Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 35
2011, er fyrirtækið sameinaðist Ný- herja. Árið 2012 varð hann fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Nýherja og er nú framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja. „Ég átti hefðbundin uppvaxtarár í Vesturbænum þótt ég, bræður mínir og faðir okkar höfum alltaf verið miklir Valsarar. Á þessum tíma voru þónokkrir Valsarar með mér í skóla þótt það hafi löngum þótt stílbrot að vera Valsari í Vesturbænum. Æsku- félagarnir eru margir hverjir KR- ingar og frábærir vinir. Mikil samheldni í sorginni Ég hef alltaf haft gaman af fólki og mannlegum samskiptum. Margir gerðu því ráð fyrir því að ég færi í nám á sviði félagsvísinda. Engu að síður varð tölvugeirinn samt ofan á. Áhugi minn á mannlegum sam- skiptum hefur samt ekkert dvínað og er eflaust meginástæða þess að ég hef mikið komið að stjórnun á starfsferli mínum. Rétt fyrir jólin 2013 misstum við hjónin son okkar úr efnaskiptasjúk- dómi er hann var aðeins 18 mánaða. Þetta áfall hefur eðlilega haft mikil áhrif á líf okkar sl. tvö ár og á eftir að fylgja okkur um ókomna tíð. Þegar forlögin greiða slík voða- högg skiptir öllu máli að fjölskyldur standi saman og hver styðji annan í sorginni. Það höfum við gert og reyndar stórfjölskyldur okkar einn- ig. Samverustundir með fjölskyld- unni og góðum vinum eru því dýr- mætasta reynsla okkar allra þótt fólk átti sig ekki alltaf á þeirri mik- ilvægu staðreynd.“ Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Valdís Guðlaugsdóttir, f. 24.6. 1976, verk- efnastjóri í markaðsdeild Vodafone. Foreldrar hennar eru Guðlaugur Jónsson, f. 17.8. 1951, skipstjóri, og Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9.11. 1951, leikskólakennari. Börn Gunnars og Valdísar eru Jenný Zoëga, f. 22.8. 2006, nemi í Mýrarhúsaskóla, og Sveinn Zoëga, f. 2.6. 2012, d. 16.12. 2013. Bræður Gunnars eru Björn Zoëga, f. 26.4. 1964, bæklunar- skurðlæknir og prófessor, búsettur í Reykjavík, og Sveinn Zoëga, f. 23.10. 1971, viðskiptafræðingur og deild- arstjóri Íslenskrar flugmiðlunar, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar: Jón Gunnar Zoëga, f. 9. júní 1943, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Guðrún Björnsdóttir, f. 6. júlí 1945, húsfreyja. Úr frændgarði Gunnars Zoëga Gunnar Zoëga Sigríður Bergsteinsdóttir húsfr. og ljósmóðir Kristjón Ásmundsson bóndi og búfr. í Útey Sigrún Kristjónsdóttir húsfr. í Rvík Kristjón Kristjónsson forstjóri Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður Bergsteinn Kristjónsson kennari á Laugarvatni Hörður Bergsteinsson læknir Axel kennari Baldur leikfimikennariHalldór Baldurssonlæknir Björn Guðmundsson húsasmíðameistari í Rvík Guðrún Björnsdóttir húsfr. í Rvík Gerður Björnsdóttir kennari Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur Hólmfríður Björnsdóttir húsfr. á Indriðastöðum, systir Þórunnar ljósmóður Guðmundur Guðmundsson bóndi á Indriðastöðum Guðrún Jósefsdóttir húsfr. í Rvík Jón Brynjólfsson skósm. og kaupm. í Rvík Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Jónsson forstjóri Leðurv. Jóns Brynjólfssonar Anna Margrét Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Karlsdóttir