Morgunblaðið - 06.02.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 06.02.2015, Síða 17
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.S ar þjónustu og skattlagningar sem í boði er. Fjölbýlishús í undirbúningi En þó eru byggingarfram- kvæmdir í gangi eins og fram kom hér í blaðinu á miðvikudaginn. Innan mun tíðar mun rísa 30 íbúða fjölbýlis- hús á lóðunum nr. 10-18 við Hrólfs- skálamel samsíða Nesvegi með út- sýni til suðurs yfir flóann. Þetta verður þriggja hæða lyftuhús og eru íbúðirnar tveggja til fimm herbergja á stærðarbilinu 85-230 fermetrar. Við Skerjabraut 1-3 er að rísa nýtt 23 íbúða fjölbýlishús sem á að vera tilbú- ið í haust. Um er að ræða tveggja til fimm herbergja íbúðir frá 60-150 fm að stærð. Með breytingu sem verið er að gera á deiliskipulagi í nokkrum hverfum skapast ennfremur mögu- leikar á byggingu nokkurra einbýlis- húsa á vannýttum lóðum. Mötuneyti skóla til fyrirmyndar Eitt af því sem nefnt er Seltjarn- arnesbæ til ágætis í kynningarbækl- ingnum er fæðið í mötuneyti grunn- skólans. Fram kemur að síðastliðin tvö ár hafi verið gerð óháð úttekt á mötuneytinu og leiði hún í ljós að nán- ast alltaf sé farið eftir opinberum ráð- leggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Matseðillinn sé vel samsettur með tilliti til leiðbeininga lýðheilsuyfirvalda. Sykurnotkun sé nánast engin og boðið upp á besta hráefnið. Slys og afbrot fátíð Annað sem nefnt er í bækl- ingnum er að fá sveitarfélög á landinu búi við jafn lága afbrota- og slysatíðni og Seltjarnarnesbær. Samkvæmt gögnum lögreglu voru á árunum 2004 til 2012 einungis skráð tvö slys með alvarlegum meiðslum og sautján með litlum meiðslum. Frá árinu 2012 til 2013 var fjöldi tilkynntra inbrota 0,7% á hverja 1.000 íbúa. Segir lög- reglan að öflugt forvarnarstarf ólíkra hagsmunahópa í bænum ráði miklu um þessa niðurstöðu. Morgunblaðið/Ómar Náttúra Útivistarsvæði Seltirninga njóta vinsælda jafnt vetur sem sumar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015  Sundlaug Seltjarnarness sem er í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd markar sér óneitanlega sérstöðu með- al annarra sundlauga á höfuðborgar- svæðinu þar sem vatn hennar er sér- staklega steinefnaríkt. Ástæða þess er að vatnið er tekið beint úr borholu hitaveitu Seltjarnarness en bæjar- félagið hefur yfir fjórum virkum bor- holum að ráða sem skila bæjarbúum ábata sem þessum. Þykir steinefnaríkt vatnið gott fyrir viðkvæma húð og afar hollt fyrir þá er þjást af exemi. Árlega sækja fjölmargir sundlaugina heim enda tekur aðstaðan mið af mis- munandi þörfum sundgesta. Haldin eru sundnámskeið og vatnsleikfimi fyrir börn jafnt sem fullorðna ár hvert. Kaldur pottur var einnig tekinn í notkun ný- lega til að koma til móts við íþróttafólkið, en sérstaklega er mælt með notkun pottsins eftir erfiðar æfingar. Heitu pottarnir eru svo á sínum stað ásamt eimbaði og 25 metra langri sundlaug. Steinefnaríkt vatn úr borholu Heilsa Vatn sundlaugarinnar er gott fyrir viðkvæma húð og exemsjúklinga. Morgunblaðið/Þórður Tónlistarskóli Seltjarnarness er jafnan talinn ein af skrautfjöðrum bæjarins. Hefur hann lagt grunninn að mörgum af bestu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins í dag. Skólinn fagnar fertugasta aldursári sínu laugardaginn 14. febrúar næstkomandi með fjölmennustu tónleikum sem hannhefur ráðist í. Á tónleikunum koma fram allir nemendur skólans. Stendur Kári Einarsson skólastjóri í ströngu þessa dagana við að koma dag- skránni heim og saman, stilla sam- an æfingatíma nemendanna sem flestir hafa í mörg horn að líta og finna til tónlistina. Hugmyndin er að allir nemend- urnir komi fram í lagasyrpu sem verið er að æfa af fullum krafti þessa dagana en það kostar mikla skipulagningu að setja saman dag- skrá með svona mörgum þátttak- endum. Nemendum hefur verið skipt upp í 13-14 hópa sem stíga á svið hver á fætur öðrum og leika samfellt í klukkustund. Tónleikarnir eru ókeypis og öll- um opnir. Þeir verða í Seltjarnar- neskirkju og hefjast kl. 15.00. Morgunblaðið/Þorkell Skrautfjöður Tónlistarskóli Seltjarnarness þykir einn sá besti á landinu. Fertugasta starfs- ár tónlistarskólans  211 hljóðfæraleik- arar koma fram á af- mælistónleikunum Morgunblaðið/Ómar Kirkjan Afmælistónleikar skólans verða í Seltjarnarneskirkju.  Stefán Gunnarsson, framkvæmda- stjóri leikjafyrirtækisins Solid Clo- uds, segir frumkvöðlasetrið á Sel- tjarnarnesi hafa komið fyrirtækinu að miklu gagni. „Húsnæðið hefur hjálpað okkur mikið að finna hæfileikafólk innan raða annarra fyrirtækja til að ganga til liðs við okkur, auk þess sem við höfum hagnast á aukinni nálægð við mögulega fjárfesta,“ segir Stefán og bætir við að vöxturinn sé hraður. „Fyrir ekki svo löngu vorum við að- eins tveir inni í herbergi en nú erum við með þrjár skrifstofur með allt upp í tíu starfsmenn.“ Frá tveimur í tíu á örskotsstund Ljósmynd/Solid Clouds Ánægðir Frumkvöðlar eru ánægðir með aðstöðuna á Eiðistorgi. Grótta er fyrst nefnd í fógetareikningum frá árunum 1547 til 1552, en nafnið þykir fornlegt og benda til að þar hafi lengi verið búið. Glöggt má sjá af elstu kort- um af Seltjarnarnesi að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti nessins. Árið 1703 er hún talin hjáleiga frá Nesi. Það er þó tekið fram, að hjáleigumaður megi hafa sína eigin skipaútgerð og virðist það hafa verið svo ábatasamt, að þar bjuggu menn góðu búi á 18. öld. Eftir Bás- endaflóðin miklu 1799 hallaði undan fæti, enda var jörðin þá um tíma talin óbyggileg. Á fyrri hluta 19. aldar var Grótta í eyði. Á seinni hluta aldarinnar bjuggu þar útvegsbændur og skipasmiðir en árið 1897 var risinn þar viti og varð Þorvarður Einarsson vitavörður þar. Er Þorvarður lést 1931 tók sonur hans Jón Albert við vitavörslunni og gegndi þeim starfa til dauða- dags, en hann drukknaði í róðri 12. júní 1970. Síðan þá hefur íbúðar- húsið í Gróttu verið í eyði. Jón Albert stundaði mest sjó á meðan hann bjó í eynni en hafði lítilsháttar búskap með útgerðinni. Frá 1994 eru húsin í Gróttu í eigu Seltjarnarnesbæjar og er unnið að því að koma þar upp fræðasetri. Fræðasetur verður í Gróttu VITINN VAR REISTUR ÁRIÐ 1897 Húsin í Gróttu Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.