Morgunblaðið - 06.02.2015, Side 4

Morgunblaðið - 06.02.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Tvö hús voru í gær flutt í heilu lagi frá Grettisgötu í Reykjavík út á Hólmaslóð. Húsin voru flutt af skipulagsástæðum, en annað húsið stóð áður við Grettisgötu 17 og hitt var bakhús að Laugavegi 36. Loka þurfti hluta af Grettisgötu tíma- bundið á meðan húsin voru flutt. Íbúar götunnar fengu tilkynningu fyrir viku þar sem þeir voru beðnir um að hafa bíla sína ekki í götunni meðan flutningarnir stæðu yfir. Til- kynningin hefur ekki komist til allra, því það þurfti að gera stutt hlé á flutningunum til þess að færa tvo bíla á götunni sem komu í veg fyrir umferð flutningabifreiðanna. Voru bílarnir dregnir í burtu um kvöld- matarleytið, og var þá hægt að ljúka flutningunum. Flutningur tveggja húsa úr miðborg Reykjavíkur út á Hólmaslóð Hús á nýjan stað Morgunblaðið/Ómar Flutningar Það var vandasamt verk að koma húsunum eftir þröngri Grettisgötunni og íbúar fylgdust með. Allur gangur er á því við hvað sveit- arfélögin miða þegar upphæð sér- stakra húsaleigubóta er ákveðin. Hækkun Hafnarfjarðarbæjar á við- miðunarupphæð leigufjárhæðar vegna bótanna um áramótin, sem varð til þess að lækka þær, er ekki í samræmi við þau viðmið sem gilda í öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu. Sviðsstjóri fjölskyldu- þjónustu Hafnarfjarðar segir að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Fjallað var um þessa breytingu á viðmiðinu í Hafnarfirði í Morgun- blaðinu í gær. Þar var rætt við föður ungs öryrkja sem varð fyrir skerð- ingu á tekjum sínum í kjölfarið á breytingunni sem var ekki kynnt áð- ur en hún kom til framkvæmda. Með viðmiðunarupphæð leigufjárhæðar er átt við þá lágmarksleigu sem greiða þarf í leigu áður en til þessara bóta getur komið. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hækkaði þetta viðmið um rúmar 10.000 krónur; úr 47.465 í 58.000, og lækkuðu bæturnar þá hjá um fjórðungi þeirra sem fá þær. Hefði mátt standa öðruvísi að Þegar leitað var skýringa hjá Hafnarfjarðarbæ var ástæðan sögð að viðmiðið hefði verið hækkað vegna þess að það væri lægra en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu og hefði verið um skeið. Svo virðist ekki vera, því viðmiðið er lægra í þeim nágrannasveitarfélög- um Hafnarfjarðar sem eru á annað borð með viðmiðunarupphæð. Hún er 40.000 á Seltjarnarnesi og 50.000 í Kópavogi. Í Reykjavík er tiltekin upphæð ekki lögð til grundvallar, heldur 75% af leiguupphæðinni og það sama gildir í Mosfellsbæ. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að ætlunin hafi verið að sam- ræma bæturnar. „Það hefur greini- lega ekki farið eins og til stóð,“ segir hún spurð um þetta misræmi. „Við munum funda um þetta í næstu viku og fara yfir málin. Það er alveg ljóst að það hefði mátt standa öðruvísi að þessu, við höfum fengið athuga- semdir frá fólki sem er óánægt með breytinguna.“ Spurð hversu mikið Hafnarfjarðarbær spari með þessum breytingum segir Rannveig það vera um fimm milljónir króna á ári. Kemur til greina að afturkalla þessa breytingu? „Ég þori ekki að fullyrða um það, ráðið tekur ákvörð- un um það á fundinum í næstu viku.“ annalilja@mbl.is Umdeild bóta- skerðing skilar litlu í kassann  Hafnarfjörður sparar fimm milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Skerðing sérstöku húsaleigubótanna er umdeild. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yf- ir Scott James Carcary var í gær staðfestur í Hæstarétti en Carcary var gefið að sök að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana þann 17. mars 2013 með því að hrista hana svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Var Carcary dæmd- ur í fimm ára fangelsi og er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu og vildi sýkna Carcary. Sagðist dómarinn fallast á með meirihluta dómenda að sannað væri að barnið hefði látist af mannavöldum en að Carcary yrði ekki sakfelldur með þeim rökum að langlíklegast væri að hann hefði framið brotið. Ekki hefði verið vitni að atvikum og ákæruvaldið hefði við meðferð málsins ekki axlað þá sönnunarbyrði fyrir sekt mannsins sem á embættinu hvíldi. Fimm ára fangelsi  Dæmdur fyrir að verða barni að bana  Dóttirin dó vegna heilablæðingar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Víða um Reykjavík má finna götur þar sem íbúar hafa mátt leggja út fyrir kostnaði við malbikun gatna og gangstígagerð sem og fyrir viðhaldi þeirra. Í flestum eða öllum tilfellum er um að ræða botnlanga þar sem lóðamörk viðkomandi lóða ná yfir malbikaðar götur. Ekki er um að ræða eignarlóðir