Morgunblaðið - 06.02.2015, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015
Stuttar fréttir ...
● Seðlabanki Danmerkur lækkaði stýri-
vexti sína á innlánum enn frekar í gær
um 0,25%. Þetta er fjórða stýrivaxta-
lækkun bankans á þremur vikum og eru
þeir nú neikvæðir um 0,75%. Samtímis
greindi Lars Rohde seðlabankastjóri frá
því að bankinn myndi verja tengingu
dönsku krónunnar við evru með öllum
ráðum, enda væri hún kjarni peninga-
málastefnunnar. Bankinn myndi verja til
þess ótakmörkuðum gjaldeyrisvara-
sjóði ef á þyrfti að halda.
Danskir vextir í -0,75%
● „Í nýrri tækni fel-
ast margvísleg
tækifæri fyrir Ísland
sem er þekkt fyrir
að vera framarlega
þegar kemur að
nýjungum,“ segir
Per-Henrik Nielsen,
yfirmaður hjá Er-
icsson, í samtali við
Morgunblaðið.
Hann er einn af að-
alfyrirlesurum á UT-messunni sem hald-
in er í Hörpu í dag.
„Nú þegar upplýsingatæknin er farin
að snerta allt samfélagið skapast ótal
tækifæri til að byggja upp nýjar atvinnu-
greinar. Það er varlega áætlað að um 50
milljarðar tækja verði tengdir saman inn-
an fárra ára sem gefur okkur vísbend-
ingar um við hverju má búast. Þeir sem
ekki nýta sér tæknina gætu lent í vand-
ræðum með að fóta sig í nýjum heimi.“
Um 50 milljarðar tækja
tengdir innan fárra ára
Per-Henrik Niel-
sen frá Ericsson
● Primera Air gekk í síðustu viku frá
samningum um flug frá París fyrir
sumarið 2015. Flogið verður frá apríl
og fram í október og munu tvær vélar
Primera Air annast verkefnið, en flog-
ið er frá París, Lyon og Nantes. Samn-
ingurinn er liður í stækkunar-
áformum félagsins og nýjum
verkefnum sem nú liggja fyrir eftir að
búið er að samþætta starfsemi Pri-
mera Air á einum stað í Riga og félag-
ið betur í stakk búið til að keppa á
alþjóðagrundvelli. Heildarverðmæti
samninganna er um 5 milljarðar
króna.
Primera Air gerir 5 millj-
arða samning í Frakklandi
muspá sem birt var í lok október sl.
„Það er ljóst að margir samverkandi
þættir hafa jákvæð áhrif á sterkt upp-
gjör. Þar má nefna lækkandi elds-
neytisverð, aukna eftirspurn á Norð-
ur-Atlantshafsmarkaðinum sem við
höfum mætt með auknu framboði
ásamt góðri afkomu í leiguflugi. Veik-
ing evrunnar gagnvart bandaríkjadal
hafði neikvæð áhrif á rekstur félags-
ins auk þess sem kostnaður við skoð-
anir fraktvéla var hærri. Sterk eig-
infjárstaða og undirliggjandi sjóð-
streymi tryggja getu okkar til að
ráðast í arðbærar fjárfestingar sem
auka samkeppnishæfni til langs
tíma.“
Björgólfur segir að gert sé ráð fyrir
áframhaldandi arðbærum innri vexti í
rekstri á þessu ári. Stjórn félagsins
leggur til að arður að fjárhæð 2.500
milljónir króna verði greiddur til hlut-
hafa á árinu. Það samsvarar 0,5 krón-
um á hvern hlut.
Icelandair Group hagnaðist á síðasta
ári um 67 milljónir dollara, sem jafn-
gildir um 9 milljörðum króna. Félagið
skilaði 79,9 milljóna dollara hagnaði
fyrir skatta, sem jókst um 12% á milli
ára. Hagnaður ársins fyrir fjár-
magnsliði, afskriftir og skatta
(EBITDA) jókst um 7% og nam 154,3
milljónum dollara samanborið við
143,7 milljónir árið 2013. Rekstrar-
tekjur jukust um 9% á milli ára. Eig-
infjárhlutfall félagsins var 43% í árs-
lok samanborið við 42% árið á undan.
Á fjórða ársfjórðungi var EBITDA
neikvæð um 1,5 milljónir dollara og
lækkaði um 8,3 milljónir á milli ára.
Tap félagsins á ársfjórðungnum var
14,9 milljónir.
Í tilkynningu til Kauphallar er haft
eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra
félagsins, að afkoma ársins 2014 sé
betri en áætlanir stjórnenda gerðu
ráð fyrir í upphafi árs og að afkoma
fjórða ársfjórðungs sé í takt við afko-
Gott ár hjá Icelandair
Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson
Jákvæðar horfur Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir
að gert sé ráð fyrir áframhaldandi arðbærum innri vexti á árinu.
Afkoma Icelandair Group á síðasta ári betri en gert var ráð fyrir þrátt fyrir tap
á fjórða ársfjórðungi Stefnt er að áframhaldandi innri vexti í rekstri á þessu ári
!
"!
#!!
"$
%!
"
!"%
"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
$$!
%
%
#!
"!%%
%
"$
!"%%
%$#
"
%$#
#
##
"!$
%%
$
!"$$
" !
""
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Niðurstöður Ís-
lensku ánægjuvog-
arinnar 2014 voru
kynntar í gær og
var það í 16. skipti
sem ánægja við-
skiptavina ís-
lenskra fyrirtækja
er mæld með þess-
um hætti. ÁTVR
fær hæstu ein-
kunnina, er með
74,8 stig af 100 mögulegum og Nova
kemur þar fast á eftir með 73,6 stig,
ekki er marktækur munur þar á. TM
skorar hæst meðal tryggingarfélaganna
með 71,3 stig og HS orka fær hæstu
einkunn meðal raforkusölufyrirtækja,
er með 62 stig. Í flokki banka er Ís-
landsbanki í efsta sæti með 63,5 stig
og Atlantsolía fær flest stig í flokki elds-
neytisfélaga eða 71,3 stig. Niðurstöð-
urnar byggjast á 297 til 1.210 svörum
viðskiptavina hvers fyrirtækis sem
svara þremur spurningum. Birtar eru
niðurstöður fyrir 19 fyrirtæki í 6 at-
vinnugreinum. Að mælingunni standa
Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capa-
cent.
ÁTVR með hæstu ein-
kunn í ánægjuvoginni
Sigrún Ósk Sigurð-
ardóttir hjá ÁTVR.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Bólgur eða
verkir?
www.annarosa.is
Tinktúran túrmerik og engifer
bæði bólgu- og verkjastillandi og hefur
gefist afar vel við slitgigt, liðagigt og
álagsmeiðslum. Túrmerik og engifer er
hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka
blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu.
Inniheldur svartan pipar
sem eykur upptöku túrmeriks.
þykir
FA
S
TU
S
_H
_0
6
.0
1
.1
5
Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h.
Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is • Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Veit á vandaða lausn
RESOURCE aktiva
Sveskjusafi gegn hægðatregðu
Áhrifaríkur sveskjusafi sem virkar vel gegn hægðatregðu.
Spurðu um sveskjusafann í næsta apóteki.
15
SVESKJUR
Í FERNU