húsfr. í Rvík Jón Gunnar Zoëga hæstaréttarlögm. í Rvík Hanna Zoëga skrifstofumaður Sólveig Guðmundsd. húsfr. Jóhanna Guðmundsd. læknir í Khöfn Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur Guðmundur Guðmundss. tryggingastærðfr. Kristján Guðmundss. í Borgarnesi Guðmundur Kristjánss. viðskiptafr., faðir Alexanders Kristjáns Guðmundssonar viðskiptafræðings Nanna Guðrún Zoëga djákni Anna Sigríður Zoëga hjúkrunarfr. Sveinn Zoëga framkvæmdastj. í Rvík Hanna Sveinsdóttir bróðurdóttir Hallgríms Sveinssonar biskups og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta Jón Zoëga trésmíðameistari í Rvík Björg Jóhannesd. Zoëga húsfr. í Rvík Axel Cortes myndfaldari og kaupm. í Rvík Garðar Cortes óperu- söngvari og fyrrv. óperustj. Garðar Thor Cortes óperusöngv. Guðmundur Guðmundss. eðlisfræðingur Bjarni Guðmundsson tryggingastærðfr. Lárus Blöndal deildarstjóri á Hagstofunni Karl Blöndal aðstoðarritstj. Morgunblaðsins Hólmfríður Magnúsd. læknir, móðir Sólveigar Grétarsdóttur erfðafræðings Vigfús Magnússon læknir ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 95 ára Elsa Ingeborg Hansen Oddur Thorarensen Valgerður Björg Magnúsdóttir 90 ára Erwin Pétur Koeppen Pálína M. Stefánsdóttir 85 ára Eiríkur Stefánsson Guðrún Margot Ólafsdóttir Valborg Árnadóttir 80 ára Elsa Eyjólfsdóttir Eygló Guðjónsdóttir Guðjón Gísli Hannesson Guðrún Þórarinsdóttir Gunnar Jóhannsson Soffía Ágústsdóttir 75 ára Baldur Bjartmarsson Gunnar Bergþórsson Kristín Lára Þórarinsdóttir 70 ára Bragi Bjarnason Guðmundur Ingvar Kristófersson Guðmundur Valdimar Þorkelsson Guðrún Finnsdóttir Jón Baldvin Sveinsson Klara Benediktsdóttir Margrét S. Fjeldsted 60 ára Einar Magnússon Guðjón Engilbertsson Guðmundur Bjarni Daníelsson Guðný Kristín Harðardóttir Gunnar Örn Þorvaldsson Hildur Friðþjófsdóttir Jón Kristinn Friðgeirsson Kristján Þ. Sigurðsson Methúsalem Einarsson Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir 50 ára Aðalsteinn Aðalsteinsson Ársæll Ársælsson Björg Ásdísardóttir Elizabeth Ortega Lucio Elías Haraldsson Erna Guðrún Gunnarsdóttir Guðlaug Sigurðardóttir Helga S. Harðardóttir Steffensen Kristín Pétursdóttir Sigrún Anna Ólafsdóttir Védís Jónsdóttir 40 ára Björn Brekkan Björnsson Franz Gunnarsson Gísli Valmundsson Guðmundur Bjarni Sigurðsson Guðmundur Gíslason Pétur Jóhann Pétursson Sigurlaug Lydía Geirsdóttir 30 ára Artur Lisowski Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir Ólafur F Guðbjörnsson Tomasz Surma Til hamingju með daginn 30 ára Valdimar ólst upp á Stokkseyri, býr þar, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og starfar í Noregi um þess- ar mundir. Maki: Finna Björg Krist- insdóttir, f. 1985, íþrótta- fræðingur og kennari. Börn: Fannar Valberg, f. 2008, og Guðrún Erna, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Jóna Valdimarsdóttir, f. 1961, leikskólakennari, og Gylfi Pétursson, f. 1957, vélstj. Valdimar Gylfason 30 ára Bryndís ólst upp í Reykjavík, býr í Kópvogi, starfar við dægradvöl við Kársnesskóla og er stuðn- ingsforeldri. Maki: Andri Páll Róberts- son, f. 1981, starfsmaður hjá Skeljungi og nemi í bifvélavirkjun. Dóttir: Natalie Rós Andradóttir, f. 