Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Madeira Frá kr.137.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 137.900 á Hotel Girasol m/morgunmat m.v. 2 fullorðna í herbergi. 9 nætur. 7. apríl í 9 nætur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það eru kynbæturnar sem gilda og svo góð meðferð á skepnunum,“ seg- ir Valdimar Eiríksson, sauð- fjárbóndi í Vallanesi í Skagafirði. Bú hans var afurðahæsta sauðfjárbú landsins á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins á skýrsluhaldi í sauð- fjárrækt. Í samantek Rml kemur fram að reiknaðar afurðir eftir hverja kind eru umtalsvert meiri en á árinu á undan og nemur munurinn tæpu kílói. Þar munar mest um hagstætt tíðarfar um norðausturhluta lands- ins en þar féllu víða vænleikamet síðasta haust. Jafnframt kemur fram að munurinn liggur að ein- hverju leyti í betri lambahöldum því samkvæmt skýrsluhaldinu komu fleiri lömb til nytja á árinu 2014 en á árinu 2013 en frjósemi var sú sama. Leita víða fanga Nokkuð sérstakar aðstæður eru hjá Valdimar í Vallanesi. Hann þurfti að skera niður fjárstofn sinn vegna riðusmits fyrir nokkrum árum og er að byggja upp nýjan. Með vet- urgömlu gimbrunum er hann aðeins með fjóra árganga. „Ég hef greinilega verið heppinn með kaupafé. Ég leitaði víða fanga, fór austur í Öræfi, í Þistilfjörð og að- eins á Snæfellsnes. Þetta er blanda úr þessu,“ segir Valdimar. Kaupi líka eftir auganu Hann keypti fé fyrstu þrjú árin en setti einungis á gimbrar úr eigin ræktun á síðasta ári. Alltaf er ákveð- ið happdrætti þegar fé er keypt. „Gimbrar eru mikið mældar og skoðaðar af ráðunautum og fyrir liggja töluverðar upplýsingar. Það er kominn dómur á þær flestar. Svo spyr maður eigandann um ættina og velur líka eftir auganu, reynir að sjá hvað eru gæfulegar gimbrar. Ég legg alltaf áherslu á mjólkurlagnar ær.“ Spurður um meðferðina segist Valdimar ekkert nýtt hafa fram að færa í því efni. „Það er þetta sígilda, að láta þær ekki leggja af á haustin. Ég held að meðferð á fé hafi batnað á seinni árum. Menn eru farnir að fóðra vel og stíla inn á að fá miklar afurðir. Svo þarf maður að huga að frjóseminni. Þegar ærnar eru orðn- ar svona mjólkurlagnar og góðar er ótækt annað að vera með minna en tvö lömb,“ segir Valdimar. Lifir af gömlum vana Sauðfjárrækin er aðalvinna Valdi- mars. Hann er líka með hrossarækt og fáeinar holdakýr. Sauðfjárbúið er lítið og afkoman ekki of góð, þótt af- urðirnar séu miklar. „Við þessir gömlu lifum af gömlum vana. Og konurnar vinna oftast úti,“ segir Valdimar. Hann hefur sjálfur unnið utan bús, þó að hann geri það ekki núna, og kona hans, Selma Dröfn Guðjónsdóttir, vinnur á leikskól- anum í Varmahlíð. Hann segir að það taki í að koma upp nýjum bústofni eftir niðurskurð. Þótt bændur fái afurðatjónsbætur sé innleggið lítið fyrstu árin þegar verið er að byggja upp að nýju og það séu erfið ár. Hef greinilega verið heppinn með kaupafé  Afurðahæsta sauðfjárbúið er í enduruppbyggingu Afurðahæstu sauðfjárbúin 2014 Bú með fleiri en 100 ær Fædd lömb Nr. Nafn Býli Fjöldi áa Kjöt (kg) eftir hverja á 1 Valdimar Eríksson Vallanes 137 40,1 1,90 2 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskoti 326 39,6 1,88 3 Vogabú I Vogum 