Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Úkraínu stefna á að hitta Vladim- ír Pútín, forseta Rússlands, á mið- vikudag í borginni Minsk og freista þess að stöðva blóðbaðið í Austur- Úkraínu sem stigmagnast með hverjum deginum. Um 5.400 manns hafa látið lífið í átökunum sem hafa staðið yfir síðan í apríl 2014. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að leiðtogarnir fjórir áttu síma- fund í gær þar sem leiðir til að ná víð- tækri sátt í deilunni milli Úkraínu og Rússlands voru ræddar. Pútín segir að áætlaður fundur á miðvikudaginn fari eingöngu fram ef leiðtogarnir samþykki áður nokkur atriði. „Við stefnum á að hittast á miðvikudaginn ef búið verður að ná sáttum um ákveðin atriði sem við höfum rætt ítarlega undanfarna daga,“ lét Pútín hafa eftir sér við for- seta Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko. „Friður á borði en ekki í orði“ Samkvæmt forsætisráðuneyti Úkraínu ætlast leiðtogarnir til þess að fundurinn í Minsk á miðvikudag leiði til þess að gagnkvæmt og skil- yrðislaust vopnahlé taki gildi tafar- laust. Vopnahléið sem samið var um í Minsk síðastliðinn september hefur verið virt að vettugi hingað til og átökin magnast síðastliðnar vikur. Í átökum í gær létu átta almennir borgarar lífið, en stjórnvöld í Kænu- garði hafa sakað aðskilnaðarsinna um að sanka að sér þungavopnum í undirbúningi fyrir nýja sókn. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði á leiðtoga- fundi um öryggismál í München að Þýskaland og Frakkland væru ekki að leitast eftir friði í orði heldur á borði. Talið er að ástæða þess að leið- togarnir fjórir eigi í friðarviðræðum sé að Bandaríkin muni að öllum lík- indum veita úkraínska hernum vopn og styrki þá þannig í átökunum gegn Rússum. Margir leiðtogar innan Evrópu eru þessu mótfallnir. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hélt því þó fram í München um helgina að Bandaríkin og Evrópa væru enn samtaka í aðgerðum sínum á svæðinu. „Ég get fullvissað ykkur um að það eru engin skil okkar á milli. Við erum sammála um að átök- in muni ekki taka enda með hern- aðaríhlutun. En eftir því sem tíminn líður þá neyðumst við frekar til að auka þrýstinginn á Rússa og þeirra málsvara,“ sagði Kerry og bætti við að landamærum yrði ekki breytt með valdi, hvorki í Evrópu né annars staðar. Á sama tíma hélt Pútín því fram að Rússland væri ekki í stríði og hefði engan áhuga á að vera í stríði. Þá gagnrýndi hann harkalega refsiaðgerðir sem Vesturlönd hefðu gripið til gegn Rússum. „Það er ekk- ert stríð, þökkum guði fyrir það. En það er sannarlega tilraun til að hamla framþróun okkar,“ sagði hann við TASS-fréttastofuna. laufey@mbl.is Ætlast til tafarlauss vopnahlés  Leiðtogarnir vilja hitta Pútín í Minsk  Freista þess að stöðva blóðbaðið  „Landamærum verður ekki breytt með valdi“  „Rússland er ekki í stríði“ AFP Átök Rússneskur uppreisnarmaður í Úkraínu tekur upp úkraínska fánann, sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Æðsti leiðtogi Ír- ans, Ayatollah Ali Khamenei, sagðist ekki mundu ganga að slæmum samn- ingi um kjarn- orkuáætlun Ír- ana. „Það er betra að sleppa því en að gera samkomulag sem er slæmt fyrir hag írönsku þjóð- arinnar.