Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Tvíburarnir Birgir og Þór Sigurþórssynir eru fimmtugir í dag.Birgir er rafmagnstæknifræðingur hjá verkfræðistofunniEFLU og Þór er byggingatæknifræðingur og aðstoðarmaður byggingarfulltrúa í Mosfellsbæ. Þeir eru einir af fyrstu íbúum Breiðholts, en þeir fluttu þangað 1968 og eru yngstir sex systkina. „Við fengum frjálst uppeldi í Breiðholtinu, og bjuggum við barn- marga götu og gerðum ýmislegt af okkur sem er saga í bók út af fyrir sig,“ segir Þór. Birgir hefur starfað mikið erlendis, m.a. í Suð- ur-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Kína. „Það eru til góðir staðir og slæmir og að komast lifandi úr umferðinni var aðalmálið í Sádi- Arabíu.“ Þór hefur verið í félagsstörfum bæði fyrir JCI-hreyfinguna þar sem hann er „senator“ og Tæknifræðingafélag Íslands þar sem hann er formaður KTFÍ. Fjölskyldan og útivist eru áhugamál Þórs. Birgir segist stunda stangveiði þegar tími gefst til og hefur gaman af ferðalögum og að njóta stunda með fjölskyldunni. Þeir eru af mikilli Moggafjölskyldu, foreldrar þeirra unnu þar í tugi ára og einn sonur Birgis vinnur einnig þar. Kona Birgis er Elva Björk Garðarsdóttir, hún vinnur hjá Reykja- víkurborg og kona Þórs er Berglind Stefanía Jónasdóttir, en hún vinnur hjá Innnes. Þeir ætla að halda sameiginlega fjölmenna veislu um næstu helgi í tilefni afmælisins. Birgir og Þór Sigurþórssynir eru 50 ára Bræðurnir Birgir (til vinstri) og Þór á góðri stundu í Danmörku. Breiðhyltingar úr Moggafjölskyldu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Garðabæ Halldór Bragi Halldórsson fæddist 18. októ- ber 2014 kl. 17.53. Hann vó 3.870 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Sigríður Pálsdóttir og Hall- dór Ingi Kárason. Nýr borgari G uðrún fæddist á Land- spítalanum þann 9.2. 1975, var fyrsta árið, ásamt foreldrum og uppeldissystur, í húsi Guðnýjar, langömmu sinnar, í Víði- hvammi í Kópavogi, en ári síðar fluttu þau í Hamraborg í Kópavogi. Þar var hún til fimm ára aldurs og myndaði þá vináttutengsl við leik- félaga sem enn halda. Fjölskyldan flutti síðan í nýja íbúð við Engihjalla sem er einnig í Kópavogi. „Ég var í Digranesskóla og Hjalla- skóla sem þá var svo nýr af nálinni að kennslustofurnar voru í bráðabirgða- húsnæði. En skólagangan gekk vel og skilaði mér skemmtilegum minn- ingum og sterkum vináttuböndum. Svo verð ég að geta þess að ég var tvö sumur á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði hjá miklu sómafólki, afa- bróður mínum, séra Þorleifi Krist- mundssyni prófasti, og konu hans, Þórhildi Gísladóttur, sem eignuðust fjölda barna. Þar var gaman og lærdómsríkt að vera og þar fékk maður að kynnast æðardúnstekju í Skrúði og Andey í Fáskrúðsfirði. Mér fannst það að vísu svolítið skrýtin búgrein og vor- kenndi kollunum sem mér fannst við vera að ræna dúninum frá.“ Guðrún stundaði síðan nám við Guðrún Antonsdóttir fasteignasali – 40 ára Blöðrum skrýddir Guðrún og synirnir tveir, Alex Grettir og Kristinn Karl á skemmtun í Húsdýragarðinum 2013. Vel liðinn vinnuþjark- ur í fasteignabransa Setið að snæðingi Guðrún og eiginmaður hennar, Hlynur Páll Sigtryggsson. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isLAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.