1 104 39,2 2,17 4 Guðbrandur og Lilja Bassastöðum 217 39,1 1,99 5 Félagsbúið Lundur Lundi 492 38,4 1,94 6 Elín Anna og Ari Guðmund. Bergsstöðum 376 38,3 2,10 7 Gunnar og Gréta Efri-Fitjum 643 38,1 2,06 8 Félagsbúið Flögu 122 38,0 1,99 9 Indriði og Lóa Skjaldfönn 163 37,9 1,87 10 Kristján og Linda Árgerði 175 37,4 1,99 11 Þormóður og Borghildur Sauðadalsá 538 37,3 2,13 12 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 385 36,9 1,98 13 Ragnar og Sigríður Heydalsá 509 36,8 2,07 14 Guðbrandur og Björn Smáhömrum 280 36,8 2,04 15 Sigfús Vilhjálmsson Brekku 169 36,8 1,95 16 Eggert Pálsson Bjargshóli 190 36,7 1,98 17 Eiríkur S Skjaldarson Skjöldólfsstöðum 218 36,4 2,06 18 Jón og Hrefna Hóli 146 36,3 1,94 19 Ágústína og Halldór Hjartarstöðum 140 36,2 2,09 20 Baldur og Olga Saurbæ 540 36,1 2,14 heimild: rml.is Bóndi Valdimar Eiríksson er áhugasamur búfjárræktarmaður. Valdimar Eiríksson í Vallanesi var með 137 skýrslufærðar ær og skiluðu þær að meðaltali 40,1 kg kjöts á árinu 2014. Næst kemur bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhól- skoti í Biskupstungum, með 39,6 kg eftir hverja á. Bú Eiríks var af- urðahæst 2012 og 2013. Með- alafurðir á búi hans 2012 voru 41,3 kg og er það Íslandsmet. Tölurnar miðast við bú með 100 ær á skýrslu. Bú með færra fé og tómstundabændur ná enn meiri afurðum. Þannig skila 13 ær Egilsstaðabúsins á Fljóts- dalshéraði 59,3 kg kjöts eftir hverja á. Best gerðu sláturlömbin voru hjá Dagbjarti Boga Ingimund- arsyni á Brekku í Núpasveit en meðaltal rúmlega 600 slát- urlamba er 11,98 í gerð- areinkunn. Félagsbúið í Flögu í Þistilfirði er með einkunnina 11,94 og þriðja í röðinni er bú Jóns og Ernu í Broddanesi í Kollafirði með einkunnina 11,85. Gerði betur en methafinn 40 KG EFTIR HVERJA Á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður atvinnuveganefndar Al- þingis, Jón Gunnarsson, veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til að ráðast í heildarendurskoðun fiskveiði- stjórnarkerfisins þegar ekkert útlit er fyrir að sátt náist við stjórnarand- stöðuna um niðurstöðuna, ekki einu sinni um ákvæði sem séu í takti við það sem fyrri ríkisstjórn lagði til. „Er það þess virði að fara í slagsmál úr af slíku þegar við höfum afla- markskerfi sem almennt er viður- kennt að hefur reynst okkur vel,“ segir Jón. Frumvarp um nýtt fiskveiðistjórn- arkerfi sem lengi hefur verið unnið að hefur ekki verið lagt fram. Það er enn í umræðu á milli forystumanna ríkisstjórnarinn- ar. Fyrirhugað hefur verið að leggja það fram tímanlega svo hægt væri að af- greiða það sem lög frá Alþingi í vor. Jón segir að það megi ekki dragast mikið lengur að leggja málið fram til þess að hægt sé að vinna það vel í þinginu. „Ég hef alltaf talað fyrir því að mikilvægt sé að hafa góðan tíma fyr- ir þinglega meðferð á frumvarpi sem leiðir til mikilla breytinga á fiskveiði- stjórnarkerfinu. Sú afstaða mín hef- ur ekki breyst,“ segir Jón. Ef ekki verði hægt að taka til við þessa vinnu fyrr en síðar telur hann nauðsynlegt að taka til við að ganga frá til framtíðar ákvæðum um inn- heimtu veiðigjalda. Um þau gildir bráðabirgðaákvæði sem sett var á síðasta ári og gildir aðeins fyrir yf- irstandandi fiskveiðiár. „Ég tel að við séum komin með góðan grunn frá veiðigjaldanefnd til að geta gengið frá álagningu veiðigjalda til langs tíma.