Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Öll þurfum við einhverntíma hjálp og stuðning. Kannski áttu bara að sleppa hendinni af einhverju að þessu sinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu þér ekki bregða þótt einhver vilji létta þér lífið, hvort heldur það er fjár- hagslega eða á annan hátt. Einhverra hluta vegna taka aðrir betur eftir þér en ella núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu sjálfa/n þig hafa svolítinn forgang í dag. Stattu föst/fastur á þínu uns rykið eftir hina hefur sest aftur. Njóttu vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín jafnvel þótt annað verði að sitja á hakanum á meðan. Hafðu hemil á þinni eðlislægu árás- arhneigð með feimnislegu daðri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ákaflega gefandi að eiga sálu- félaga sem skilur þig og þekkir allar þínar þarfir. Mundu þó að þú þarft ekki að sýna hetjulund til þess að ná árangri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sköpunarþrá þín er rík og sjálfsagt að þú finnir henni farveg. Mistökin eru til þess að læra af þeim. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fjölskyldan og heimilið setja svip sinn á daginn hjá þér. Sjálfsmynd einhvers gæti skaðast, annars er lítið í húfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt erfitt með að standast freistingar í dag. Fólk á það til að sleppa fram af sér beislinu í dag. Ekki láta skoð- anir annarra koma þér á óvart. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gerðu eitthvað sem er óvenju- legt og ólíkt því sem þú hefur áður tekið þér fyrir hendur. Vogaðu þér að vera hrein- skilin/n. 22. des. - 19. janúar Steingeit Oft er hyggilegt að hlusta á sinn innri mann. En þegar allir sækjast skyndi- lega eftir þér gætirðu ákveðið að vera bara ein/n þíns liðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsjónir eru af hinu góða en miklu veldur hvernig þér tekst til við að kynna þær fyrir þeim sem þú átt allt undir með framhaldið. Taktu þó ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. 19. feb. - 20. mars Fiskar Slakaðu á, þú kemur hugsanlega meiru í verk fyrir vikið. Minna ákveðin manneskja hefði flúið verkefnið en þú gefst alls ekki upp. Grasahnoss, minningarrit umhjónin Rögnu Ólafsdóttur og Ögmund Helgason, kom út á síð- asta ári, góð bók og eiguleg. Krist- ján Eiríksson segir þar frá því að Steinn Steinarr hafi komist svo að orði í miðnætursamtali við blaða- mann Morgunblaðsins: „Ezra Pound er mesta ljóðskáld þessarar aldar, og þó eru sum kvæði hans svo leiðinleg að þau gætu drepið naut. Einar Bene- diktsson, ojá. Annars veit ég ekki hvað er skáldskapur og hvað ekki. Eitt fátæklegt vísukorn tuldra ég oft fyrir munni mér, það er eftir fullorðinn hálfvita norður í landi. Hann heitir Hjörtur. Vísan er svona: Margir láta lágt við Hjört, en þó eru flestir þeir, sem bera hvítan skjört, og þeir eru verstir.“ Síðan segir Kristján: „Sú vísa sem hér er nefnd í sömu andrá og Ezra Pound og Einar Benedikts- son er ort undir svonefndum haka- brag, en slíkur kveðskapur hefur löngum sætt aðhlátri og þótt svo ómerkilegur að hann hefur ekki einu sinni verið talinn til leir- burðar.