Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 ✝ SigurbjörgAgnes Ósmann Jónsdóttir kennari fæddist á Sauð- árkróki 20. júlí 1949. Hún andaðist á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 20. des- ember 2014 eftir u.þ.b. árs baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar voru Helga Ingibjörg Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 10. apríl 1922, d. 2. febrúar 1985, og Jón Björnsson verkstjóri, f. 9. janúar 1916, d. 13. nóvember 1975. Bróðir Sigurbjargar er Sigurður Ósmann Jónsson, f. 1951. Sig- urður er giftur Sigríði Guðna- dóttur, f. 1950, og eiga þau sam- 1994, og fósturson, Jón Reyni, f. 1982. Sigurbjörg giftist Bergsveini Auðunssyni, f. 1949, d. 1998, þau skildu. Þau áttu saman tvö börn; Ingibjörgu, f. 23. júní 1975, og Auðun, f. 12. mars 1980. Fyrir átti Sigurbjörg Jón Ósmann Arason, f. 11. nóvember 1970. Jón Ósmann á tvö börn; Rakel Maríu, f. 2003, og Ágúst Breka Ósmann, f. 21. mars 2006. Jón Ósmann býr í Kanada. Ingibjörg er gift Herði Bjarnasyni, f. 1967, og eiga þau þrjú börn; Agnesi, f. 1997, Köru Mist, f. 2001, og Hlyn, f. 2006. Þau búa í Kanada. Auðunn er ógiftur og á þrjú börn; Önnu Þrúði, f. 2003, Ant- oníu, f. 2007, og Viðar Darra, f. 2012. Sigurbjörg ólst upp á Sauðár- króki. Hún stundaði nám við Kennaraskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan 1970. Sigurbjörg kenndi víða um land og lauk kennarastarfi sínu á Akureyri. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. an tvær dætur: Helgu Jónu, f. 1975, sem er gift Óskari Guðmundssyni, f. 1965, og eiga þau tvo syni, Sigurð Nonna og Guðmund Nóa, f. 2007. Fyrir átti Óskar soninn Óliver f. 1995. Guð- nýju, f. 1988. Fyrir átti Sigríður dótt- urina Steingerði Ágústu, f. 1969. Steingerður var gift Hreiðari Hreiðarssyni, þau skildu. Þau eiga saman þrjú börn; Sigurð Ágúst, f. 1991, og Ragnhildi og Sigurjón, f. 1996. Sambýlismaður Steingerðar er Sigurður Þór Kristjánsson, f. 1958, og á hann fyrir Steinar Frey, f. 1982, Kristínu Svövu, f. Sigurbjörg, eða Sibba systir, eins og ég kallaði hana alltaf lést á Landspítalanum eftir u.þ.b. árs baráttu við krabba- mein. Það var mjög gott að alast upp á Króknum og eiga góða systur, aðeins eldri en ég var, sem að sjálfsögðu fékk svolítið að ráða yfir mér. Sibba systir var hæg í fasi, dökk yfirlitum og mjög falleg. Þó hæg væri réði hún því sem hún vildi. Sibba systir vann ýmis störf á námsárunum á Króknum, vann við skógrækt að Hólum í Hjalta- dal, var sumarlangt í Vest- mannaeyjum hjá frænku okkar að gæta barna, hún fór til Vi- borgar í Danmörku að vinna hjá Sörensen apótekara í Svane Apotek, vinar pabba, sem einu sinni átti heima á Króknum. Sibba systir var mjög list- feng, skrifaði mjög vel, teiknaði, málaði, saumaði út og prjónaði. Hún hefur sennilega erft það frá móðurömmu okkar, Margréti Björnsdóttur, sem var listamað- ur í höndunum. Þegar við Sibba systir vorum að alast upp á Króknum skipt- um við krakkarnir bænum upp í ytri og syðri bæ. Á milli þessara hverfa var dálítill rígur. Það var svolítið slegist og farið í skylm- ingabardaga. Gott var þá að geta smíðað sverð, nóg var af eikarspýtum hjá pabba úr báta- smíðinni og einnig krossviði. Úr krossviðnum voru smíðaðir skildir. Skjöldurinn þurfti að hafa ógnandi myndir á framhlið- inni. Þá var það Sibba systir sem málaði fyrir mig á þá myndir af drekum, fuglum eða öðru sem átti að ógna andstæð- inginum. Á unglingsárunum á Krókn- um var fjölskyldan okkar stór, mikið og náið samband á milli allra. Dóri frændi og Jana áttu heima í Hyrnu úti í Kristjánsk- lauf. Margrét dóttir þeirra og Sibba systir náðu vel saman þótt aðeins væri aldursmunur á þeim. Bjössi frændi og Leifa áttu heima rétt