Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Góður drengur er genginn, já ef einhver á skilið það sæmdarheiti er það Ingi Kristinsson, fyrrverandi kennari og skóla- stjóri við Melaskóla í Reykjavík. Ég gekk í Melaskóla öll barna- skólaárin, frá 7 ára til 12 ára bekkjar, eins og það hét þá og var Magnea Hjálmarsdóttir um- sjónarkennari bekkjarins. Magnea forfallaðist í langan tíma eitt árið og tók þá Ingi við bekknum og kenndi okkur þann tíma sem Magnea var í burtu. Eins ágæt og Magnea var þótti okkur Ingi þó betri. Ef ég man rétt söfnuðum við krakkarnir undirskriftum á bænarskjal til Arngríms skólastjóra um að fá að hafa Inga áfram sem umsjón- arkennara. Ingi var í augum okkar nem- endanna nánast eins og guð, orð hans voru lög og enginn dirfðist að breyta gegn hans vilja eða rengja hans dóma. Hann var aldrei strangur eða reiður en samt hlýddu og virtu hann allir. Að loknu námi í Kennaraskól- anum kenndi ég við Melaskóa í ellefu ár. Fljótlega eftir að ég hóf störf fór Ingi að leita til mín með nemendur sem rákust illa í hópi eða áttu mjög erfitt náms- lega. Þetta leiddi til þess að stofnuð var sérdeild sem ég bar ábyrgð á. Ingi hvatti mig til að sækja nám í sérkennslufræðum við Kennaraháskólann og hlut- aðist til um að ég fengi laun að hluta á námstímanum. Fyrir að ýta mér á þessa braut og allan stuðning því tengdan er ég hon- um ævarandi þakklátur. Ég var við framhaldsnám í Noregi veturinn þegar frændi minn Steinar Þorfinnson, yfir- kennari, lést. Ingi hafði sam- band við mig símleiðis og spurði hvort ég hefði áhuga á að sækja um starf yfirkennara við Mela- skóla, hann sagði að sér þætti gott að vita af umsókn frá mér um starfið. Ég var ákaflega stoltur og ánægður með þessa upphringingu og sótti um. Við unnum saman sem stjórnendur Melaskóla næstu tvö árin. Ingi var ótrúlega velviljaður maður, hann vildi allt fyrir alla gera. Hann gerði allt sem hann gat til að gagnast skólasamfélagi Melaskóla. Stundum fannst mér eins og Melaskóli ætti hann all- an. Hann mætti fyrstur á morgnana og fór síðastur á Ingi Kristinsson ✝ Ingi Krist-insson fæddist 29. ágúst 1929. Hann lést 24. jan- úar 2015. Útför Inga var gerð 2. febrúar 2015. kvöldin, var með okkur kennurunum að gæta barnanna í öllum frímínútum og beinlínis hljóp til ef einhver þurfti á aðstoð að halda. Ég er lánsamur og stoltur af kynn- um mínum og vinnu með Inga Kristins- syni, bæði sem nemandi, kennari og skólastjórnandi. Það kviknar í brjósti mér hlý og notaleg til- finning þegar ég minnist Inga Kristinssonar, mér þótti mjög vænt um þennan góða dreng. Ég votta Hildi, börnum, ætt- ingjum og vinum Inga mína dýpstu samúð. Guðjón E. Ólafsson. Ingi Kristinsson hóf störf við Melaskóla árið 1952 og var skólastjóri þar frá árinu 1959 þar til hann lét af störfum 1994. Það er ekki ofsögum sagt að Ingi hafi átt stóran þátt í að móta þau gildi sem enn ein- kenna skólastarf Melaskóla. Hann lagði ríka áherslu á að vel væri haldið utan um nemendur og starfsfólk auk þess sem hann sá til þess að skólabyggingunni væri vel haldið við. Hann vissi að fallegt umhverfi hvetur okkur til betri umgengni. Sjálfur var hann fyrirmynd okkar í um- gengni og samstarfi. Hann var umburðarlyndur og ósérhlífinn í daglegu skólastarfi. Til marks um það má nefna að þær voru ófáar frímínúturnar þar sem hann var á skólalóðinni að fylgj- ast með börnum í leik og leggja sitt af mörkum svo að allt færi vel fram. Ingi lagði sig fram um að þekkja hvern nemanda með nafni og það er ekki lítils virði fyrir nemanda í 1.500 barna skóla að vera ávarpaður