“ Ummæli hans komu í kjölfar þess að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hitti utanríkisherra Írana, Mohammad Javad Zarif, um helgina til að þoka áfram samningaviðræðum varð- andi kjarnorkuáætlunina. ÍRAN Ganga frekar frá samningaborðinu Ayatollah Ali Khamenei Norður- Kóreumenn framkvæmdu fimm tilrauna- skot í gær með skammdrægum stýriflaugum sem öllum var beint í Japanshaf rétt utan við austurströnd landsins. Vakti þetta athygli þar sem ein- ungis nokkrir dagar eru síðan mikil togstreita myndaðist þegar Norð- ur-Kóreumenn kynntu til leiks nýja háþróaða eldflaug sem leiðtoginn Kim Jong-Un hyggst dreifa til norðurkóreska sjóhersins. Alþjóð- legar refsiaðgerðir hafa ekki enn komið í veg fyrir þessa þróun. NORÐUR-KÓREA Fimm stýriflaugar enduðu í Japanshafi Kim Jong-Un Fimm létu lífið og sex særðust í skotárás í gær- morgun þegar árásarmenn réð- ust inn í gleð- skap á heimili í borginni Ciudad Juarez í Mexíkó. Lögreglustjórinn á svæðinu sagði fjóra menn hafa komið á heimilið og skotið fjóra fyrir utan húsið og að lokum hús- ráðanda inn á heimilinu. Rúmlega þrjátíu manns voru í húsinu, þar á meðal konur og börn. Kveiktu þeir einnig í fjórum bílum utan við heimilið. Á árunum 2008-2012 var mikið um hatrammleg átök í borg- inni á milli eiturlyfjasamtakanna Sinaloa og Juarez. Ofbeldistíðnin er enn há en hefur þó dregist töluvert saman. MEXÍKÓ Fimm myrtir og sex særðir í gleðskap Fréttaþulur bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC, Brian Williams, mun víkja tímabundið úr starfi sínu eftir að upp komst að hann laug um veru sína í loftfari sem skotið var niður í Írak árið 2003. Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í fyrrakvöld.Williams hafði áður beðist afsökunar í beinni útsendingu síðastliðinn mið- vikudag. „Ég gerði mistök þegar ég rifjaði upp þessa atburði sem gerðust fyrir tólf árum. Ég sagðist hafa verið í loftfarinu sem varð fyrir skotum en hið rétta er að ég var í loftfarinu sem fylgdi á eftir,“ sagði Williams sem heldur því stað- fastlega fram að minnið hafi ein- faldlega brugðist honum. Afsök- unarbeiðnin kom í kjölfar þess að hermennirnir sem voru í þyrlunni sem varð fyrir árásinni bentu á að hann hefði ekki verið um borð þeg- ar atburðurinn átti sér stað heldur verið í þyrlu sem kom síðar og lenti vegna yfirvofandi sandstorms. Í kjölfar málsins hafa spurningar vaknað varðandi umfjöllun hans um fellibylinn Katrínu árið 2005 þar sem hann sagðist hafa fengið blóðkreppusótt eftir fréttaflutning sinn á staðnum. Fréttaþulur NBC sagði af sér vegna lygi EPA Lygi Williams laug og sagði sig svo tímabundið frá starfi sínu hjá NBC. Frambjóðandi flokks sósíalista í Frakklandi, Frederic Barbier, bar sigur úr býtum í fyrstu kosning- unum í Frakklandi eftir voðaverkin í París síðastliðinn janúar. Kosið var um þingsæti sem losnaði í neðri deild franska þingsins þegar þing- maður sósíalista tók sæti í efnahags- og fjármálaráði Evrópusambands- ins. Þeir frambjóðendur sem stóðu uppi með mest fylgi í fyrstu atrennu kosninganna í Doubs héraði í Aust- ur-Frakklandi voru úr Front Nat- ional flokknum (FN) og sósíal- istaflokknum. Frambjóðandi UMP flokksins sem fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy fer fyrir, hafnaði í þriðja sæti og var því ekki með í gær. Barbier, frambjóð- andi sósíalista hafnaði svo í fyrsta sæti eftir kosningar gærdagsins með 51-52% atkvæðanna. Leiðtogi FN, Marine Le Pen, hrósaði þó sigri fyr- ir flokk sinn sem hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Síðan Hollande tók við árið 2012 hafa verið haldnar þrettán kosn- ingar um laus þingsæti án þess að sósíalistaflokkur hans hafi unnið eitt þeirra. Ástæða þess er talin vera að frakkar séu langþreyttir á háu at- vinnuleysi og skorti á hagvexti. Unnu fyrstu kosning- arnar eftir voðaverkin AFP Sigur Frederic Barbier, frambjóð- andi sósíalistaflokksins í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.