2010. Foreldrar: Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir, f. 1964, og Kristján Marinó Árna- son, f. 1959. Bryndís Erna Kristjánsdóttir 30 ára Jón Kristinn ólst upp í Reykjavík, býr þar og er sölumaður hjá Slát- urfélagi Suðurlands í Reykjavík. Maki: Tara Sif Heimis- dóttir, f. 1987, í fæðing- arorlofi. Börn: Ásta Lilja, f. 2009; Kristófer Fannar, f. 2011, og Frosti Hrafn, f. 2014. Foreldrar: Þorsteinn Þor- valdur Kolbeins, f. 1963, og Kristjana Sölvadóttir, f. 1963. Jón Kristinn Þorsteinsson Lilja Karlsdóttir hefur varið doktors- ritgerð sína í líffræði við Háskóla Ís- lands. Ritgerðin ber heitið: Kyn- blöndun íslenskra birkitegunda á nútíma lesin af frjókornum (e Hybri- disation of Icelandic birch in the Holo- cene reflected in pollen). Kynblöndun ilmbjarkar, Betula pu- bescens Ehrh., og fjalldrapa, B. nana L., og genaflæði milli tegundanna er þekkt en lítið er vitað um umfang blöndunarinnar né hvenær hún hefur orðið. Þessi rannsókn beinist að teg- undablöndun birkis á nútíma, þ.e. síð- ustu tíu þúsund ár, og leit að svörum við því hvers konar aðstæður ýta undir blöndunina. Saga birkis á Íslandi er rakin og þróun birkiskóglendis á nú- tíma rædd. Fimm ritrýndar greinar eru hluti verksins. Aðalefni ritgerðarinnar er rann- sóknir sem voru gerðar á frjókornum úr mó frá Eyjafirði, Grímsnesi og Þist- ilfirði. Byggt var á niðurstöðum rann- sókna á stærð og lögun frjókorna sem safnað var af ilmbjörk, fjalldrapa og blendingum í tíu skóglendum sem enn eru til. Frjósýni úr mó voru undirbúin með hefðbundnum aðferðum og síðan skoðuð með sérstakri áherslu á birki- frjókorn. Þau voru mæld og frávik frá eðlilegu útliti skráð til þess að greina blendingafrjókorn. Hlutföll birkiteg- unda voru reiknuð frá stærðardreif- ingu. Mismunandi veðurfarsaðstæður voru á rannsóknarstöðunum þremur sem birtist í magni birkitegundanna, öðrum frjókornum og gróum. Hlutföll ilmbjarkar og fjalldrapa sveifluðust með breytilegu veðurfari og merki um hrinur tegundablöndunar fundust frá öllum stöðunum, einkum í tengslum við hlýnandi veðráttu og útbreiðslu ilmbjarkar nálægt hlýjasta skeiði nú- tíma. Lilja Karlsdóttir Lilja Karlsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1952. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1972 og starfaði hjá Framkvæmdastofnun rík- isins og síðar Byggðastofnun frá 1972-1998. Lilja lauk BS-prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands 2001 og MS-gráðu 2004. Lilja hefur starfað við rannsóknir og stundakennslu við HÍ frá 2004 innan starfshóps í plöntulífeðlis- og plöntu- erfðafræði, sem prófessor Kesara Anamthawat Jónsson stýrir. Eiginmaður Lilju er Snorri Páll Snorrason jarðfræðingur og eiga þau tvo syni. Doktor Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • SuðurveriSími 533 3000 www.bakarameistarinn.is geta unnið allskyns góðgæti! Heill heimur af bollum! Vatnsdeigsbollur: þessi klassískameð rjóma og sultu, súkkulaðirjóma, rommrjóma ... Gerbollur: þessi klassískameð rjóma og sultu, súkkulaðirjóma, rommrjóma ... Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Kíktu á nýju vefverslunina okkar bakarameistarinn.is Sími 533 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.