við Hyrnu, Steini Björns og Stebba úti í Lindargötu. Margrét amma og Sigurður afi voru flutt til Reykjavíkur áður en við Sibba fæddumst en komu yfirleitt á Krókinn um jólin og voru þá fjölskylduboðin heima og í Hyrnu. Þetta voru góðir tímar hjá okkur Sibbu systur í faðmi fjölskyldunnar. Við Sibba systir vorum bara tvö börn foreldra okkar. Pabbi dó 1975, aðeins 59 ára, mamma dó 1985, aðeins 63 ára og nú Sibba systir 20. desember 2014, aðeins 65 ára. Við Sibba systir rifjuðum upp margt gamalt og gott, þegar ég heimsótti hana að sjúkrabeðin- um, þó var hugur hennar mest hjá barnabörnunum sem hún var svo stolt af, hvað þeim gengi vel að læra. Einnig dásamaði hún Auðun, son sinn, sem kom nokkrum sinnum á dag til henn- ar á sjúkrahúsið og fór oft það- an með innkaupalista til að kaupa snyrtivörur fyrir hana því Sibba systir vildi alltaf líta vel út. Á sjúkrahúsinu voru góðar vinkonur hennar í sjúkraliðinu sem hjálpuðu henni að bera krem á húðina, mála augnhárin, brúnirnar og lakka neglurnar. Ég vil færa starfsfólki á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut þakkir fyrir umönn- un og vinarþel í hennar garð. Einnig starfsfólki á Sjúkrahóteli LSH við Ármúla fyrir góða umönnun þar. Sibba systir óskaði eftir að útför hennar færi fram í kyrr- þey. Blessuð sé minning hennar. Guð gefi börnum og barabörn- um hennar styrk í sorginni. Sigurður Ósmann Jónsson. Sigurbjörg Agnes Ósmann Jónsdóttir ✝ Alda BryndísHansen fædd- ist í Reykjavík 19. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 5. jan- úar 2015. Foreldrar Öldu voru hjónin Soffía Pétursdóttir, f. 21.11. 1888 í Reykjavík, d. 22.1. 1977, húsmóðir, og Hans Julius Hansen, f. 26.6. 1882 á Borgundarhólmi, d. 7.2. 1944, vélsmíðameistari. Systkini hennar voru Bettý, Pétur, Karl og Viktor og eru þau látin. Alda giftist 3. apríl 1943 Ólafur dóttur, Guðrúnu Soffíu og Esther tvö börn, Finnboga og Vigdísi Elísabetu, 2) Páll, f. 27.12. 1974, maki Guðný Steins- dóttir, f. 19.12. 1974 og eiga þau tvo syni, Benjamín Stein og Daníel Georg. Alda giftist 10. apríl 1968 Bárði Daníelssyni, f. 26.10. 1918, d. 7.3. 2012, arki- tekt. Foreldrar hans voru hjón- in Jónína Loftsdóttir, f. 6.8. 1888, d. 8.1. 1974, húsmóðir, og Daníel Benediktsson, f. 6.9. 1889, d. 17.12. 1965, bóndi. Alda bjó alla tíð í Reykjavík, nær 70 ár á sama stað á Há- teigsvegi. Eftir fráfall fyrri eig- inmanns var hún um árabil að- albókari hjá Hitaveitu Reykja- víkur. Hún keppti í sundi á yngri árum og síðar í brids. Hún starfaði m.a. í Rauða krossinum og Oddfellow- reglunni. Útför Öldu hefur farið fram í kyrrþey. Ólafi Georgssyni, f. 10.2. 1918, d. 19.8. 1961, forstjóra. Foreldrar hans voru hjónin Aug- usta Weiss, f. 31.12, 1888 í Kaupmanna- höfn, d. 10.1. 1970, húsmóðir, og Georg Ólafsson, f. 26.12. 1884, d. 11.4. 1941, bankastjóri. Sonur Öldu og Ólafs er Georg, f. 13.7. 1945, maki Soffía Stefánsdóttir, f. 23.4. 1945. Synir þeirra eru 1) Ólafur, f. 5.7. 1967, maki Esther Finnbogadóttir, f. 30.11. 1969 og eiga þau son, Georg. Fyrir á Elsku Alda, ég geng um húsið þar sem áður fyrr var margt um manninn. Nú er undarlega tómt en fullt af minningum og öllum góðum. Ég horfi út um eldhús- gluggann, sé þig fyrir mér vera að sópa stéttina og dytta að blómum og trjám. Lít næst út um stofugluggann, páskaliljur og rauðir túlípanar í blóma og þú að snyrta beðin. Allt í röð og reglu og hvergi slegið slöku við. Ég kynntist Öldu þegar við Georg fórum að vera saman haustið 1962. Hún var þá nýlega orðin ekkja eftir lát fyrri eigin- manns síns, Ólafs, og starfaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Árin eru því orðin mörg sem við höfum fylgst að og betri tengdamóður hefði ég ekki getað kosið