þannig. Hann lagði sérstaka áherslu á að nemendur skólans kæmu vel fram ekki síst þegar farið var í heimsóknir á aðra bæi. Sömu áherslur gilda enn í skólanum og eru glöggt dæmi um arfleifð Inga sem skólastjóra Melaskóla. Ingi fylgdist vel með nýjung- um í skólastarfi og hvatti kenn- ara til hins sama. Þetta sýndi sig m.a. vel þegar tölvur héldu innreið sína. Hann var mikill útivistarmaður og sérstaklega voru það skíðin sem heilluðu. Þann áhuga færði hann inn í skólann. Hann sá til þess að skólinn eignaðist skíði og árlega stjórnaði hann skíðaferðum fyrir eldri nemendur. Þarna kviknaði áhugi margra á skíðaíþróttinni. Hildur eiginkona Inga var samkennari okkar og áttum við margar góðar samverustundir með þeim hjónum sem við rifj- um oft upp. Ingi reyndist starfs- fólki og nemendum vel. Hann var boðinn og búinn að veita hverjum þeim sem til hans leit- aði aðstoð hvort sem það var á faglegum nótum eða öðrum. Hann naut virðingar okkar allra og var vinur í raun. Ingi var glaðvær og ávallt ljúfur í lund jafnvel þótt á móti blési eins og stundum vill verða í skólastarfi. Okkur var öllum ljóst að Ingi var vakinn og sofinn yfir velferð skólans og gaf mikið af sér til að gera skólann að því sem hann er enn í dag. Við erum stolt af skólanum og þeim góðu gildum sem Ingi lagði grunn að sem skólastjóri. Þáttur Inga í sögu Melaskóla verður aldrei ofmet- inn. Við sendum Hildi og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Pétursson, fv. skóla- stjóri, og samstarfsfólk Inga í Melaskóla. Í þrjátíu og fimm ár sam- fleytt stýrði Ingi Kristinsson Melaskólanum í Reykjavík og með þeim sóma, sem lengi mun í minnum hafður. Sá sem hér heldur á penna varð þeirrar gæfu aðnjótandi að öll börn hans sex lutu stjórn Inga alla sína barnaskólatíð. Honum er því skylt að senda þessum heið- ursmanni kveðjur sínar er hann kveður hinzta sinni. Af fleiri ástæðum stendur undirritaður í þakkarskuld við Inga. Hann var óumdeilanlegur foringi okkar stúdenta nítján hundruð fimmtíu og eitt frá Ak- ureyri og allt til þess dags að hann gengur nú fyrir ættern- isstapann. Ingi var Inspector Scholae þegar við sátum í sjötta bekk. Undirritaður minnist þess með stolti að Þórarinn Björnsson, skólameistari, bar tilnefningu um Inga undir hann og raunar fleiri. Var Ingi valinn í embættið óumdeildur og reyndist af- bragðsmaður í því hlutverki, sem og öðrum sem honum voru falin um ævina. Stúdentar frá Menntaskólan- um á Akureyri 1951 sjá á bak foringja sínum og færa honum að leiðarlokum kærar þakkir fyrir framúrskarandi starfa. Konu Inga, Hildi Þórisdóttur, og sonum þeirra eru færðar dýpstu samúðarkveðjur. Sverrir Hermannsson Ingi, skólastjóri og áður kennari við Melaskóla í rúm 40 ár, var mikið ljúfmenni, einstak- ur leiðtogi og farsæll skólamað- ur. Undir hans stjórn naut skól- inn virðingar og góðs umtals allra þeirra sem að skólanum komu ekki síður en fræðsluyfir- valda. Ég kenndi við skólann um fimm ára skeið og sá tími er mér minnisstæður vegna þess góða anda sem þar ríkti. Ingi mótaði árangursríkt skólastarf í Melaskóla og sýndi jafnt háum sem lágum sanna virðingu í mannlegum samskiptum. Hann var vakinn og vel sýnilegur í skólanum alla daga. Engar ákvarðanir voru teknar nema með hans samþykki og þar réð hugsjónin um velferð og líðan nemenda mestu. Ég hef á löngum skólaferli reynt að gera Inga að minni fyrirmynd í starfi. Meðal þess sem ég dáðist að í fari Inga, var sá vani hans að fara með börnunum út í frímín- útur til að kynnast þeim betur og hann þekkti því nöfn allra Melaskólakrakka. Ingi hélt