Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Á STIGUM, TRÖPPUM, ÁSTÖNDUM OG BÚKKUM Í YFIR 30 ÁR Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Mikið þótti mér dapurlegt þegar ég las í Morgunblaðinu 3. febrúar sl. skrif frænda míns Árna Páls Árnasonar, for- mannns Samfylking- arinnar, þar sem hann skrökvaði gróflega. Afi Árna Páls, sá landsþekkti klerkur séra Árni Þórarinsson, klerkurinn sem meistari Þórbergur gerði hvað þekktastan af landsins klerkum, var sem sé bróðir hennar ömmu minnar blessaðrar. Aldrei hefði þeim systkinum til hugar kom- ið að skrökva! En drengurinn Árni Páll ætlar að komast upp með m.a. á Facebook sinni, samanber Mbl., eftirfarandi: „Þetta hafa verið við- burðaríkir tímar – og því getum við glaðst yf- ir því að árangurinn fer batnandi dag frá degi.“ Ja hérna, nú hefðu þau líklega bæði, hún amma mín blessunin og bróðir hennar, séra Árni, beðið Guð að hjálpa aumingja drengnum og spurt hvort annað: „Hvaða áfangar hafa farið batn- andi hjá honum Árna okkar og Samfylkingunni?“ Skoðanakannanir, ein á eftir ann- arri, sýna nefnilega minnkandi fylgi Samfylkingarinnar. Fékk dóttur- sonur séra Árna aldrei lært, að ljótt væri að skrökva? Hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir minnkandi fylgi Sam- fylkingarinnar, sem er ofur eðlilegt samanber ástand mála í ESB- löndum, t.d. Grikklandi, Spáni, Ítalíu og jafnvel nágrannaríki okkar Ír- landi. Frændi minn Árni er sem ég – reyndar hygg ég flestir af okkar ætt – framagjarn og vill landi okkar sem flest til velsældar og framfara. En að árangurinn fari batnandi dag frá degi er hreinn spuni, höfundi til lítils sóma, nema hann eigi þar við störf ráðandi stjórnvalda! Eftir Magnús Erlendsson Magnús Erlendsson »… og því getum við glaðst yfir því að árangurinn fer batnandi dag frá degi.“ Höfundur er fyrrv. forseti bæjar- stjórnar Seltjarnarneskaupstaðar. „Árni frændi – það er ljótt að skrökva“ Jón Rúnar Hall- dórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, skrifaði pistil á vef stuðningsmanna félagsins þann 12. jan- úar sl. (sjá www.FHingar.net). Skrifin eru honum til vansæmdar og ég vil á þessum vettvangi svara þeim til- hæfulausu ásökunum sem hann ber á dómarateymi leiksins og aðra starfsmenn KSÍ. Að bíta höfuðið af skömminni Pistill Jóns Rúnars fjallar um ým- is atvik sem áttu sér stað laugardag- inn 4. október sl. þegar FH og Stjarnan áttust við í hreinum úr- slitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla. Ég var eftirlits- maður leiksins og er sem slíkur bor- inn ýmsum sökum í téðri grein, án nafngreiningar þó. Þær sakir eru léttvægar miðað við þær sem dóm- arateymið og KSÍ í heild sinni mega sitja undir. Það er að einhverju leyti afsökunarvert þegar menn fara fram úr sér í hita leiksins og haga sér ósæmilega. Það að ætla að verja háttalagið og tína til meinta söku- dólga mörgum mánuðum síðar er öllu verra og viðkomandi til minnk- unar. Ófullnægjandi Jón Rúnar gerir í pistli sínum ýmsar athugasemdir við skýrslu eft- irlitsmanns. Í stuttu máli er því til að svara að framkoma beggja liða og stuðningsmanna þeirra var ófull- nægjandi, sem og öryggisgæslan á svæðinu: Dósum rigndi úr stúkunni inn á vallarsvæðið, boltastrákur fékk dós í höfuðið, annar hráka í andlitið, leikmaður veittist að dómara í leiks- lok og áhorfandi hljóp inn á völlinn, sló aðstoðardómara í bakið, reif af honum flaggið og braut það. Fyrir allar þessar brotalamir fékk FH, sem framkvæmdaraðili leiksins, ein- ungis 