær að hann væri opinn fyrir hugmyndum Grikkja um breytingar á „þrenning- unni“ og því hvernig skilmálum neyðarlánanna væri fylgt eftir. Juncker mun hitta Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, á morgun og ræða þar stöðu Grikkja. Treysta á seðlabankann  Juncker ljær máls á breytingum á „þrenningunni“ svonefndu  Hittir Tsipras á morgun  Varoufakis segir Grikki hafna nýrri lánalínu upp á 7,2 milljarða evra AFP Gríska þinghúsið Jean-Claude Juncker hittir Tsipras á morgun. Yfirflugþjónn hjá suður-kóreska flugfélaginu Korean Air sagði í gær að Cho Hyun-Ah, dóttir forstjóra félagsins, hefði komið fram við starfsfólkið líkt og hún væri léns- herra þeirra. Réttað er nú yfir Cho fyrir reiðikast sem hún beindi gegn áhöfn félagsins, vegna þess að henni hefðu verið afhentar hnetur sem hún hafði ekki beðið um á með- an beðið var flugtaks í New York. Neyddi hún flugþjóninn til þess að yfirgefa vélina áður en hún gæti lagt af stað til Seoul. Saksóknari í málinu krefst þess að hún verði dæmd í þriggja ára fangelsi. Hegðaði sér eins og lénsherra SUÐUR-KÓREA Réttarhöld í máli Dominiques Strauss-Kahns, fyrrverandi for- stjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, hófust í gær, en hann er ásak- aður um að hafa verið melludólg- ur sjö kvenna. Þrettán til við- bótar hafa verið ákærðir í málinu, þar á meðal eig- andi vændishúss sem gengur undir nafninu Dodo Makríll, en makríll er slanguryrði yfir melludólga á frönsku. Gert er ráð fyrir að Strauss-Kahn beri vitni í næstu viku. Ákærður fyrir dólgshátt Dominique Strauss-Kahn FRAKKLAND Átján manns særðust þegar tvær konur gerðu sjálfsvígsárás á íþróttaleikvang í borginni Gombe í Nígeríu. Þar hafði farið fram kosn- ingafundur á vegum Goodluck Jo- nathan, forseta landsins, en kosið verður til embættisins á laugardag- inn í næstu viku. Jonathan var nýbúinn að flytja ræðu á fundinum og hafði yfirgefið leikvanginn þeg- ar sprengingar heyrðust á bíla- stæði hans. Árásirnar koma í kjölfar mann- skæðra árása á sunnudaginn, þar sem fimm manns létust í sjálfsvígs- árásum, sem taldar eru runnar undan rifjum hryðjuverkasamtak- anna Boko Haram. Stjórnarher landsins tilkynnti í gær að hann hefði náð að frelsa fimm þorp úr höndum samtakanna, en þau hafa lagt undir sig stórt landsvæði í norðausturhluta lands- ins. Fékk herinn stuðning frá Tsjad og Kamerún, en flugherir landanna hafa gert loftárásir á helstu víg- girðingar Boko Haram. Talið er að kosningarnar 14. febrúar verði meðal þeirra mest spennandi í sögu Nígeríu. Flokkur Jonathans, Lýðræðisflokkur fólks- ins, eða PDP, hefur farið með völd í landinu undanfarin 16 ár, en upp- gangur Boko Haram hefur dregið mjög úr vinsældum Jonathans. sgs@mbl.is AFP Ljót aðkoma Fimm manns létust í sprengjutilræði í Nígeríu á sunnudaginn. Sprengjutilræði á kosn- ingafundi Goodluck  Nígeríski herinn sækir fram Lögreglan í Belgíu handtók í gær mann sem var með keðjusög og byssu í bíl sínum nálægt húsakynn- um Evrópuþingsins. Voru hús í ná- grenninu rýmd vegna mannsins, þar sem talið var að hann væri með sprengju, en svo reyndist ekki vera. Maðurinn reyndist vera 32 ára gamall Slóvaki, en hann var klædd- ur í hermannaföt. Mun hann ekki hafa verið ógnandi í framkomu. Tekinn með keðju- sög og byssu BELGÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.