Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ✝ GuðmundurKristjánsson fæddist 5. júní 1924 í Grísartungu í Stafholtstungu- hreppi í Borg- arfirði. Hann lést 4. febrúar 2015 á hjúkrunarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Foreldrar hans voru Veronika Narfadóttir húsmóðir, f. 1. jan- úar 1899, d. 30. apríl 1985, og Kristján Guðmundsson bóndi, f. 16. nóvember 1892, d. 1. febrúar 1961. Guðmundur var næstelstur af systkinum sínum, en þau eru Kristín Halldóra, f. 8. janúar 1922, Narfi Sigurður, f. 8. apríl 1926, d. 7. júlí 2012, Þuríður, f. 19. maí 1929, Guðbjartur, f. 26. febrúar 1932, d. 18. mars 1992, Oddný, f. 2. febrúar 1935, d. 2. apríl 2009, Sigurvin, f. 4. desem- ber 1936, d. 22. júní 2007, Gunn- ar, f. 4. desember 1936, Sigríður Jóhanna, f. 11. desember 1939, d. 2. febrúar 1943, og Sigurður d. 23. apríl 1991, c) Anna Katrín, d) Daði. 3) Jóhanna Bára, f. 12. febrúar 1963, maki Agnar Gestsson. Börn þeirra eru: a) Þórarinn Helgi og á hann soninn Jóhann Atla, b) Halla Dís, sam- býlismaður Kristján Narfason, og eiga þau saman dótturina Berglindi Báru. Guðmundur fæddist í Grísar- tungu og ólst upp á Snæfellsnesi en flutti ungur að árum með for- eldrum sínum og systkinum að Akurholti. Þar dvaldist hann í foreldrahúsum til ársins 1945 en þá flutti hann með Narfa bróður sínum að Hoftúnum (Hofgörð- um) í Staðarsveit þar sem þeir hófu saman blandaðan búskap. Jafnframt vann Guðmundur í fyrstu ýmis störf meðfram bú- skapnum, til að mynda á ýtum og í fiskvinnslu. Guðmundur hóf síðan sambúð með Margréti J. Hallsdóttur á Lýsuhóli árið 1982 og voru þau þar með ferðaþjón- ustu, hestaleigu og hrossarækt- un til ársins 1995 en þá tóku dóttir Margrétar, Jóhanna Bára, og Agnar við búinu. Þau dvöldu þar áfram langdvölum og voru þeim stoð og stytta, þar til þau fluttu endanlega á Sel- tjarnarnes í kringum aldamótin. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Jóhann, f. 29. apríl 1943. Guðmundur kvæntist 5. júní 1984 Margréti J. Hallsdóttur, f. 16. júlí 1935, d. 23. nóv- ember 2010. Mar- grét átti þrjár dæt- ur með fyrri eiginmanni sínum, Ásgeiri J. Sigur- geirssyni, f. 8. júlí 1932, d. 2. október 1967. Þær eru: 1) Ásdís Edda, f. 9. janúar 1956, maki Andrés Helgason. Börn þeirra eru: a) Ásgeir Már, sambýliskona Sandra Rós Ólafs- dóttir, sonur hans úr fyrra hjónabandi Víkingur Þór, b) El- ísabet Rán, maki Benedikt Egill Árnason og eiga þau tvö börn, Elísabetu og Árna, c) Gunnar Þór, sambýliskona Elisa Saukko. 2) Hafdís Halla, f. 23. júní 1961, maki Þórkell Geir Högnason. Börn þeirra eru: a) Margrét Bára, sambýlismaður Jón Hafþórsson og eiga þau dótturina Freyju Maríu, b) Guð- mundur Friðrik, f. 23. júní 1987, Elsku afi, Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn og minningarnar streyma um huga minn með bros á vör. Það er ekki annað hægt því það var eitt af því sem einkenndi þig alla tíð, brosið þitt, þín hjartahlýja og góða nærvera. Mín kynslóð getur lært svo margt af manni eins og þér. Einstakur persónuleiki sem einkenndist af jákvæðni, hógværð, nægjusemi, hjálp- semi, húmor, og glaðlyndi sem þú hreifst alla með þér. Viðbrigðin voru nokkur að flytja úr sveitinni í borgina enda mikill sveitakall og mun meira um við að vera í sveit- inni. Þú fannst þér þó ýmis verkefni og meðal annars hafð- ir þú yndi af plöntum og oft voru þeir ófáir blómapottarnir í einhverri tilraunastarfsemi á