100 þúsund króna sekt af hálfu KSÍ. Yfir sektinni vælir Jón Rúnar og vill breyta meðferð slíkra mála hjá KSÍ! Ég er honum sammála – en vil þó fara í þveröfuga átt. Allt of væg refsing Það er gamall brandari og nýr í dómarahópnum að það að svívirða dómara með ósæmilegri hegðun kalli á sektargreiðslu sem er lítið hærri en þú færð fyrir að leggja bílnum þínum ólöglega! Fyrir mjög alvarleg brot fær viðkomandi lið sekt sem samsvarar þokkalegri hraðasekt, eins og í dæmi FH sem rakið er hér að framan. Það er alls ekki nógu gott og gagnrýna má KSÍ fyrir að taka of vægt á slíkum brotum. Ef umræddur leikur hefði verið á vegum Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hefði sektin fyrir tilgreind brot eflaust numið tug- um milljóna króna, auk þess sem FH hefði hugsanlega verið dæmt til að leika næsta leik fyrir luktum dyrum, án áhorfenda. FH má því vissulega vel við una. Samsæriskenningarnar Í pistli sínum viðrar Jón Rúnar samsæriskenningar sínar. Hann gerir því skóna að KSÍ hafi sett ákveðna menn „til höfuðs“ FH, til að koma í veg fyrir sigur liðsins! Ekki einungis ýjar hann að því að viðkom- andi dómarar séu óheiðarlegir held- ur jafnframt að starfsmenn KSÍ og niðurröðunarnefnd KSÍ séu það einnig. Þetta eru svo dæmalausar ásakanir í garð vammlausra ein- staklinga að mig skortir orð til að svara þeim. Hófsemi er dyggð! Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja forsvarsmenn í knattspyrnu- hreyfingunni til að gæta hófs þegar þeir ræða um dómaramál. Þau félög sem uppfylla reglugerðarákvæði KSÍ um fjölda dómara sem þau eiga að leggja til fyrir hvern flokk sem þau senda til keppni, eru sennilega innan við 10 talsins. Ef KSÍ beitti þeim ákvæðum af fullum þunga yrðu ansi mörg félög frá að hverfa með keppnislið sín. FH er þó ekki í þeim hópi því þar er staðið með miklum sóma að uppbyggingu dómaramála. Íslenskir knattspyrnudómarar eru vandaðir og strangheiðarlegir einstaklingar sem einhverra hluta vegna velja sér þetta „starf“. „Starf“ hef ég innan gæsalappa því launin eru svo lág að nær væri að tala um áhugamál. Eftirlitsmenn eru þó skörinni lægra hvað það varðar og fá næstum ekkert greitt fyrir störf sín. Fyrir hvort tveggja má vissulega gagnrýna KSÍ og hvetja það til dáða svo um munar. En skrif manna á borð við Jón Rúnar hafa ákveðinn fælingarmátt í för með sér sem hvorug stéttin má við. Ósæmilegt Ég hef varið rúmum 40 árum af lífi mínu í þágu knattspyrnunnar, nær óslitið; fyrst sem dómari og síð- ar sem leiðbeinandi, eftirlitsmaður og meðlimur í Dómaranefnd KSÍ – og sé ekki eftir einni einustu mínútu. Ósæmileg skrif Jóns Rúnars Hall- dórssonar í garð dómara og annarra starfsmanna KSÍ eru e.t.v. kornið sem fyllir mæli minn. Ég hugleiði það þessa dagana að gefa hvorki kost á mér áfram í Dómaranefnd KSÍ né heldur sem eftirlitsmaður leikja á því keppnistímabili sem í hönd fer. Þannig gæti ég sýnt vand- lætingu mína í verki. Ég óska íslenskri knattspyrnu- hreyfingu alls velfarnaðar í framtíð- inni. Hún er tvímælalaust betur komin án þeirra sjónarmiða sem Jón Rúnar Halldórsson er fulltrúi fyrir. Ósæmileg skrif um íslenska knattspyrnu Eftir Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann » Íslenskir knatt- spyrnudómarar eru vandaðir og strangheið- arlegir einstaklingar sem einhverra hluta vegna velja sér þetta „starf“. Höfundur situr í Dómaranefnd KSÍ, er eftirlitsmaður KSÍ og fyrrverandi knattspyrnudómari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.