Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Reykjavík Dance Festival 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst mjög spennandi að gera tilraunir með líkamann og láta reyna á þanþol hans og takmarkanir. Markmið mitt er að áhorfendur verði fyrir sálrænum áhrifum af því að horfa á vinnu dansaranna með lík- amann,“ segir Karol Tyminski, höf- undur dansverksins Liminal við tón- verk eftir Valdimar Jóhannsson sem Íslenski dansflokkurinn (Íd) frum- sýnir nk. föstudag á Nýja sviði Borg- arleikhússins. Sama kvöld verður einnig frumsýnt verkið Blýkufl eftir Sögu Sigurðardóttur við tónverk eft- ir Hallvarð Ásgeirsson, en yfirskrift kvöldsins er Taugar. „Þetta er í annað sinn sem ég heimsæki Ísland, en Erna [Ómars- dóttir] sá mig dansa eigið sólóverk á Menningarnótt í Reykjavík í fyrra og hafði fyrr á árinu séð mig dansa annað sólóverk mitt í Salzburg í Austurríki,“ segir Tyminski og tekur fram að hann hafi umsvifalaust sagt já þegar Erna bauð honum að vinna verk eftir Íd. Leikgleði leiðarstef vinnunnar Tyminski dansar sjálfur í Liminal og segir það hafa komið af sjálfu sér. „Ég dansa yfirleitt sólóverk mín sjálfur, en Liminal er þriðja sýningin sem ég skapa fyrir hóp dansara. Þar sem líkaminn er aðalvinnutækið mitt og ég er að innleiða nýja tækni lá beint við að ég myndi vinna verkið sjálfur með íslensku dönsurunum á gólfinu til þess að gera ferlið eins skýrt og hægt væri,“ segir Tyminski og ber samdönsurum sínum hjá Íd afar vel söguna. „Dansarar Íd hafa verið mjög fróðleiksfúsir, forvitnir og duglegir við að spyrja gagnlegra spurninga,“ segir Tyminski og tekur fram að honum líki sérstaklega vel hversu auðvelt dansararnir eigi með að tileinka sér leikgleðina sem nálg- un hans sem danshöfundur krefjist. „Líkja má vinnuferli okkar við börn að leik þar sem börn eru óhrædd við að skoða umhverfi sitt, líkamlega færni og tilfinningar í samspili við aðra á krefjandi og jafn- vel aggressífan hátt í sakleysi sínu. Börn eru t.d. óhrædd við að rífa leik- föngin sín í sundur, ekki með það að markmiði að skemma þau heldur af einskærri forvitni. Þau henda líka eplum óhikað á loft til að sjá hvað gerist, en líkja má líkömum okkar við slík epli,“ segir Tyminski og bendir á að ýmis húsgögn sem notuð séu í sýningunni hafi líka fengið að kenna harkalega á því þegar þeim hafi verið hent á loft eða slengt til hliðar. „Erna og aðrir starfsmenn Íd hafa tekið þessari tilraunamennsku minni af ótrúlegri yfirvegun og verið boðin og búin að finna húsgögn sem þola áganginn.“ Spurður um titil verks síns segir Tyminski að orðið „liminal“ vísi til millistigs umbreytinga. „Þetta er stig óvissu, því á þessu stigi sveiflast bæði einstaklingar og jafnvel heil samfélög milli þess veraldlega og andlega, heilaga og svívirta í eins konar helgiathöfn. Fortíðin er liðin en framtíðin er enn ókomin.“ Má ekki vanmeta áhorfendur Aðspurður segist Tyminski snemma hafa vita að dansinn væri hans köllun í lífinu. „Ég var aðeins fimm ára þegar ég vissi að ég vildi leggja dansinn fyrir mig, en á tán- ingsaldri þegar mér varð ljóst að ég vildi semja mitt eigið efni,“ segir Tyminski og rifjar upp að hann hafi aðeins verið níu ára þegar hann tók þátt í fyrstu atvinnuuppfærslu á sviði. Tyminski nam hjá Vaganova- ballettskólanum í Póllandi og hjá Þjóðarballettinum í Varsjá áður en hann venti kvæði sínu í kross, lagði ballettskóna á hilluna og skellti sér í P.A.R.T.S. í Brussel, sem er einn sá virtasti þegar kemur að nútíma- dansi, þaðan sem hann útskrifaðist 2006. „Þegar ég kynntist nútíma- dansi varð mér smám saman ljóst að hefðbundinn dans væri of takmark- andi fyrir mig.