pallinum á Tjarnarbólinu. Að ógleymdum „Guðmundarskógi“ sem við ásamt fleirum gróð- ursettum fyrir ofan Lýsuhól. Það er margs að minnast og ævinlega verð ég þakklát ykkur ömmu að hafa fengið að búa hjá ykkur einn vetur í Tjarnarból- inu og ná að kynnast ykkur nánar. Það er ómetanlegt og mikil forréttindi að eiga þig sem afa og ert þú einn af mín- um helstu fyrirmyndum. Síðustu ár fór heilsunni að hraka en spurður um líðan þína leið þér alltaf vel en í einstaka tilvikum svaraðir þú á þann veg að „þú værir bara latur í dag“. Þú varst aldrei veikur eða slappur, bara endrum og eins „latur“ sama hvernig ástandið var. Nú ertu kominn til ömmu heitinnar og nostrar eflaust við hana eins og þér einum var lag- ið enda voru þið einstakt teymi sem sáuð vel um hvort annað á mismunandi sviðum. Þú ert ef- laust búinn að færa henni kaffi á nýjum stað og hún búin að fara yfir með þér helstu fréttir úr pólitíkinni. Þú varst einstakur maður og þín verður sárt saknað. Þú munt ætíð eiga stóran stað í hjarta mínu. Guð blessi þig, elsku afi minn. Elísabet Rán Andrésdóttir. Elsku Mundi, nú er komið að kveðjustund. Þú skilur eftir þig margar góðar minningar. Við systurnar erum þakklát- ar fyrir hvað þú reyndist okk- ur, móður, börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum vel. Þú varst kallaður afi af mörg- um börnum vegna þess hversu barngóður þú varst og elskaður af þeim öllum, enda mjög afa- legur. Mundi á Lýsuhóli, eins og þú varst kallaður eftir að fluttir þangað; þú varst hvers manns hugljúfi, einstakur dýravinur, hjálpsamur nágranni og mjög trúaður. Þá er gaman að minn- ast á hvað þú varst æðrulaus og mikill húmoristi, þegar þú sagðir við lækninn á Dvalar- heimilinu að þú værir bara lat- ur þegar þú varst með lungna- bólgu og nýrnabilun. Þetta fannst lækninum áhugavert, að geta læknað leti með pensil- ínsprautum, en hafði nú ekki trú á því að um eingöngu leti væri að ræða. Þá svaraðir þú á vegu sem þér einum var lagið: „Maður getur nú orðið veikur af leti.“ Alltaf varstu glaður og geðgóður og vildir aldrei láta hafa fyrir þér. Blessuð sé minn- ing þín og megi guð og gæfa fylgja þér inn í þitt framhalds- líf. Nú lífsins göngu lokið er og ljúf er minning eftir hér. Í öðrum heimi hvílir rótt hann hefur boðið góða nótt. (Elsa Sig.) Ásdís Edda, Hafdís Halla og Jóhanna Bára, makar, börn og barnabörn. Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns, Guð- mundar, sem öllu jafnan gekk undir nafninu Mundi. Fyrstu minningar mínar við fjölskyldu Guðmundar tengjast dvöl okkar systkina í tvö sumur að Ak- urholti, þar sem foreldrar hans bjuggu, en mæður okkar voru systur. Þegar skipun kom um að flytja ætti húsið okkar í Skerjafirði inn í Laugarnes, hafði mamma fengið vilyrði fyr- ir að koma með okkur krakk- ana vestur að Akurholti í Eyja- hreppi, en þangað höfðu foreldrar Guðmundar flust frá Grísatungu, þar sem þau höfðu byrjað sinn búskap á móti afa okkar og ömmu. Þegar Guð- mundur og systkinin í Akur- holti þurftu að koma til Reyja- víkur einhverra erinda var alltaf opið hús hjá okkur og dvöldu þau þar eins lengi og þörf var á. Við þetta tengdumst við sérstökum vinaböndum og vorum í Akurholti eins og einn systkinahópur. Þar ólst Guð- mundur upp ásamt systkinum sínum við þann hugsunarhátt að fara vel með skepnur. Þegar þeir bræður Narfi (Nanni) og Mundi hófu búskap á Hofgörð- um í Staðarsveit, sem síðar fékk