Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 17
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Alvarleg slys á Kjalarnessvæðinu frá 2004* 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 8 15 15 9 5 7 7 6 4 3 0 0 *Banaslys eru frátalin. Byggt á tölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Tvær af meginæðum umferðarinnar til og frá höf- uðborgarsvæðinu út á land, það er Suðurlands- vegur upp á Sandskeið og Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ upp að Hvalfjarðargöngum, tilheyra lögreglustöð 4 á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur aðsetur við Vínlandsleið í Grafarholti. Varðsvæðið hennar spannar Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Mos- fellsbæ og Kjalarnesið auk nærliggjandi svæða ut- an þéttbýlisins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns er almennt umferðareftirlit stór póstur í starfi lögreglumanna á stöðinni – svo og umferðardeildarinnar – sem fara minnst daglega í umferðarefirlit til dæmis á Kjalarnesið. Sýnileiki lögreglu þykir gefa góða raun, bæði þarna og annars staðar, og yfir lengra tímabil hefur ökuhraði minnk- að mikið. Áherslupunktar í hverjum mánuði „Á Kjalarnesinu eru hraðamyndavélar og ef of hratt er farið koma til sektir, sem hafa verið stórhækkaðar á síðustu árum. Slíkt bítur,“ seg- ir Árni Þór. Bætir við að í daglegu umferðareftirliti hafi lögreglan ákveðna áherslupunkta sem starfað sé eftir. Einn mánuðinn sé sjón- um til dæmis beint að ljósabúnaði bíla, hraða, hugsanlegum vímu- efnaakstri og svo framvegis. Reynslan af þessum vinnubrögðum sé góð, en mikil fækkun alvarlegri umferðarslysa á síðustu árum sé þó samspil margra ólíkra þátta sem tekið hafi verið á með heildstæðum hætti. Sýnileikinn gefur góða raun SEKTIR OG MYNDAVÉLAEFTIRLIT SKILA ÁRANGRI Árni Þór Sigmundsson 2000 Þrír létust í árekstri rútu og jeppa við Grundarhverfi 25. febr- úar. Ökumenn beggja bílanna létust, svo og farþegi í rútunni. 2001 Tvennt lést, ungur maður og unnusta hans, í Kollafirði 29. október í árekstri fólksbíls þeirra og vöruflutningabíls. 2002 Árekstur fólks- og vöruflutn- ingabíls við Móa, 15. mars. Öku- maður fyrrnefnda bílsins, maður um sjötugt, lést. 2006 Sextán ára stúlka lést 16. ágúst í árekstri við Árvelli á Kjalarnesi. Bílar sem komu úr gagnstæðum áttum lentu þar saman. Maður á fimmtugsaldri lést 20. ágúst. Bíl var ekið á hross, sá skall til og lenti á öðrum bíl úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð við Köldukvísl, ofan Mos- fellsbæjar. Maður á þrítugsaldri lést 10. desember í árekstri tveggja bíla sem lentu saman skammt ofan við Mosfellsbæ. Þrír létust árið 2006 KJALARNESSLYS FRÁ ALDAMÓTUM 2000 Þrír létust í hörðum árekstri jeppa og rútu við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Kjúklinga- og svínakjöt og svo eggin sem eru á borðum höfuðborgarbúa koma að talsverðum hluta frá Kjal- arnesbændum. Þar eru mörg stórbú og í áratugi hefur þetta svæði verið einskonar matarkista borgarinnar. Vallárbændur eru umsvifamiklir. Þeit reka Stjörnuegg og Stjörnu- grís, svo og svínasláturhús í Saltvík. Matfugl er með kjúklingaeldi í Móum, Melagerði og Melavöllum. Höndlun ehf. rekur svínabú að Brautarholti á Kjalarnesi, enda þótt meginstarfsemi þess fyrirtækis sé á Hýrumel í Hálasveit í Borgarfirði. Í Brautarholti er einnig pökk- unarstöð Brúneggs, fyrirtækis Kristins Gylfa Jónssonar, en eldi og framleiðsla hans á brúneggjum og hænum er í Mosfellsbæ og Kjós. Þá eru Reykjabændur, sem eru með umfangsmikinn rekstur í Mos- fellsbæ, með uppeldi kalkúna og kjúklinga í Sætúni. Þá má nefna Bakka, sem er upp við mynni Hvalfjarðar, þar sem hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson eru með mjólk- urframleiðslu á eina kúabúinu sem er innan marka Reykjavíkurborgar. sbs@mbl.is Matarkistan mikla Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Brúnegg Kristinn Gylfi Jónsson í pökkunarstöðinni í Brautarholti. Hvítt kjöt, egg og mjólk Ágæt og vaxandi aðsókn er á golf- völlinn í Brautarholti á Kjalarnesi sem opnaður var fyrir um þremur árum. Níu holur eru á vellinum, en ráðgert er að þrjár bætist við á næstu árum. „Með fleiri holum verðum við betur samkeppnisfær við aðra velli,“ segir Gunnar Páll Pálsson framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Brautarholts. Og hann held- ur áfram: „Í fyrstu kynntum við völlinn sérstaklega fyrir fólki sem vildi spila golf í einstaklega fallegri náttúru hér við sjóinn. Nú höfum við víkkað þetta út. Stílum inn á fleiri en klúbbfélaga, svo sem út- lendinga og íbúa hér á höfuðborg- arsvæðinu. Vellirnir eru þétt setn- ir, til dæmis yfir sumarið og þá getur Brautarholt verið 2. val- kostur fólks.“ Áætlanir gera ráð fyrir því að Brautarholtsvöllur verði átján hol- ur alls í fyllingu tímans. Það mark- mið mun þó ekki nást fyrr en eftir nokkur ár. Par vallarins er 70 högg og brautirnar frekar stuttar. Á mælikvarða golfspilara telst þessi völlur frekar erfiður þó stuttur sé. Fyrsta holan hefur verið talin sú erfiðasta á landinu, en sú braut er 408 m. á þröngri klettasyllu. „Þegar erlendir ferðamenn sem koma til landsins á ári nálgast eina milljón skapar slíkt marga mögu- leika, svo sem fyrir ferðaþjónustu tengda golfi. Völlurinn spyrst vel út meðal þeirra og hefur einnig fengið umfjöllun í erlendum blöð- um. Þetta lofar góðu,“ segir Gunn- ar Páll um golfvöllinn sem gjarnan er opinn frá í maíbyrjun og út októ- ber. sbs@mbl.is Fleiri á golfvöllinn og holum fjölgað Brautarholt Golfvöllurinn góði er úti við sjóinn. Náttúra á þessum slóðum er falleg og aðstæður til golfleiks þar þykja bæði ákjósanlegar og ögrandi. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.