“ Spurður hvað sé framundan hjá honum segist Tyminski vera að vinna að eins manns söngleik sem frumsýndur verði í Varsjá í nóv- ember. Um verði að ræða fjórða verkið sem hann vinni fyrir Body/ Mind Foundation, sem næsta sumar heldur sína 14. alþjóðlegu nútíma- danslistahátíð í Póllandi. „Maður má aldrei vanmeta áhorf- endur sína, vegna þess að í því felst ákveðin óvirðing gagnvart þeim. Að mínu mati ber okkur listamönnum að ögra áhorfendum okkar og jafn- vel rugla þá aðeins í ríminu fremur en að reyna að þóknast þeim,“ segir Tyminski sem hlakkar til að koma ís- lenskum áhorfendum á óvart. Reynt á þan- þol líkamans Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfuharður Karol Tyminski dansar með fjórum dönsurum Íd í verki sínu Liminal á Nýja sviði Borgarleikhússins.  Íd frumsýnir Liminal eftir Karol Tyminski föstudaginn 6. febrúar „Í ljósi þess að hátíðin er nú haldin fjórum sinnum á ári langar okkur að hafa ólíkar áherslur hverju sinni og nota ólík birtingarform. Á há- tíðinni í nóvember var áherslan t.d. á poppmenningu og nú fannst okk- ur kominn tími til að fókusera á danshöfundinn og hinar mismun- andi vinnuaðferðir hans, en þannig erum við jafnframt að stuðla að möguleika á endurmenntun fyrir höfunda,“ segir Ásgerður G. Gunn- arsdóttir, annar tveggja listrænna stjórnenda Reykjavík Dance Festi- val (RDF) sem hefst í dag og stendur út mánuðinn. Gefur ljós í hjartað „Okkur fannst að þessu sinni henta hátíðinni betur að dreifa henni yfir heilan mánuð í stað þess að hafa tímann styttri. Febr- úar er leiðinlegur mánuður, dimm- ur og kaldur, og þá gott að hafa einhverja menningu til að gefa manni smá ljós í hjartað.“ Hátíðin mun fara fram í Borgarleikhúsinu, á Dansverkstæðinu, Mengi og Hörpu, en febrúarsýning Íslenska dansflokksins, Taugar, verður einnig hluti af dagskránni. „Hátíðin hefst með vinnustofu fyr- ir danshöfunda með sviðslista- fræðingnum og heimspekingnum Bojönu Cjevic 3.-7. febrúar, en hún er einn virtasti fræðimaðurinn inn- an dansfræðanna í Evrópu í dag,“ segir Ásgerður og bendir á að Cje- vic haldi fyrirlestur á Dansverk- stæðinu 7. febrúar kl. 16 sem op- inn sé öllum. „Auk þess munu danshöfundarnir sem taka þátt í námskeiðinu deila með áhorf- endum verkum sínum sem partur af viðburðinum Speaking Solos, sem fer fram í Mengi 28. febrúar kl. 21,“ segir Ásgerður. Af öðrum viðburðum hátíðarinnar nefnir Ásgerður sýninguna walk- +talk sem sýnd verður í Borgar- leikhúsinu föstudaginn 13. febrúar kl. 20. „Þar munu stíga á svið danshöfundarnir og Grímuverð- launahafarnir Margrét Bjarnadótt- ir og Erna Ómarsdóttir með ný sóló unnin í samvinnu við aust- urríska danshöfundinn Philipp Gehmacher. Umfjöllunarefnið er hugmynd og skilningur þeirra á líkama sínum á hreyfingu, saga þeirra eigin hreyfinga og þeim hugmyndum sem þar má finna.“ Fá fleiri til að upplifa dans Loks nefnir Ásgerður að hátíðin muni í samstarfi við Choreography Reykjavík, UN Women og Sónar efna til Lunch Beat – One Billion Rising í Silfurbergi Hörpu 13. febr- úar kl. 12 í tilefni af One Billion Rising átaki gegn ofbeldi á konum og mun Choreography Reykjavik einnig halda gjörningakvöld laug- ardaginn 20. febrúar kl. 20 á Dans- verkstæðinu. Að sögn Ásgerðar er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar nema sýn- ingarnar Taugar og walk+talk. „Þetta stafar af því að okkur lang- ar að fá fleiri til að upplifa dans og við viljum ekki að fjárhagsstaða hindri þátttöku landsmanna,“ seg- ir Ásgerður. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána og miðasöluna eru á vefn- um reykjavikdancefestival.is. silja@mbl.is Ólíkar vinnuaðferðir danshöfunda REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL HEFST Í DAG OG STENDUR TIL 28. FEBRÚAR Stjórnandi Ásgerður G. Gunnarsdóttir Ekkert bensín, takk. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.