heitið Hoftún, falaðist nafni minn eftir mér sem hálf- gerðum vinnumanni, þá ný- fermdum. Þura, systir þeirra, var ráðskona hjá þeim, enda báðir ógiftir þá. Reyndar vann Mundi þetta sumar á jarðýtu víða um sveitir og var því heima eingöngu um helgar. Þetta var mér mjög eftirminni- legt sumar. Ég taldi mig vanan sveitastörfum eftir að hafa ver- ið þrjú sumur í sveit á Suður- landi en þarna bættist við ný reynsla sem var glíma við ótemjur, sem gátu verið allt að því varasamar. Ég hreifst svo af náttúru- rfegurðinni í Staðarsveit að ég sagði við nafna minn, þegar við riðum upp að fjallinu Þorgeirs- felli, ofan við bæinn, að ég gæti hugsað mér að kaupa þetta eyðibýli. Þegar Mundi varð sextugur bauð hann okkur systkinum vestur, ásmt mök- um, til að fagna með frændum og vinum. Hann var þá fluttur að Lýsuhóli og hafði tekið að sér ráðsmennsku hjá Margréti, sem þar bjó ásamt börnum sín- um, en hún hafði þá nýlega orð- ið ekkja í annað sinn. Þegar við komum vestur urðum við undr- andi, þar sem hvorki Mundi né Magga voru heima. Stuttu seinna birtust þau og kom þá í ljós að þau höfðu skroppið til prestsins á Staðastað, en þar höfðu þau gengið saman í heil- agt hjónaband. Ég tel að þetta hafi verið mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Tengslin við Munda treyst- ust enn frekar, þegar eldri son- ur okkar hjóna var hjá þeim að Lýsuhóli tvö sumur til að kynn- ast sveitastörfum. Eftir að bú- skap lauk fluttust þau í íbúð sem þau höfðu fest kaup á á Seltjarnarnesi. Þá sjaldan ég kom til þeirra fann ég sama viðmót og alltaf var þegar þau voru heimsótt, hvort sem var í sveit eða borg, þá var alltaf sama hlýja við- mótið. Ég fullyrði að það hafi alla tíð einkennt Munda, hlýleiki og gleði og hann var tilbúinn að hjálpa til ef þörf var á. Það má því segja að nú sé kvaddur góð- ur og mikill mannkostamaður. Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja systkini sem horfa nú á eftir góðum bróður. Einn- ig bið ég dætrum Möggu bless- unar Guðs, en ég veit að þær sýndu Munda einstaka umönn- um í veikinum hans eftir að Magga féll frá. Narfi. Guðmundur Kristjánsson ✝ Alda Jóns-dóttir hús- móðir fæddist í Vestmannaeyjum 17. apríl 1923. Hún lést á öldr- unardeild Vífils- staðaspítala 5. jan- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Auð- unsson, skósmiður í Vestmannaeyjum, fæddur á Eyrarbakka 12.8. 1891, d. 1975, og Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja í Vest- mannaeyjum, fædd í Selvogs- hreppi 29.11. 1888, d. 1980. Alda var þriðja í röð átta systkina. Eftirlifandi systkini Öldu eru Guðrún, f. 19.3. 1925, Jón Vídalín, f. 19.12. 1926, og Ingibjörg, f. 30.9. 1929, en látin eru Sigríður, f. 1918, d. 1958, Borgþór, f. 1922, d. 1968, Ísleifur, f. 1928, d. 2008, og Sigurður, f. 1930, d. 2014. Alda giftist fyrsta vetr- ardag ársins 1950 Sigurði 1954. Synir þeirra eru: Hálf- dán, f. 1976, kvæntur og á þrjár dætur, Sigurður f. 1980, kvæntur og á tvö börn, og Davíð f. 1982, í sambúð. 3) Sigríður Jóna hjúkrunarfræð- ingur, búsett í Noregi, f. 1959, gift Jan Philip Eikeland. Börn þeirra eru: Sandra Rut, f. 1984, gift og á tvær dætur, Eydís Alda, f. 1988, og Sindre Philip, f. 1992. 