Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015
Fyrsta þáttaröð-
in af Erfingj-
unum var sig-
ursæl á verð-
launahátíð
dönsku kvik-
myndaakademí-
unnar sl. sunnu-
dagskvöld.
Þátturinn var
valinn besta
þáttaröðin auk
þess að fá fullt hús stiga fyrir
leikinn. Þannig var Carsten
Bjørnlund, sem leikur Frederik,
valinn besti leikarinn í aðal-
hlutverki; Trine Dyrholm, sem
leikur Gro, besta leikkonan í aðal-
hlutverki; Mikkel Boe Følsgaard,
sem leikur Emil, besti leikari í
aukahlutverki og Lene Maria
Christensen, sem leikur Solveigu,
besta leikkonan í aukahlutverki.
Ríkissjónvarpið sýnir um þessar
mundir aðra þáttaröðina af Erf-
ingjunum.
Erfingjar sigursælir
Trine Dyrholm
Um aldir hefur verið talið að eng-
in bronslistaverk ítalska
endurreisnarmeistarans Miche-
langelos (1475-1564) hafi varðveist
en um helgina greindi hópur sér-
fræðinga frá nokkrum löndum frá
niðurstöðum rannsóknar sem
sumir fullyrða að sé einhver sú
mikilvægasta í listasögu-
rannsóknum í háa herrans tíð. Að
tvö bronsverk í einkaeigu, sem
sýnd eru í The Fitzwilliam Mu-
seum í Cambridge, hafi verið gerð
af meistaranum á fyrsta áratug
16. aldar.
Í yfirlýsingu frá safninu segir
að smáatriði í um 500 ára gamalli
teikningu hafi hjálpað til við að
staðfesta hver sé höfundur þess-
ara verka sem eru um metri á
hæð og sýna nakta og vöðvamikla
karlmenn ríðandi á pardusdýrum
og lyfta báðir öðrum hand-
leggnum. Telja listfræðingarnir að
verkin hafi Michelangelo gert
snemma á ferlinum, eftir að hafa
höggvið styttuna af Davíð út í
marmara og áður en hann réðst í
að mála loft Sistínsku kapellunnar
í Vatíkaninu. Önnur bronsverk
hans, sem sagan getur um, voru
eyðilögð.
Listunnendur hafa löngum
dáðst að þessum óvenjulegu
bronsstyttum og til eru heimildir
frá 19. öld um að einhverjir hafi
þá talið þau vera eftir Michelaln-
gelo, svo glæsileg sé mótun líkama
mannanna að aðrir gætu ekki hafa
komið þar að verki. En þar sem
verkin eru ómerkt og uppruni
þeirra hvergi skráður, var farið að
eigna þau ýmsum öðrum snjöllum
myndhöggvurum.
Sjónir beindust aftur að Miche-
langelo í fyrra þegar fyrrverandi
listasöguprófessor við háskólann í
Cambridge tengdi bronsverkin við
teikningu eftir nemanda meist-
arans sem varðveitt er í Musée
Fabre-safninu í Frakklandi. Nem-
andinn hefur teiknað eftir glötuðu
rissi Michelangelos, vöðvastæltan
mann á baki kattardýrs, en hann
gerði slíkar skissur fyrir þrívíð
verk sín. Þá er til anatómísk teikn-
ing hans frá sama tíma, af baki
manns í sömu stellingu. Fræðing-
arnir telja nú fullvíst að brons-
verkin séu hans. efi@mbl.is
Bronsstytturnar sagðar
verk Michelangelos
Ljósmynd/The Fitzwilliam Museum
Bronsverkin Sérfræðingar eru margir sannfærðir um að þessi metra háu
bronsverk séu eftir Michelangelo, gerð á árunum 1500-1510.
Afar merk list-
söguleg uppgötv-
un fræðimanna
Musé Fabre
Riss Teikning sem talin er vera gerð af nem-
anda Michelangelos um 1508 eftir rissi hans.
Associazione MetaMorfosi
Teikning Skissa Miche-
langelos af baki manns.
Í langri grein í menningarblaði The
New York Times um helgina fjallar
tónlistarsérfræðingurinn Jon Pareles
um nýja plötu Bjarkar Guðmunds-
dóttur, Vulnicura, og væntanlega
sýningu um Björk og verk hennar í
Museum of Modern Art í New York.
Gagnrýnendur út um heimsbyggð-
ina hafa keppst við að lofa plötuna,
sem er sögð afar opinská og fjalla um
skilnað Bjarkar og bandaríska mynd-
listarmannins Matthews Barney eftir
13 ára sambúð. Í viðtalinu segir
Björk skilnaðinn eitthvað það erf-
iðasta sem hún hafi upplifað. Þá er
rætt við listrænan stjórnanda
MoMA, Klaus Biesenbach, um sýn-
inguna. Þau Björk hafa ásamt hópi
sýningarstjóra og Sjón unnið að sýn-
ingunni í þrjú ár.
100 gestum er hleypt inn í einu og
eru leiddir um sýninguna með rödd
Margrétar Vilhjálmsdóttur leikkonu
í eyrum. Á sýningunni munu raddir
og tónlist krefjast jafn mikillar at-
hygli og búningar og vídeó. Ný víd-
eóverk við lög af Vulnicura verða
meðal annars á sýningunni.
Raddir og tónlist, búningar og vídeó Bjarkar
Björk Nýr diskur listakonunnar hef-
ur fengið mikið lof víða um lönd.
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00
Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00
Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00
Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00
Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00
Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00
Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00
Aðeins sýnt út febrúar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00
Sun 8/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00
Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00
Sun 8/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00
Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00
5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00
Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00
Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Ekki hætta að anda (Litla sviðið)
Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Sun 22/2 kl. 20:00
Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Fim 26/2 kl. 20:00
Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k
Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið)
Fös 6/2 kl. 20:00 Frums. Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k.
Fim 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 22/2 kl. 20:00 4.k.
Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk
Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.
Kvikmyndin Nei er ekkert svar
verður sýnd á öldurhúsinu Húrra í
kvöld klukkan 20 en sýningin er
hluti af svokölluðu Hefnendabíói,
kvikmyndaröð sem hefnendurnir
Hugleikur Dagsson og Jóhann Æv-
ar Grímsson standa fyrir.
Nei er ekkert svar kom út árið
1995 í leikstjórn Jóns Tryggvason-
ar. Kvikmyndin segir frá systrum
sem stela óvart eiturlyfjasendingu
en upp úr því hefst eltingarleikur. Í
viðburðarlýsingu segir meðal ann-
ars að kvikmyndinni hafi hlotnast
sá vafasami heiður að verða fyrsta
leikna íslenska kvikmyndin sem var
bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndin
fékk misjafna dóma á sínum tíma.
Stöllur Kvikmyndin þótti nokkuð gróf.
Hefnendur á Húrra