uppi miklu og árangursríku skíða- starfi sem ég tók til fyrirmyndar síðar í Rimaskóla, varðandi skáklistina. Ingi sýndi mér einstakt traust þegar hann umhugsunar- laust bauð mér kennarastöðu við Melaskóla er ég gekk á hans fund þeirra erinda, einn vordag- inn. Ég hafði áður kennt hjá frænda hans, Hjalta Jónassyni skólastjóra í Seljaskóla, og naut þess ábyggilega að á milli þess- ara heiðursmanna ríkti mikið samstarf og einlæg vinátta. Það var aldrei erfitt að segja já við þeim verkefnum sem Ingi fól mér við kennslu, félagsstörf eða undirbúning. Ingi var alltaf svo sanngjarn, léttur í lundu, en jafnframt fylginn sér. Ég fann áþreifanlega frá fyrstu stundu að hann bar fullt traust til sinna undirmanna. Þegar ég sjálfur sóttist eftir skólastjórastöðu við nýjan skóla í Reykjavík gaf Ingi mér góð meðmæli. Orð hans hafa vafalaust reynst þung á metunum þegar ég fékk starfið. Kynni mín og samstarf við Inga skólastjóra hafa reynst mér heilladrjúg og vil ég nú á skiln- aðarstundu þakka honum ein- staka vináttu og velvild í minn garð. Vináttuna ræktuðum við áfram eftir að leiðir skildi í starfi. Saga Inga er samtvinnuð sögu Melaskóla í áratugi. Skóla- stjórinn og skólabyggingin um- vafin hlýju og reisn. Blessuð sé minning Inga Kristinssonar skólastjóra. Fjölskyldu hans sendi ég mínar einlægustu sam- úðarkveðjur. Helgi Árnason. Ég kynntist Inga er ég hóf nám haustið 1949 í Menntaskól- anum á Akureyri. Ingi var ein- stakur maður ljúfur, nærgætinn, úrræðagóður og traustur félagi. Hann átti létt með nám og ætíð hjálpfús er til hans var leit- að. Hann var því mikill og traustur vinur okkar allra sam- stúdenta hans og á vissan hátt ágæt fyrirmynd. Að loknu stúd- entsprófi árið 1951 dreifðist hóp- urinn. Ingi var samt áfram viss tengill meðal okkar. Hann stjórnaði ferðum okkar til Ak- ureyrar þegar við áttum viðeig- andi stúdentsafmæli. Nú um áratuga skeið hefur hann skipu- lagt mánaðarlegar mætingar hópsins sem hafa verið vel sótt- ar og okkur til mikillar ánægju. Það er því ljóst að hann lagði mikla áherslu á vináttu og sam- heldni meðal okkar og tókst það mjög vel. Við eigum því honum mikið að þakka og söknum hans mikið. Við vottum Hildi og afkom- endum þeirra innilega samúð okkar. Fyrir hönd samstúdenta hans, Lárus. Með örfáum orð- um kveð ég kæran föðurbróður minn, Ingólf Jóns- son, sem hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Hann var mér og allri fjölskyldu minni afar kær og mikið góðmenni. Þegar ég var lítil stúlka og þau hjónin komu í heimsókn í sveitina man ég hvað mér fannst þau skemmti- leg og hvað ég naut nærveru þeirra. Mér fannst þau líka vera bæði falleg og góð. Það kom í hlut þessa frænda míns að líta til með okkur systkinunum þeg- ar pabbi okkar lést af slysförum og við enn börn að aldri. Það kom líka í hans hlut að bera okkur andlátsfregn einkabarns systur minnar, sem stödd var þá heima hjá mér. Það hafa ver- ið þung spor. Viðmót hans var alltaf traust og hlýtt og framkoma hans svo ljúf að maður fann aldrei fyrir öðru en öryggi og vellíðan í ná- vist hans. Eitt sinn þegar ég var um 14 ára var ég stödd í Reykjavík fyrir utan bíóhús á Laugaveg- inum og skoðaði auglýsingu um bíómynd. Þá kemur allt í einu maður upp að hliðinni á mér. Þar er þá kominn Ingólfur frændi minn. Hann segir frem- ur lágvær: „Ertu ekki alveg peningalaus, Erla mín? Taktu þetta en þú þakkar aldrei fyrir þetta og við tölum ekkert um þetta meira.