“ Bitamunur en ekki fjár Jón segir það rangt sem sumir haldi fram að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um félagslega hluta kerfisins. Um það hafi verið sátt á milli stjórnarflokkanna og fleiri aðila að leggja árlega 5,3% afla- heimildanna til þess hluta. Ríkið hafi því meira en 25 þúsund tonn úr að spila til þeirra þátta. Jón furðar sig á gagnrýni stjórn- arandstöðunnar á að verið sé að festa kerfið til langs tíma. Bendir hann á að í stjórnarfrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar á vordögum 2013 hafi verið lagt til að veitt yrðu fiskveiði- leyfi til 20 ára. Í samningaleiðinni sem gengið er út frá í væntanlegu frumvarpi sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir samningum til allt að 23 ára. „Þetta er bitamunur en ekki fjár. Aðalatriðið er að útfæra lang- tímaskilyrði svo útgerðin geti stund- að sinn atvinnurekstur. Það er eins og það sé ásetningur stjórnarand- stöðunnar að halda þessu máli í stöð- ugum ágreiningi,“ segir Jón. Lögðu sjálfir til „Ef ekki næst nein samstaða við stjórnarandstöðuna um aðferða- fræðina og þeir gera ágreining um ákvæði sem þeir sjálfir lögðu til, er erfitt að ná sátt. Hvers vegna er þá lagt upp í þá vegferð að breyta kerfi sem hefur reynst okkur vel og leitt til hagræðingar þannig að íslenskur sjávarútvegur skilar meiri arðsemi en sjávarútvegur í öðrum löndum?“ segir Jón. Er það þess virði að fara í slagsmál?  Formaður atvinnuveganefndar spyr hvort ástæða sé til að ráðast í breytingar á góðu kerfi þegar stjórn- arandstaðan haldi uppi ágreiningi  Rétt geti verið að ganga frá álagningu veiðigjalda til frambúðar Jón Gunnarsson Morgunblaðið/Eggert Afli Frumvarpið ekki komið fram. Þórður Kristinsson, kennslustjóri í Háskóla Íslands, segir að þeim sem sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands sé frjálst að til- kynna það fyrir 9. mars, þegar framboðsfresturinn rennur út. Þau Guðrún Nordal, forstöðu- maður Árnastofnunar, og Jón Atli Benediktsson, prófessor við verk- fræði- og náttúruvísindasvið Há- skóla Íslands, hafa gefið kost á sér fyrir kosninguna um starf rektors við Háskóla Íslands. „Eftir að fresturinn er liðinn og ef fleiri en einn uppfylla skilyrðin þá er skipuð kjörstjórn,“ segir Þórður, spurður um framhaldið. Þegar kjörstjórnin liggur fyrir ákveður hún kjördaginn sem yf- irleitt hefur verið í apríl. Þegar kosið er í embættið þarf frambjóðandi að hljóta yfir helm- ing atkvæða. Ef frambjóðendur eru nokkrir geta atkvæðin því skipst þannig að kjósa þurfi aftur á milli efstu tveggja ef enginn ein- stakur frambjóðandi hlýtur yfir helming atkvæðanna. Atkvæðisbærir eru allir aka- demískir starfsmenn, stúdentar og starfsmenn í stjórnsýslu að sögn Þórðar. Stúdentar með 30% vægi, starfsmenn með háskólapróf með 60% vægi og allir hinir með 10%, sem er nokkurn veginn eftir fjölda starfsmanna að sögn Þórð- ar. Morgunblaðið/Ómar Kosning Kjör rektors HÍ fer vænt- anlega fram í apríl næstkomandi. Tvö hafa gefið kost á sér til rektors HÍ  Umsóknarfrestur til og með 9. mars Guðrún Nordal Jón Atli Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.