Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Síðustu dagar útsölunnar! Í tilefni af Valentínusardeginum verðum við með 15% afslátt af öllum rauðum undirfatnaði Laugavegi 82, á horni Barónsstígs, sími 551 4473, www.lifstykkjabudin.is Nýjar vörur Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllumsnyrtivörum í verslunokkar í febrúar. LANCÔME KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI Í GLÆSIBÆ MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS. Frábær tilboð, afslættir og glæsilegir kaupaukar að hætti Lancôme. Vertu velkomin við tökum vel á móti þér. ÁREYNSLULAUS FULLKOMNUN Á NOKKRUM SEKÚNDUM FRÍSKANDI OG ÞÆGILEGUR FLJÓTANDI FARÐI Í PÚÐA LIQUID CUSHION COMPACT - SPF 23/PA++ FRÍSKLEGUR LJÓMI – ENDINGARGÓÐUR RAKI FJAÐURLÉTTUR – BYGGIR UPP ÞEKJU Fáanlegur í 5 litum. Gefur náttúrulega, ferska og ljómandi förðun. NÝTT MIRACLE CUSHION Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir www.laxdal.is VERÐHRUN ALLT AÐ 70% SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA 50-70% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fundaröð Hvalaskoðunarsamtaka Íslands (IceWhale), í samvinnu við bandaríska sendiráðið, hefst 19.-20. febrúar í Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þar verður áhersla á leiðsögn, fræðslu, markaðsmál og umgengnisreglur við hvalaskoðun. Á meðal fyrirlesara verður banda- rískur sérfræðingur. Einnig verða haldnir fundir í mars, að sögn Gísla Ólafssonar, formanns IceW- hale. Fram kemur í minnisblaði Johns F. Kerry, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og tveggja annarra ráð- herra til Bandaríkjaforseta, dagsett 23. janúar sl., að bandaríska sendi- ráðið á Íslandi hafi fyrir tilstilli bandaríska utanríkisráðuneytisins veitt IceWhale styrk upp á 38.500 dollara (5,11 milljónir króna). Þar segir m.a. að styrkurinn hafi verið veittur til að kosta för banda- rískra ræðumanna og sérfræðinga til Íslands. Hér skyldu þeir taka þátt í málstofum og fundum til að styrkja fyrirtæki og stofnanir sem tengjast hvalavernd. Málstofurnar muni draga að fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila og útvíkka um- ræðuna til að byggja upp breiðari stuðningshóp sem sé fær um að ræða efnahagslega kosti hvala- verndar. Völdu að fara mjúka leið Gísli sagði að grunnurinn sé minnisblað sem Obama forseti gaf út í fyrra í framhaldi af ábendingu um hvalveiðar Íslendingar. Í minn- isblaði ráðherranna nú geri þeir grein fyrir því hvað þeir hafi gert í málinu. „Okkur var boðið í fyrra út og við hittum fulltrúa bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, forsetaskrif- stofunnar og þingmenn auk þess sem við skoðuðum hvalaskoðunar- fyrirtæki, hittum vísindamenn og aðra,“ sagði Gísli. Bandaríska ut- anríkisráðuneytið bauð til fararinn- ar. Héðan fóru tíu manns, þar af sjö frá hvalaskoðunarfyrirtækjum, tveir frá Hvalasafninu á Húsavík og blaðamaður. Meðal annars kom fram á fundunum hvað þarlendir gætu ráðlagt Bandaríkjaforseta að gera gagnvart Íslandi. Gísli sagði að hörðustu viðbrögð sem hann gæti beitt væru viðskiptaþvinganir. „Sem betur fer varð það ekki of- an á,“ sagði Gísli. Þess í stað hefði verið tekin ákvörðun um að styðja íslensk fyrirtæki sem nýttu hvali á annan hátt en að veiða þá. Inni í því er stuðningurinn við fundaröð- ina og aðstoð við að byggja upp hvalaskoðun. Aðspurður sagði Gísli að engin skuldbinding fylgdi styrknum önnur en sú að fá banda- ríska fyrirlesara til þátttöku í fundaröðinni. „Hagsmunir okkar hvalaskoðun- arfyrirtækja fara saman við hags- muni Bandaríkjanna í þessu efni. Það segir sig sjálft að á meðan við gerum út á hvalaskoðun þá erum við á móti hvalveiðum. Bandaríkja- menn sjá sér frekar hag í að styrkja okkur en að beita Ísland alvarlegum viðskiptaþvingunum. Við ættum að fagna því að þeir fara þessa mjúku leið gagnvart okkur,“ sagði Gísli. Hvalaskoðun studd að utan  Bandarísk stjórnvöld veittu styrk Morgunblaðið/Jim Smart Hvalaskoðun Bandaríkin styðja ráðstefnuhald og fræðslu. Hafnarstræti, ekki Hverfisgata Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um nýtt hótel sem Suðurhús ehf. byggja í Hafnarstræti sagði að til skoðunar væri listatengd starfsemi í húsi númer 18 við Hverfisgötu. Þar var átt við hús númer 18 við Hafn- arstræti. Teikningar sem birtust með fréttinni voru unnar af THG Arkitektum. LEIÐRÉTTING Dizzy Gillespie Í dálkinum „Þetta gerðist“ birtist í gær mynd af djass- leikaranum Charlie Parker við umfjöll- un um starfsbróður hans, Dizzy Gillespie. Morg- unblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.