“ Svo snarar hann sér í burtu og upp í bílinn sinn sem hann hafði lagt á miðjum Laugaveginum og ég horfði á eftir honum keyra í burtu. Ég stóð eftir steini lostin og læddi hendinni í vasann og dró upp rosalega mikinn pening að mér fannst þá. Ég stóð kyrr um stund en ákvað svo að fara í bíóið og sjá þessa mynd. Ég Ingólfur Jónsson ✝ Ingólfur Jóns-son var fæddur 25. júní 1920 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 13. janúar 2015. Útför Ingólfs fór fram frá Fella- og Hólakirkju 28. jan- úar 2015. hugsaði mikið um þetta og fannst mjög óréttlátt að segja engum frá þessari höfðing- legu gjöf. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að segja pabba mínum frá þessu. Hann þakk- aði mér fyrir að láta sig vita og sagði síðan: „Erla mín, maður á alltaf að launa fyrir það sem vel er gert þó að það sé ekki endilega beint til baka og ég ætla nú að gefa þetta áfram til bróðursonar míns, það mun koma sér vel fyrir hann.“ Ég frétti seinna að þetta hefði gengið eftir og ung- ur frændi minn í næstu sveit hefði fengið að njóta þeirrar gjafar. Þetta var góð kennslu- stund fyrir mig og sýndi mér vel hversu góðmennskan var mikil og innrætið gott hjá þess- um bræðrum. Það er líka eitt sem mér er afar minnisstætt en það er söngurinn þeirra bræðra. Dásamlegur söngur sem varð kvartett, dúett eða hvað sem var, það fór bara eftir því hvað margir voru á staðnum. Ég fæ enn tár í augun þegar ég heyri þessi lög sungin og á oft erfitt með mig þegar ég syng þau í hópi. Ingólfur bauð mér smávinnu hjá sér um tíma við bókhald sem hann sá um. Þetta var mín fyrsta kennslustund í bókhaldi og hefur sennilega átt sinn þátt í því að það varð fyrir rest að- alstarf mitt. Mig langar að þakka þessum frænda mínum allt sem hann hefur gert fyrir mig og kennt mér og öll hlýlegu orðin sem ég hef fengið að heyra frá honum. Elsku Bagga, Baldur, Anna, Bjargey og fjölskyldur, ykkar söknuður er mikill, en að hafa fengið að njóta samveru við svo góðan mann allan þennan tíma er meira virði en allur auður. Ég sendi ykkur mínar bestu samúðarkveðjur og bið Guð að leiða ykkur. Erla R. Guðmundsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA ÁRNA SIGURÐARDÓTTIR, Köldukinn 3, Hafnarfirði, lést á öldrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. . Sigurður Hákon Kristjánsson, Oddur Björn Sveinsson, Halldór Árni Sveinsson, Kristján S. Sigurðsson, María Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, GÍSLI ÞÓRÐARSON, Hlíðarvegi 34, Ytri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 23. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. . Þórður Gíslason, Sigríður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Roy Morlen, Berglind Gísladóttir, Steinþór Páll Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra GUÐBJARTS GUÐMUNDSSONAR, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi, lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og hjartadeildar Landspítalans. Margrét Ásmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, BRYNJARS VÍKINGS SIGURÐSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Þ. Theodórsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÞÓR RÖGNVALDSSON Sautjándajúnítorgi 3, Garðabæ, áður Brimhólabraut 23, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold þriðjudaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Vidalínskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Rögnvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Bryndís Rögnvaldsdóttir, Unnar Guðmundsson, Hörður Rögnvaldsson, Sigrún Gísladóttir, Hallgrímur Rögnvaldsson, Wendi Zeng, Rannveig Rögnvaldsdóttir, Halldór Halldórsson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.