4) Örn, iðn- aðartæknifræðingur, f. 1964, búsettur í Reykjavík, kvæntur Fanneyju Kristjánsdóttur, f. 1963. Börn þeirra eru: Þóra Hafdís, f. 1989, Fannar Örn, f. 1993, og Elfar Snær, f. 1999. Alda og Sigurður bjuggu á Egilsstöðum frá 1950-1971 og ólu þar upp öll sín börn. Alda var húsmóðir og sinnti heimili en síðustu búsetuár sín á Eg- ilsstöðum starfaði hún hjá prjónastofunni Dyngju. Árið 1971 fluttust þau til Reykja- víkur og bjuggu í Stóragerði 8. Alda starfaði þá m.a. við saumaskap í húsgagnafram- leiðslu en síðar hjá Nóa-Síríusi þar til hún komst á eftirlauna- aldur. Árið 2003 fluttust þau í nýja íbúð sem félag eldri borgara byggði við Dalbraut 14 í Reykjavík. Útför Öldu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnarssyni húsa- smíðameistara frá Beinárgerði á Völlum, f. 19.8. 1923. Foreldrar hans voru Gunnar Sigurðsson, bóndi í Beinárgerði á Völlum, f. 1891, d. 1942, og Guðlaug Sigríður Sigurð- ardóttir, hús- freyja í Bein- árgerði, f. 1890, d. 1964. Sigurður andaðist eftir lang- varandi veikindi á Landspít- alanum við Hringbraut 15. júlí 2005. Börn Öldu og Sigurðar eru: 1) Berglind svæfingahjúkr- unarfræðingur, f. 1950, búsett í Reykjavík, gift Helga Hjálm- arssyni f. 1947, d. 1993. Börn þeirra eru: Arnar Sigurður, f. 1973, hann á þrjú börn, Íris Alda f. 1978, og Helgi Steinar f. 1982. 2) Gunnar Hilmar raf- virkjameistari, f. 1954, búsett- ur í Mosfellsbæ, kvæntur Kristínu Hálfdánardóttur, f. Elskuleg móðir okkar hefur nú kvatt þessa jarðvist, hún lést 5. janúar á Vífilsstöðum, 91 árs að aldri. Hún hafði verið við ágæta heilsu, séð um sig sjálf með að- stoð fjölskyldu og heimahjúkrun- ar þar til fyrir fáum mánuðum að hún datt og mjaðmarbrotnaði. Við það áfall hrakaði heilsu henn- ar hratt. Mamma okkar fæddist í Vest- mannaeyjum 17. apríl 1923 og ólst þar upp með foreldrum sín- um og sjö systkinum. Þrjú þeirra eru enn á lífi. Hún bar ætíð hlýj- an hug til Eyja og sagði alltaf „heim“ þegar hún talaði um þær. Fannst henni það fallegasti stað- ur á Íslandi – elskaði líka Ísland allt og hvergi annars staðar gat hún hugsað sér að búa. Hún kynntist föður okkar, Sig- urði Gunnarssyni ættuðum af Fljótsdalshéraði, í Reykjavík ár- ið 1950 og fluttist með honum til Egilsstaða. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hana að koma í fámennið þar en íbúar staðarins voru þá rétt rúmlega 100. Þau ásamt öðru framsæknu og duglegu fólki reistu sér þar heimili og fljótt myndaðist vísir að þorpi, sem er nú í dag einn fal- legasti bær landsins. Þar erum við systkinin fædd og þar var gott að alast upp, gott veður á sumrin og mikill snjór á vetrum. Mamma var heima að hugsa um okkur, ætíð til staðar svo ljúf og umhyggjusöm en gat líka ver- ið ákveðin og staðföst á sínu. Á flestum heimilum var mikið að gera hjá húsmæðrum á þessum tíma. Fyrstu árin var ekkert hægt að sækja tilbúið út í búð, hvorki matarkyns né klæðnað. Hún var mjög handlagin og saumaði t.d. allt á okkur systk- inin og mikið var unnið í eldhús- inu við matargerð og bakstur. Öll hugsum við með hlýju til áranna fyrir austan. Eftir rúmlega 20 ára búsetu á Egilsstöðum fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og starfaði mamma lengst af hjá Nóa Síríus. Þegar starfsævi hennar lauk sótti hún í mörg ár handavinnu- tíma fyrir aldraða og skemmti- legast þótti henni að mála á postulín. Liggja margir fallegir hlutir eftir hana frá þeirri vinnu. Hún og pabbi ferðuðust tölu- vert erlendis. Fyrstu ferðina fóru þau 1967, „Sjö landa sýn“ til Mið- Evrópu. Það var fátítt í þá daga, allavega á Egilsstöðum. Oft fóru þau til Siggu og fjölskyldu í Nor- egi, þar