Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  31. tölublað  103. árgangur  BÚA TIL SÍN EIGIN FURÐUGÆLUDÝR OG HLJÓÐFÆRI DRAUMASVEITAR- FÉLAGIÐ HEIMSÓTT AÐ MÖRGU ER AÐ HUGA EN ALLIR IÐA Í SKINNINU SELTJARNARNES 16 SÖNGVAKEPPNIN 2015 38HEIMSDAGUR BARNA 10 BARNGÓÐAR KRÓNUR TAKA Á LOFT AFBARNAFARGJÖLDUMINNANLANDS 99% afsláttur FJÖLSKYLDAN FLÝGUR SAMAN Á VIT ÆVINTÝRANNA FLUGFELAG.IS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Úttekt verður gerð á þjónustuþörf allra notenda ferðaþjónustu fatlaðra og athugað hvernig þeir eru skráðir í hinu nýja kerfi sem tekið var upp í nóvemberbyrjun á síðasta ári. Not- endur ferðaþjónustu fatlaðra eru rúmlega 2.500 en farnar eru rúmlega 1.500 ferðir á dag. Fjölmörg dæmi eru um vitlausa skráningu fatlaðra í kerfinu. Margt við innleiðingu hins nýja kerfis hefur brugðist og fundaði eig- endavettvangur Strætó bs. í gær um málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar máls Ólafar Þorbjargar Pétursdótt- ur sem skilin var eftir í bíl ferðaþjón- ustunnar á miðvikudag. Neyðarstjórn fær fjórar vikur Á fundinum var samþykkt að sér- stök neyðarstjórn tæki tímabundið við stjórn ferðaþjónustunnar og var Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar, settur formaður hennar. Er hún skipuð í fjórar vikur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þótt flestir notendur hafi verið skoðaðir áður verði það gert aftur í ljósi atviksins í fyrradag. „Það þarf bæði að fara yfir hvern- ig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjón- ustuna og einnig að fara yfir verk- ferla varðandi móttöku, þegar ein- staklingar koma á staðinn, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar. Notendur hafa á undanförnum vikum verið skoðaðir en það þarf að gera það aftur og at- huga hvort einhver vanhöld séu á,“ segir Dagur. Neyðarstjórnin undir forystu Stefáns mun hafa fullt um- boð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar og enn frem- ur til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. MFerðaþjónusta fatlaðra »6 Úttekt á öllum notendum  Þarfir notenda ferðaþjónustu fatlaðra verða skoðaðar sérstaklega  Reykjavík- urborg bregst við mistökum  Förum yfir verkferla, segir Dagur B. Eggertsson Morgunblaðið/Golli Tiltal Dagur og Bryndís Haralds- dóttir, stjórnarformaður Strætó.  Víða þurfa íbúar í Reykjavík að kosta lagningu og viðhald gatna og göngustíga við heimili sín. Ástæðan er sú að götur og gangstígar í botn- löngum við viðkomandi götur eru innan lóðamarka. Íbúi við Hólavað í Norðlingaholti segir að íbúar hafi mátt leggja út hundruð þúsunda í kostnað við lagningu gatna, göngu- stíga og ljósastaura við botnlang- ann. Vill hann að borgin setji skýr- ari reglur um það hvenær íbúar í Reykjavík þurfi að kosta slíkar framkvæmdir. »4 Borga hundruð þús- unda í gatnagerð Morgunblaðið/Ómar Hólavað Íbúar hafa kostað framkvæmdir.  Verðmæti út- flutts áfengis í fyrra var 397,5 milljónir króna, borið saman við 87,1 milljón 2010. Er hér miðað við verð- mæti vörunnar komið í flutn- ingsfar. Meðal íslenskra drykkja sem njóta vaxandi vinsælda erlend- is er íslenskt brennivín en útflutn- ingur á því ellefufaldaðist milli ára. ÁTVR hóf framleiðslu á brenni- víni árið 1935 og má segja að vin- sældir þess hafi aldrei verið meiri en á áttræðisafmælinu. Fram- leiðslan er nú hjá Ölgerðinni. »14 Brennivínið í útrás á 80 ára afmælinu Vetrarhátíðin í Reykjavík var sett í gærkvöldi þegar ljóslistaverkið Ljósvarða eftir listamann- inn Marcos Zotes birtist á framhlið Hallgríms- kirkju við ljúfa raftóna Þórönnu Daggar Björns- dóttur. Er ljóslistaverkið unnið í samstarfi við unga listamenn því krakkarnir á leikskólanum Grænuborg eiga heiðurinn af myndunum sem birtust á kirkjunni. Vetrarhátíðin stendur til sunnudags og dagskráin er mjög fjölbreytt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja sem litabók leikskólabarna Vetrarhátíð í Reykjavík hófst með pomp og prakt í gærkvöldi  Meginhugsunin í tillögum um hönnun og deiliskipulag Land- mannalauga er að endurheimta Landmannalaugarnar sjálfar sem mest eins og þær voru, að sögn Ágústs Sigurðssonar, sveitarstjóra Rangárþings ytra. „Við tökum svo sannarlega undir með mennta- og menningar- málaráðuneytinu um mikilvægi mögulegrar skráningar á heims- minjaskrá og vinna sveitarfélagsins gengur út á að liðka fyrir skráning- arferlinu,“ segir Ágúst. »12 Liðka til fyrir heims- minjaskráningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.