Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er affarasælast að vita gjörla með hverjum maður deilir sínum innstu skoðunum. Að öðrum kosti getur allt farið í loft upp og árangurinn orðið enginn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gerir það sem til þarf til að vera tilbúinn þegar stóra stundin rennur upp. Drífðu hugmyndir í framkvæmd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Listræn sköpun getur veitt þér ánægju í dag. Mundu bara að það er vandaverk að velja sér vini og þeim þarf svo að sinna, ef vináttan á að haldast eitt- hvað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sambönd þín við mikilvægt fólk fara batnandi í dag. Brettu upp ermarnar og gakktu rösklega til verks. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Júpíter elskar að freista manns og stríða. Til þess að selja þarf maður að svara þörfum viðskiptavinarins. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að gera eitthvað til þess að auka orku þína. Forðastu umfram allt ann- að að lenda í árekstrum við samstarfs- menn þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þig langi til þess að breyta ein- hverju er ekki rétti tíminn til þess núna. Tengingin milli líkama og hugar er dul- arfull, en þú þarft ekkert að vita um það til að láta það virka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Hikaðu ekki andartak við að gera það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hjá þér er það að halda andlit- inu ekki líkamlegt. Hlustaðu á vandamál vinar og gefðu honum tíma og þá mun þér líða betur á eftir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þið fáið hverja hugmyndina ann- arri betri en getið ekki gert upp á milli þeirra. Leitaðu hjálpar tafarlaust ef þú tel- ur það nauðsynlegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki sögusagnir ná þeim tökum á þér að þú hlaupir upp til handa og fóta áður en þú kannar hvað í þeim felst. Þig er farið að þyrsta í ferðalög. 19. feb. - 20. mars Fiskar Oft er það svo að þér finnst þú vera eina manneskjan sem getur gert hlutina rétt. Fólk í kringum þig er líklega áhyggju- fullt, jafnvel gagnrýnið. Örnólfur Thorlacius hringdi ímig og sönglaði afbrigði við vísu, sem þá birtist í Vísnahorni og varð þannig undir hans lagi: Nú er úti veður vott verður allt að klessu ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu – líka voða veðri honum var það líka nær honum var það líka nær að gifta sig í gær. Þá kenndi hann mér þessa vísu – sem hann fór með undir sínu lagi: Mikið er um þá maðurinn býr margt hefur hann að hugsa – þarf hann að hugsa um 13 kýr 30 lömb og uxa, 30 lömb og þennan líka uxa. Hallmundur Kristinsson yrkir á Boðnarmiði: Séra Sigríður Jóna sagðist vera að bóna. Að tilbiðja guð er töluvert puð. Takið af yður skóna. Og nú hefur Hallmundur fyrsti orðið á Leirnum: Aukast þarf verslunarvelta. Varðhundar kerfisins gelta. Feitlagnir menn fitna víst enn. Fátæklingarnir svelta. Ólafur Stefánsson hefur orð á því að samheldnin í stjórnarliðinu sé ekki meiri en Guð gaf, en skamma stund verður hönd höggi fegin. Kannski vakna þeir upp einhvern daginn, áð- ur en haninn galar tvisvar, og standa frammi fyrir kosningum og nýjum meirihluta: Sagt er á þessu þingi, sé þjarkað svo skjálfi jörð, og illa saman syngi Sigmundar stóra hjörð. Ármann Þorgrímsson yrkir um „stríð“: Eru hetjur engar þar aðeins hræddir tindátar út í stríð þeim alltaf var ýtt með rökum heimskunnar Valdimar Gunnarsson skrifaði á Leirinn að þessi vísa Ármanns kall- aðist skemmtilega á við vísu Stefáns G. (þegar hann var spurður hvort hann fýsti ekki að koma til Evrópu og sjá ummerki heimsstyrjaldarinnar): Þó mér bjóðist braut og far býður mér við að koma þar sem heimsins stærsta heimska var háð, til mestrar bölvunar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um Grím, graut og kaffibrúsa Í klípu MEIRA AÐ SEGJA RUÐNINGSBOLTINN VAR MEÐ SORGARSÖGU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FÆRÐU ÞAÐ Á TILFINNINGU AÐ VERIÐ SÉ AÐ SVINDLA Á ÖÐRUM OKKAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann spyr hvort sætið við hliðina á þér sé laust. SLEEEF! AF HVERJU ÞARFTU AÐ FÁ ÞÉR DRYKK FYRIR KVÖLDMAT Á HVERJU EINASTA KVÖLDI?!! ÞÚ BÝST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÉG BORÐI ÞETTA SULL EDRÚ, ER ÞAÐ?! EKKI SVARA SPURNINGU... ...MEÐ ANNARRI SPURNINGU! ÉG HELD AÐ ÉG HAFI VILJAÐ VERA GRIPINN. Eurovision-lögin sem flutt voru íRÚV á laugardagskvöldið voru ljómandi góð, en hvert öðru lík. Dill- andi diskósmellir ómuðu og dans- andi dömur snérust á sviðinu en ekkert lagið öðru fremur fangaði at- hygli Víkverja. Þetta var saklaust sjónvarpsfóður, sem skildi ekkert eftir sig. Eitthvað af laugardags- lögum þessum verður þó framlag Ís- lands í aðalkeppninni í Austurríki á vormánuðum. Vera kann að þar muni íslenska lagið slá í gegn; það er falla inn í stemningu staðar og stundar í keppni sem í seinni tíð er öðru fremur orðin tískusýning og baráttufundur gegn fordómum. x x x Ímyndum okkur að við, landar góð-ir, séum stödd á þorrablóti úti á landi eða í skemmtilegu heimboði með vinum, þar sem fólkið – kátt og glatt – syngur hástöfum enda kann það bæði lög og texta sem það bók- staflega drakk í sig með móður- mjólkinni. Stemningin er alveg ríf- andi góð og gleðin smitandi. Við þekkjum þessi lög; Undir bláhimni, Þórsmerkurljóð, Bjarnastaðabelj- urnar, Draumur um Nínu, Einu sinni á ágústkvöldi, Ertu þá farinn? Svona mætti lengi áfram telja. Auð- vitað eru þessir slagarar frekar létt- meltir en til þess er leikurinn líka gerður. Þetta eru óskalög þjóð- arinnar – menning okkar og skemmtun við skap fjöldans. x x x Sé í snöggheitum farið yfir listavinsælla íslenskra tónlistar- manna koma við leit á netinu upp nöfn eins og Björk, Sigur Rós, Jónsi, Múm, Dikta, og Of Monsters and Men. Listinn gæti verið lengri og þarna fara alveg fantafínir tónlist- armenn. Stíll sumra þeirra hæfir auðvitað ekki Eurovision, sem ekki þarf að koma að sök, en hefur ein- hver þessara tónlistarmanna komið með lög sem hvert einasta manns- barn lærir á svipstundu? Getur raul- að við matseldina, í bílnum, sturtu eða á góðra vina fundi. Víkverja rek- ur ekki minni til þess. Þrá eftir heimsfrægð ætlar suma listamenn lifandi að drepa, sem gleyma að það er göfugt að gleðja landann og syngja lög sem ná hjarta fólksins. víkverji@mbl.is Víkverji Verið með sama hugarfari sem Krist- ur Jesús var. (Filippíbréfið 2:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.