fannst þeim gott að vera. Þau dvöldu líka mikið í sumarbú- stað Berglindar í Svarfhólsskógi, sérstaklega eftir að starfsævi lauk. Þar undu þau sér vel og mamma alltaf tilbúin að koma þangað eftir að pabbi lést. Hún fylgdist vel með sínu fólki, okkur systkinunum, öllum afkomendum og mætti yfirleitt alltaf í öll boð en sagði samt „ég kem ef vel liggur á mér“, oftast lá nú vel á mömmu okkar. Við systkinin kveðjum mömmu með þakklæti og virð- ingu, fyrir allt sem hún var okk- ur, með þeirri bæn sem hún kenndi okkur þegar við vorum börn. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Öllum ættingjum og vinum sendum við innilegt þakklæti fyr- ir samúðarkveðjur. Berglind, Gunnar, Sigríður og Örn. Elsku amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég sit hér og hugsa til baka var margt skemmtilegt sem við gerðum saman þegar ég var yngri og er sá tími sem við áttum í eldhúsinu, að dunda okkur við að perla, mér ómetanlegur og þykir mér svo vænt um hann og allt sem þú kenndir mér í handa- vinnunni. Þú varst mér alltaf svo góð og ég veit hvað þú varst stolt af mér þó svo við höfum ekki getað eytt miklum tíma saman seinustu árin, eftir að ég flutti út. Við náðum hins vegar að eyða góðum tíma saman seinustu dag- ana um jólin og mér fannst ég vera heppin að fá að hitta þig allt- af þegar vel stóð á. Þitt seinasta kvöld þegar við kvöddumst föðm- uðumst við innilega og horfðumst í augu, við vissum að þetta yrði jafnvel í seinasta sinn. Með mikl- um söknuði kveð ég þig. Mér þykir sárt að hugsa til þess að þú sért farin og að við munum ekki eyða fleiri stundum saman en ég veit að þú ert komin á betri stað með afa og að þú munt ávallt vaka yfir mér. Þín Þóra Hafdís. Alda Jónsdóttir Ég átti erfitt með að trúa því þegar ég frétti af andláti Magga frænda. Ég minnist allra góðu stund- anna sem við áttum saman í Hátúninu, pöntuðum pítsu, horfðum á boltann og studdum Magnús Thorlacius Einarsson ✝ MagnúsThorlacius Ein- arsson fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1964. Hann lést 23. janúar 2015 á heimili sínu að Há- túni 10A. Útför Magnúsar fór fram frá Grens- áskirkju 30. janúar 2015. við bakið á okkar ástkæru rauðliðum frá Bítlaborginni í gegnum súrt og sætt. Ferðin sem við fórum í Vatnaskóg er mér sérstaklega minnisstæð, þegar Maggi frændi sýndi snilli sína í knattspyrnu. Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann fagnaði sig- urmarkinu sem hann skoraði með því að renna sér á hnján- um á græna gólfdúknum í íþróttahúsinu í Vatnaskógi. Ég var fullur aðdáunar yfir leikni hans og knattspyrnufærni. Maggi frændi var mjög barn- góður, þegar honum var falið að passa mig vantaði aldrei um- hyggjuna, hann bjó til hafra- graut og sá til þess að ég fengi allt það besta eins og ef mamma og pabbi væru til stað- ar. Hann var hlýr, kærleiks- ríkur og duglegur að senda okkur Hjördísi fallegar kveðjur við hvert tækifæri. Mér þótti mjög vænt um að börnin mín fengu að kynnast honum enda sýndi hann þeim alltaf svo mikinn áhuga. Maggi „bíbb“ er viðurnefni sem festist við hann á mínu heimili eftir jólaboðið í Klyfjaselinu þegar hann og Rósa Kristín hlógu saman og skemmtu sér við að ýta á nefið hvort á öðru með viðeigandi hljóði. Þessar minn- ingar ásamt svo mörgum öðr- um um góðan og traustan frænda munu lifa með okkur um ókomna tíð. Einar Helgi Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.