“ Sigurlín Hermannsdóttir segir frá því á Leirnum að hún hafi feng- ið í hendur nýtt hefti af Són, tíma- riti um óðfræði. – Skemmtilegt orð „óðfræði“ bætir hún við: Fái ég stundað fræðin óð fram ég töfra gæðaljóð, kannski verða kvæðin góð kannski bara fæðist hnjóð. Samkvæmt Sveinbirni Beinteinssyni er þessi vísa samhent og afbrigðið aukrímað en altályklasamhent sam- kvæmt séra Helga Sigurðssyni – óð- fræði hvort tveggja! En hvergi er þar minnst á háttinn hakabrag! Davíð Hjálmar Haraldsson segir fréttir af ferðaþjónustu fatlaðra: Geirfinnur – sem gróinn var við stólinn og grannur eins og þvottasnúrustag – í rútubíl sem keyrir fatlafólin fundust hann og Guðmundur í dag. Í gær var sagt frá orðaskiptum vísnasmiða á Leirnum um daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu og síðan hefur ein vísa bæst í sarpinn. Gústi Mar svar- ar Ólafi Stefánssyni með því að sjó- mannsferli hans hafi lokið fyrir tveim árum. – „Nú er ég fiskikarl á eyrinni og þurrka hausa,“ segir Gústi Mar og síðan: Af þorskinum feitum nú hausana herði hryggina þurrka í skreið. Til Afríku sel þetta á uppsprengdu verði og innfæddum bjarga úr neyð. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hakabrag og ferðaþjónustu fatlaðra Í klípu „VIÐ ÞURFUM AÐ LÁTA ÞIG FARA. FJÖLSKYLDA ÞÍN BORGAÐI LAUSNARGJALDIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER BARNFÓSTRAN. HVAR ER ÍSSKÁPURINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar andstæður laðast hvor að annarri. OG NÚ PÖNTUM VIÐ PÍTSUNA ÞAÐ ER Á TÍMUM ERFIÐLEIKA SEM ÞÚ KEMST AÐ ÞVÍ HVERJIR ERU VINIR Í RAUN! ÉG VIL STÓRA MEÐ PEPPERÓNÍ, MEÐ AUKA OSTI OG SKINKU, TAKK NÚ MUNUM VIÐ SITJA Á SÓFANUM, BORÐA HLAUPBAUNIR OG BÍÐA UPPÁHALDS MATREIÐSLU- ÞÁTTURINN MINN Knattspyrnusumarið íslenska errétt handan við hornið og því þykir Víkverja ekki seinna vænna að fjalla aðeins um það. Fróðlegt verður að sjá hvernig Íslandsmótið muni þróast í ár, en endalokin í fyrra voru æsispennandi. Fá íslenskir knatt- spyrnuáhugamenn aftur úrslitaleik í síðustu umferðinni? Líklega ekki, en hver veit hvað gerist á vellinum? x x x Reykjavíkurmótið er nú nýliðið ogunnu Valsmenn það að þessu sinni. Má eiga von á þeim gríð- arsterkum í sumar, en nýliðar Leikn- is, sem hrepptu silfrið, gætu alveg átt það til að stríða stóru liðunum. Vík- verji á raunar erfitt með að spá í spil- in að þessu sinni, enda mörg lið til kölluðen einungis eitt þeirra sem mun standa uppi sem sigurvegari í haust. x x x Bráðefnilegir íslenskir knatt-spyrnumenn láta nú ljós sitt skína í helstu deildum Evrópu og verða þeir sífellt fleiri. Ýmsir hafa áhyggjur af því að þessi þróun geti dregið úr gæðum knattspyrnunnar hérna heima. Víkverji telur þær áhyggjur með öllu ástæðulausar. Alltaf eru til menn sem hlaupa í skörðin. x x x Eflaust eru þeir nokkrir sem enneru að spila hér á landi sem einn- ig eiga fullt erindi í atvinnumennsku. Það er fagnaðarefni að við hér á Fróni fáum að njóta krafta þeirra, þó ekki sé nema í eitt sumar til viðbótar. x x x Staðan hefur gjörbreyst með til-komu knattspyrnuhallanna. Menn geta æft knattspyrnu nú við mannsæmandi aðstæður allan ársins hring, ólíkt því þegar Víkverji og fé- lagar hans voru að hlaupa úti í öllum veðrum. Með aukinni getu knatt- spyrnumannanna færist líka aukin spenna í Íslandsmótið. x x x Tilefnið er því ærið til þess aðlauma inn leyndum skilaboðum í Víkverja. Í upphafi skyldi endinn skoða. víkverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóhannesarguðspjall 17:3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.