Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Dúi J. Landmark var á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) í síðastliðinn þriðjudag kjörinn nýr formaður félagsins. Elvar Árni Lund, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir sjö ára stjórn- arsetu, þar af fjögur sem formaður. Í nýrri stjórn sitja nú auk Dúa, Indriði R. Grétarsson sem kjörinn var í embætti varaformanns, Krist- inn Gísli Guðmundsson, Stefán Þór- arinsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Friðrik Sigurður Einarsson og Borgar Antonsson. „Nýrrar stjórnar bíða fjölmörg verkefni, meðal annars að halda áfram þeirri viðamiklu uppbygg- ingu á innviðum félagsins sem frá- farandi stjórn vann að síðustu ár,“ segir í frétt frá félaginu. Má þar nefna stofnun svæðisráða á landsvísu, ásamt því að vinna áfram að hagsmunamálum skot- veiðimanna í samvinnu við stjórn- völd og önnur útivistar- og nátt- úruverndarrsamtök. Einnig að vinna áfram að upplýsingagjöf til skotveiðimanna og almennings. Dúi tekur við af Elv- ari Árna  Formannaskipti urðu hjá Skotvís Ljósmynd/Skotvís Formenn Dúi J. Landmark (t.h.) og Elvar Árni Lund að fundi loknum. Fimmtudaginn 12. febrúar flytur Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, erindi sem nefnist: Rækjutegundir við Ísland. Erindið verður flutt kl. 12.30 í fyr- irlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4, Reykjavík. Allir eru velkomnir. Alls eru yfir 2.000 tegundir af rækjum þekktar úr sjó og ferskvatni. Flestar þeirra lifa í sjó, en aðeins lítill hluti er nýttur. Rækjur halda sig bæði á köldum og heitum svæðum, þær hafa aðlagast ýmsum búsvæðum og er að finna frá yfirborðslögum og niður á 5.000 metra dýpi, segir m.a. í kynningu á erindinu. Ræðir um rækjutegundir við Ísland Morgunblaðið/Golli Að störfum Íslenska heilbrigðisþjónustan fær laka einkunn. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samkvæmt úttekt sjálfstæðu grein- ingarstofnunarinnar Numbeo er ís- lensk heilbrigðisþjónusta talsvert lakari en í mörgum ríkjum í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Þetta er byggt á vefkönnun, þar sem hægt er að gefa heilbrigðisþjónustu ein- kunnir fyrir ýmsa þætti og sam- kvæmt vefsíðu Numbeo hafa 25 manns gefið Íslandi einkunn und- anfarin þrjú ár. Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir jákvætt að notendur heilbrigðisþjónustu hafi vettvang til að tjá sig um hana, en dregur í efa áreiðanleika upplýs- inga Numbeo því þær byggist á svo litlu úrtaki. Á numbeo.com segir að heilbrigð- isþjónustan á Íslandi sé í 67. sæti af þeim 105 löndum sem skoðuð voru. Til grundvallar voru lagðar átta spurningar, m.a. færni heilbrigð- isstarfsfólks, tækjabúnaður, biðtími og hversu nákvæmlega heilbrigð- isstarfsfólk fyllir út skýrslur. „Ég veit ekki hvernig sjúklingar eiga almennt að geta metið það,“ segir Laura Scheving Thor- steinsson, verkefnisstjóri eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis um síðasta atriðið. „Þetta er afar lítið úrtak sem virðist byggt á þjón- ustukönnun sem allir geta tekið þátt í og það er ekki að sjá að það sé vitn- að í neinar opinberar tölur.“ Fáir á bak við hverja einkunn Ísland fær 58,43 stig, samkvæmt lista á vefsíðunni. Efsta landið á list- anum, Japan, er með 87,07 stig. Hin löndin á Norðurlöndum eru talsvert ofar en Ísland í þessum samanburði. Þegar vefsíða Numbeo er skoðuð sést að hægt er að velja hvaða land sem er og gefa heilbrigðisþjónustu þar einkunn. Yfirleitt eru fáir sem sjá ástæðu til þess, t.d. hafa 197 gef- ið Bretlandi einkunn, 55 hafa gefið Frakklandi einkunn og Danmörk hefur fengið 19 einkunnir. „Í ljósi þess að svörin virðast byggjast á ör- fáum svörum við spurningalista og ekki eru gefnar skýringar á mis- munandi niðurstöðum, er erfitt að líta á þetta sem marktækar niður- stöður um gæði íslensks heilbrigð- iskerfis,“ segir Laura. „Það er alltaf jákvætt þegar fólki gefst tækifæri til að gefa álit sitt, en þegar svona fáir gera það er það minna marktækt. Ís- land tekur þátt í ýmsum úttektum á heilbrigðismálum, við höfum komið ágætlega út í alþjóðlegum sam- anburði og þetta er ekki í takt við það.“ Ísland fær slæma einkunn án útskýringa  Íslenska heilbrigðisþjónustan í 67. sæti af 105 samkvæmt vefkönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.