Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 19
Úkraínu fyrir vopnum ef friðarvið-
ræðurnar bera ekki árangur. Breska
stjórnin hefur einnig léð máls á því að
vopna Úkraínuher. David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands, sagði í
gær að engin „friðkaupastefna“ kæmi
til greina í Úkraínudeilunni og virtist
skírskota til friðkaupastefnu breskra
stjórnvalda gagnvart Adolf Hitler áð-
ur en síðari heimsstyrjöldin blossaði
upp.
Leiðtogar margra aðildarríkja
Evrópusambandsins eru þó andvígir
því að Úkraínuher verði séð fyrir
vopnum þar sem þeir óttast að það
geti orðið til þess að löndin dragist
inn í stríð gegn Rússlandi.
Margir ásteytingarsteinar
Markmiðið með fundinum í Mínsk
var að tryggja vopnahléssamkomulag
sem myndi byggjast á samningi sem
Úkraínustjórn og leiðtogar aðskilnað-
arsinnanna undirrituðu í Mínsk í
september. Meðal annars var rætt
um að þungavopn yrðu flutt af átaka-
svæðunum og komið yrði upp hlut-
lausum beltum þar sem barist hefur
verið síðustu vikur.
Margir ásteytingarsteinar voru þó
í viðræðunum. Úkraínustjórn lagði til
að mynda áherslu á að vopnaðir liðs-
menn aðskilnaðarsinna færu af um
500 ferkílómetra svæðum sem þeir
hafa náð á sitt vald eftir að vopna-
hléssamkomulagið var undirritað í
september. Aðskilnaðarsinnarnir
vildu hins vegar halda þeim svæðum
sem þeir hafa lagt undir sig á síðustu
vikum.
Úkraínustjórn hefur léð máls á því
að austurhéruðin fái aukin sjálf-
stjórnarréttindi án þess að fá fullt
sjálfstæði. Hún hefur krafist þess að
aðskilnaðarsinnarnir afvopnist, að
allir rússneskir hermenn fari frá
Úkraínu og svæði við landamærin að
Rússlandi verði undir yfirráðum
Úkraínuhers.
Aðskilnaðarsinnarnir hafa krafist
þess að austurhéruðin fái fullt sjálf-
stæði og þeir ljá ekki máls á því að af-
vopnast. Þeir hafa krafist þess að
leiðtogum aðskilnaðarsinnanna verði
veitt sakaruppgjöf.
Stjórn Rússlands hefur krafist
þess að Úkraínuher fari af átaka-
svæðunum og að austurhéruðin fái
fulla sjálfstjórn í ríkjasambandi við
Úkraínu.
20 km
Bardagar
Landsvæði á valdi
aðskilnaðarsinna
Sókn aðskilnaðar-
sinna
R Ú S S L A N D
LÚHANSK
DONETSK
Átök í Úkraínu
Lúhansk
Donetsk
Asovhaf
Mariupol
Volnovakha
Novoazovsk
Shakhtarsk
Debaltseve
Stanytsia
Luhanska
Farþegaþotan
sem skotin var
niður lenti hérVuglegirsk
Kramatorsk
Heimild: LiveUAmap, fréttastofur
Nær 5.500 liggja valnum
» Hátt í 5.500 manns hafa
beðið bana og 13.000 særst í
átökunum sem hófust í
austanverðri Úkraínu í apríl í
fyrra. Mannfallið hefur verið
mest í borgunum Donetsk og
Lúhansk og nálægum byggð-
um.
» Um 5,2 milljónir manna búa
á átakasvæðunum.
» Um 600.000 manns hafa
flúið til grannríkja Úkraínu, þar
af yfir 400.000 til Rússlands.
» Nær 980.000 manns til við-
bótar hafa flúið heimkynni sín
en eru enn í Úkraínu. Þar af eru
nær 120.000 börn.
» Mannfallið meðal óbreyttra
borgara hefur stóraukist á síð-
ustu vikum á yfirráðasvæðum
aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir
vopnahléssamkomulag sem
var undirritað í Mínsk í sept-
ember. Til að mynda létu 263
óbreyttir borgarar lífið í árás-
um á íbúðabyggðir frá 31. jan-
úar til 5. febrúar.
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015
Geimferðastofnun Evrópu, ESA, skaut í gær á loft
frumgerð af geimfari sem getur snúið aftur til jarðar
að lokinni ferð um geiminn. Tilraunageimfarinu IXV
var skotið á loft frá geimferðamiðstöð ESA í Kourou í
Frönsku Gvæjana.
Farið var í um 400 kílómetra fjarlægð þegar það
sneri aftur til jarðar á meira en fimmföldum hraða
hljóðsins. Það lenti síðan í Kyrrahafi eftir um það bil
100 mínútna geimferð. Geimferðastofnun Evrópu get-
ur skotið gervihnöttum og könnunarförum í geiminn
en hefur hingað til ekki átt geimfar sem getur snúið
aftur til jarðar.
AFP
Evrópsku tilraunafari skotið í geiminn
ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR:
Optical Studio Smáralind og Optical Studio Keflavík
OPTICAL STUDIO – LEIFSSTÖÐ
Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara
á meginlandi Evrópu.*
KAUPAUKI
Með öllum margskiptum glerjum** fylgir annað par
FRÍTTmeð í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu
eða varagleraugu.
* Örgreen umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index.
** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
MARGIR
VERÐFLOKKAR
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is