Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Grafa á upp og skrásetja fornminjar á hafnarsvæðinu við Austurbakka áður en ráðist verður í byggingu fjölbýlis- og verslunarhúsa á Hörpureitum 1 og 2, sem afmarkast af Geirsgötu, Tryggvagötu, Lækjargötu og aust- urhlið Tollhússins. Þó að engin mann- virki á þessu framkvæmdasvæði falli undir friðunarákvæði er þar þó ýms- ar minjar að finna undir uppfyllingu í gömlu fjörunni, þar sem voru bryggj- ur og pakkhús og sjóvarnargarður. Fram kemur á yfirliti Borg- arsögusafns að á framkvæmdasvæð- inu er að finna fornleifar frá um 150 ára tímabili, frá síðari hluta 18. aldar til fyrri hluta 20. aldar. Elstu minj- arnar eru sjóvarnargarður, slóði sem var forveri Hafn- arstrætis og versl- unarhús Daníels Is- achsens frá 1792 eða grunnur þess. „Vestast á framkvæmdarsvæð- inu er að finna stein- bryggjuna sem var byggð 1884 úr til- höggnum steini. Hún hvarf undir uppfyll- ingu um 1940. Við framkvæmdir í Pósthússtræti árið 2014 var komið niður á hana og trúlega er bryggjan nokkuð heil undir uppfyllingunni […] segir í greinargerð Borgarsögusafnsins. Steinbryggjan er fyrir utan eiginlegt framkvæmdasvæði en er líkast til í jaðri þess. Anna Lísa Guðmundsdóttir, verk- efnastjóri fornleifa á Borgarsögu- safni Reykjavíkur, segir reynsluna oft sýna að rask vegna framkvæmda geti teygst út fyrir afmarkað bygg- ingarsvæði, t.d. vegna lagna til og frá byggingunum. Því sé ástæða til að beina sjónum að henni. „Lang- skemmtilegast væri ef hægt væri að koma því þannig fyrir að hún væri sýnileg í einhverri hönnun,“ segir hún. „Talið er að elstu minjarnar syðst á svæðinu séu mikið raskaðar en aðeins lítill hluti fornleifanna hefur verið rannsakaður. Lagt er til að stein- bryggjan verði vernduð ásamt hluta af þeim hafnarköntum sem eru heilir og fallega hlaðnir og þessar minjar verði felldar inn í kjallara vænt- anlegra bygginga, sem minni um horfna tíma,“ segir í umsögn Borg- arsögusafnsins. Minjastofnun tekur í sama streng. Taka beri tillit til henn- ar við endanlega hönnun mannvirkja og hið sama gildi um heillega og fal- lega hlaðna hafnarkanta sem kunna að koma í ljós. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Ljósmynd/ Magnús Ólafsson Gamla steinbryggjan Miðbær Reykjavíkur um 1927-1928. Til hægri er flutningaskipið Botnía við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn, athafnasvæði Eimskipafélags Íslands. Ofan við steinbryggjuna er Eimskipafélagshúsið. Trébryggjan til vinstri er Zimsenbryggja (áður Siemsenbryggja). Sérkennilega lagaða húsið til vinstri er Nordalsíshús, fyrir framan það er Verkamannaskýlið. Vilja vernda steinbryggjuna  Á byggingarsvæðinu við Austurhöfn er að finna fornleifar undir uppfyllingu frá 150 ára tímabili  Gamla steinbryggjan kom í ljós við framkvæmdir í Pósthússtræti í fyrra og virðist lítt röskuð Nokkrar skráðar fornminjar á lóð Austurhafnar Framkvæmdasvæði 2015 Heimild: Borgarsögusafn Reykjavíkur 1. 2. 3. 4. 5. Læ kja rto rg 1. Steinbryggjan 1884 2. Bólverk, sjóvarnargarður 1876 4. Siemsenhúsið, Hafnarstræti 23 1874-1973 5. Pakkhús Siemsens 1859-1990 3. Verslun Daníels Isaachsens. Timburhús, verslunarhús 1792-1810 Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Ljósmynd/ Magnús Ólafsson Bátur sjósettur 26. maí 1929 Vígsla og nafngift fyrsta björgunarbáts Íslendinga við steinbryggjuna í Reykjavíkurhöfn 26. maí 1929. Fjöldi manns fylgist með. Báturinn fékk nafnið Þorsteinn. Ljósmynd/Anna Lísa Guðmundsd. Uppgröftur Steinbryggjan kom í ljós við framkvæmdir í Póst- hússtræti í fyrra. Steinbryggjan hvarf undir uppfyll- ingu árið 1940. 20. október sama ár birtist ljóð í lesbók Morgunblaðsins, einskonar kveðjuljóð, eftir Kjartan Ólafsson, sem ber heitið Gamla steinbryggjan. Fyrstu erindi ljóðs- ins eru svohljóðandi: Nú legst þú undir „grús“ og grjót hið gamla dýra land, og með þjer hverfa hetjuspor í hrjúfan fjörusand. Þar týnist dáð og minning mörg, sem merkti liðin tíð. í gamlar slóðir fennir fljótt við feigð, og happ, og stríð. Þig hlóðu djarfir drengir vel og dýra bygðu höfn. Þig hlóðu djarfir drengir vel og dýra bygðu höfn. Þeir lögðu höndum stein við stein, hjer stóðu þeirra nöfn. Og með þjer bygðin breytti svip við bjarma af rýmri hag, og fólksins vegur iðju og arðs var um þig nótt og dag. Undir ,,grús“ og grjót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.