og greiða íbúar við slíkar götur lóðaleigu líkt og lang- flestir íbúar Reykjavíkur. Sam- kvæmt upplýsingum frá skipulags- fulltrúa er ein ástæðan sú að erfitt sé að þjónusta viðkomandi botnlanga. Stefnt sé að því að útrýma slíku mis- ræmi í framtíðinni. Íbúi við Hólavað í Norðlingaholti telur að um mismunun sé að ræða og segir óskiljanlegt hvers vegna íbúar við götuna hafi þurft að borga fyrir malbikun og lögn gangstéttar á með- an íbúar í næstu götu þurfi ekki að gera það. Þá er óátalið að borgin sinni ekki snjómokstri. Tvenns konar skýringar Samkvæmt upplýsingum úr borg- arkerfinu má finna slíkar götur í Norðlingaholti, Breiðholti og Foss- vogshverfi sem og víðar en ekki er búið að kortleggja staðsetningu þeirra. „Á þessu eru tvenns konar skýringar. Annars vegar sögulegar eins og í Fossvoginum. Þar var litið svo á að þeir botnlangar væru fyrst og fremst notaðir af íbúum og ekki væri um að ræða gegnumkeyrslur sem nýttust öðrum. Þetta fyrir- komulag hefur ekki reynst sérstak- lega vel, það verður að segjast. Svo hefur þetta líka verið í öðrum áætl- unum og þá fyrst og fremst þegar botnlangar eru stuttir og erfitt er um vik fyrir umhirðu borgarinnar af þeim sökum. Við munum reyna að losna við þetta úr borgarumhverfinu, þetta er ekki gott fyrir íbúa eða aðra,“ segir Björn Axelsson skipu- lagsfulltrúi. Kostnaður hafi legið fyrir Hann segir að ekki sé miðað við neinar lengdartölur á botnlanga þeg- ar slíkar ákvarðarnir eru teknar við gerð deiluskipulags. Hann segir að í nýjum skipulagsáætlunum sé stefnt að því að koma í veg fyrir ósamræmi þegar kemur að lóðamörkum. Skipulag í Norðlingaholti er um 15 ára gamalt en Björn veit ekki til þess að þetta vandamál sé til staðar í Úlf- arsárdal, sem er nýjasta hverfi borg- arinnar. Aðspurður hvort þetta sé ekki til marks um mismunun á milli íbúa þá telur hann svo ekki vera. „Fólk fær þessa lóð úthlutaða á þeim forsendum að lóðaafmörkunin sé svona og með þeim kostnaði sem fylgir því,“ segir Björn. Kjartan Hrafn Kjartansson, íbúi við Hólavað 65, segir að íbúar hafi þurft að leggja út í kostnað upp á hundruð þúsunda við lagningu gang- stétta og malbikun götunnar í botn- langanum auk þess að setja upp ljósastaura. Málum er eins háttað í Hólmvaði, sem er næsta gata til austurs, en ekki í götum í Norðlinga- holti sem eru vestan við Hólavað. Á ekki að þurfa að vera flókið Kjartan segir að hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann væri á eign- arlóð og þar af leiðandi þyrfti hann að standa straum af ofangreindum kostnaði. Svo reyndist þó ekki og er hann á leigulóð eins og langflestir íbúar Reykjavíkur. „Mér finnst að maður þurfi ekki að vera sérfræð- ingur í deiliskipulagi þegar maður er að kaupa lóð. Þetta á ekki að þurfa að vera svona flókið,“ segir Kjartan. Hann segir byggingarverktakann hafa malbikað götuna en íbúarnir hellulögðu sjálfir gangstéttar. Enn á þó eftir að leggja 50-100 metra til að tengjast gangstígakerfi borgarinn- ar. „Þegar ég horfi hinum megin við götuna á Krókavað og Kólguvað þá er þetta ekki svona. Auðvitað er maður frekar ósáttur við það,“ segir Kjartan. „Þetta snýst ekki bara um lagningu götunnar, heldur snýr þetta líka að viðhaldi og snjómokstri og öðru. Mér finnst þetta skapa ósamræmi vegna óvandaðra vinnu- bragða. Annað hvort ætti botnlangi að vera sameign íbúa eða hann þjón- ustaður af Reykjavíkurborg. Það ætti að vera auðvelt að leggja slíkar línur,“ segir Kjartan. Morgunblaðið/Ómar Hólavað 63-75 Íbúar við götuna hafa kostað malbikun og lagningu gangstíga. Einungis hafa verið settir upp tveir ljósastaurar og enn á eftir að leggja um 50-100 metra af göngustígum. Íbúi telur Reykjavíkurborg mismuna íbúum. Íbúar leggja stíga og setja upp ljósastaura  Misræmi í lóðamörkum á milli gatna  Íbúar kosta lagn- ingu gatna og uppsetningu ljósastaura  Erfitt aðgengi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Sævar Jónsson kaupsýslumann í 12 mánaða fang- elsi, þar af þrjá mánuði óskil- orðsbundna, fyr- ir skilasvik. Var talið sannað að Sævar hefði með einbeittum ásetn- ingi selt fasteign sína í Flórída til félags í sinni eigu fyrir 10 banda- ríkjadali, til þess að koma eigninni undan kröfuhöfum, eftir að bú hans hafði verið tekið til gjaldþrota- skipta. Verðmat hússins á þeim tíma þegar húsið var selt var 272.121 bandaríkjadalur. Féllst því héraðsdómur á þau rök að kaup- samningurinn hefði verið mála- myndagjörningur sem olli kröfu- höfum sannanlegu fjártjóni. Sævar dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir skilasvik Sævar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.