Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 11
Dæturnar Kristbjörg, Ragnheiður og Eygló í mat heima hjá pabba, en þær kunna vel að meta matinn hans. Þurfti að elda allt upp á nýtt Smári segir að ekki hafi verið hlaupið að því fyrir hann að skrifa niður uppskriftir að venjulega matnum. „Ég þurfti að elda þetta allt upp á nýtt og finna út hlutföllin. Allt sem er í bókinni þurfti ég að elda og mæla samviskusamlega, því ég hafði í gegnum tíðina gert þetta eftir til- finningu en ekki mælieiningum. Ég er löngu hættur að vinna eftir upp- skriftum, ég kíki stundum á upp- skriftir og styðst kannski við þær, en útfæri það svo eftir eigin höfði. Ég hafði ekki þurft að mæla eitt eða neitt í mörg ár,“ segir Smári, sem er lærður matreiðslumaður en starfar ekki við það lengur. „Lengst af vann ég sem mat- reiðslumaður á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og í Reykjavík var ég að kokka á Pottinum og pönnunni og líka á Hótel Borg.“ Langaði til að hjálpa fólki Smári starfar ekki lengur sem matreiðslumaður en hann segir að það hafi verið gaman að takast á við það að gefa út bókina. „Mér fannst frábært að finna út hvernig ég gæti hjálpað fólki, það skiptir mig máli. Þessi bók er mest hugsuð til að hjálpa fólki af stað í matseld sem hefur litla sem enga reynslu á því sviði. Vissulega eru til bækur á svipuðum nótum, en þær eru margar hverjar stórar og þung- ar, svo ég lagði upp úr því að hafa mína bók létta og meðfærilega, þetta er gormabók sem fer vel með eldamennskunni. Ég vildi líka hafa bókina ódýra svo unga fólkið hefði tök á að kaupa hana og því sleppti ég alveg að hafa myndir í henni, en margir hafa lýst yfir ánægju með myndleysið, því þá þarf ekki að keppa við útlitið á matnum sem kokkurinn reiddi fram,“ segir Smári. Ekki til að sýna flinkheit Á fésbókarsíðu Smára, sem heitir Smári kokkur-Pabbi átt þú uppskrift?, setur hann myndir inn af þeim mat sem hann eldar. „Ég hef verið að setja eftirrétti inn á síðuna af því það eru engir slíkir í bókinni. Kollegar mínir hafa verið að tjá sig á síðunni og þeim finnst gaman að því að mat- reiðslumaður sé að gera eitthvað sem er ekki til að sýna hvað hann sé flinkur. Ég reyni að setja nýjar upp- skriftir inn á síðuna, en ég stofnaði hana til að hafa vettvang til að selja bókina. Fyrir jólin seldi ég bókina sjálfur á mörkuðum en eftir áramót samdi ég við Eymundsson og þar er hún núna til sölu og líka á síðunni minni.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Frómas 2½ dl rjómi 2 eggjarauður og 1 heilt egg 3 msk sykur 2 msk súkkulaðispænir 4 matarlímsblöð ½ dl sérrí Botn makkarónukökur, 5-6 í hvert glas 6 msk kirsuberjasósa (Gammel dansk) 2 msk sérrí Aðferð Myljið makkarónukökurnar frekar gróft í glasið/skálina, blandið saman sérríi og kirsuberjasósu og setjið yfir kökurnar. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Þegar límið er orðið mjúkt takið það þá úr vatninu og kreistið umframvatn úr. Setjið í skál ásamt ½ dl sérrí og bræðið yfir vatnsbaði. Hálfþeytið rjómann og færið í aðra skál. Skolið hrærivélarskálina og setjið egg og sykur í og þeytið þar til létt og ljóst. Blandið þá saman með sleif rjóma, eggjum og spæni. Hellið matarlími og sérríi rólega út í og hrærið stöðugt í með sleif- inni á meðan. Athugið að matarlímið á ekki að vera heitt, bara rétt ylvolgt. Setjið í skálarnar með ausu og kælið í minnst 4 klst. Passar fyrir fjóra til sex (eftir stærð á skál/glasi). Skreytið að vild. Sérrítriffli Ég vildi líka hafa bókina ódýra svo unga fólkið hefði tök á að kaupa hana. www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur STAHL kranar og talíur frá Þýskalandi eru áreiðanlegir vinnuþjarkar sem auðvelda alla vinnu. Kranarnir og talíurnar eru í hæsta gæðaflokki þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Þessi nýfædda órangúta var kynnt fyrir veröldinni síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi í dýragarðinum Berlin Zoo í Berlín. Blessað apaskinnið hefur fengið nafnið Rieke og þarf að fá mjólkina sína í pela, en unginn litli fæddist hinn 12. janúar og vó ekki nema 2.290 grömm við fæðingu. En hann braggast vel eins og sjá má og er óskaplega mikið ofurkrútt. EPA Litla apaskinnið þarf pelann sinn fyrst um sinn Órangútanapi kynntur fyrir veröldinni Bókin er 60 síður, gormabók í A5-stærð og í henni eru yfir 40 uppskriftir, súpur, sósur, brauð, fiskréttir og kjötréttir, ásamt ýmsum heilræðum og sparnaðarráðum, að ógleymdum leiðbeiningum um hvernig gott er að nýta afganga af mat. Hægt er að panta bókina á Facebook-síðu Smára: Pabbi, átt þú uppskrift? En einnig fæst bókin í nokkrum verslunum Ey- mundsson. Pabbi, áttu uppskrift? BÓKIN HANS SMÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.