mér. Hún var mörgum góðum kostum búin, glæsileg, jákvæð og atorkusöm með húmorinn í lagi, ákveðin og kunni að svara fyrir sig ef því var að skipta. Hún var ekki að gera of mikið úr hlut- unum; þegar lítill snáði uppgötv- aði að litla borðið var með hjólum og brunaði af stað og postulíns- vasinn flaug í gólfið og sama end- urtók sig í næstu heimsókn á Hátó en þá var það kristalsvasi sem fór í gólfið. „Þetta eru bara dauðir hlutir, ekkert til að gera veður út af, auk þess er þetta mér að kenna að hafa vasana á borðinu því ég veit hvað honum finnst borðið spennandi.“ Þessi viðbrögð voru mikill léttir fyrir stressaða mömmuna. Það var líka vel þegið þegar Alda mætti á Grenimelinn og tók á móti strákunum okkar með steiktum fiski þegar þeir komu úr skólanum. Hún styrkti þannig sambandið við ömmustrákana sína og vini þeirra og það var líka oft snyrtilegra umhorfs þegar ég kom heim úr vinnunni en þegar ég fór í vinnuna. Ég minnist með ánægju allra skemmtilegu ferðanna sem við fórum með Öldu og Bárði, bæði innanlands og utan. Á ferðum okkar innanlands útbjó Alda allt- af nesti og gerði það svo snilld- arlega að það dugði marga daga og alltaf jafngott. Spil voru ávallt með í för enda var Alda áhuga- söm um brids og spilaði keppn- isbrids í fjölda ára. Hún stundaði einnig hestamennsku um skeið, átti leirljósan gæðing, og fór í lengri og skemmri hestaferðir. Hún var virk í Oddfellow-regl- unni um árabil og í Rauða kross- inum. Hún afgreiddi í Rauða- krossbúðinni á Borgar- sjúkrahúsinu og langömmustelpunni fannst mikill fengur í að fá að fara með löngu Öldu í búðina. Þær voru góðar þar saman. Alda kepptist við að selja og sú stutta náði líka sínu fram. Já, tengdamóðir mín naut sannarlega lífsins meðan heilsan leyfði. En síðustu árin voru erfið. Þrekið ekki mikið en aldrei kvartaði hún, viðmótið alltaf já- kvætt og gaman var að sjá glampa í augunum og bros á vör þegar smáfólkið var með í för. Ég kveð hana með þakklæti og virðingu. Soffía Stefánsdóttir. Alda móðursystir mín var fædd og uppalin á Laugavegi 163. Faðir hennar keypti eignina árið 1917 og var hún í eigu fjöl- skyldunnar til ársins 1968. Á Laugaveginum var stórt íbúðar- hús og stór útihús. Á sumrin flutti fjölskyldan með bústofninn inn í Laugardal en þar áttu þau stórt land og sumarhús sem hét Flöt. Í túnjaðrinum á Flöt voru gömlu sundlaugarnar og sóttu krakkarnir þær stíft. Móðir mín og Alda æfðu og kepptu í sundi og unnu oft til verðlauna. Æska Öldu var gleðirík. Alda var að sögn móður minnar mjög laglegt barn, tápmikil og fjörug. Hún forframaðist snemma, fór með foreldrum sínum á ættar- mót í Borgundarhólmi árið 1931, en faðir hennar var þaðan og kom til Íslands fyrst árið 1904 sem landmælingamaður. Árið 1934 fékk faðir Öldu heilablæðingu og lamaðist við það. Þetta var mikið reiðarslag fyrir fjölskylduna. Þær systur fóru því snemma að vinna, fengu sumarvinnu við að breiða saltfisk þar sem nú er Skúlatúnsreitur. Af mikilli ráðdeildarsemi og samheldni fjölskyldunnar tókst Soffíu móður Öldu að halda Laugavegi 163 og fjölskyldan hélt reisn sinni. Ljúfar bernskuminningar hrannast upp. Alda að koma í heimsókn á Laugaveginn, við að fara í veislur eða jólaboð á Há- teigsveginum, ég að fara í pöss- un til hennar, Alda að fara með okkur á berjamó, í veiði í Brúará eða á hestbak. Þegar hún kom að utan kom hún ávallt hlaðin gjöf- um til okkar Soffíu systur. Alda spilaði stórt hlutverk í lífi fjöl- skyldu okkar, hún var höfuð ætt- arinnar. Í æsku minni var á Háteigs- vegi 34 samfélag öðlinga. Þar bjó stórfjölskyldan, Alda, Ólafur og Georg, ásamt Ágústu tengda- móður hennar og mágkonunum Effu og Dagnýju. Það var viss passi að um leið og maður var mættur á Háteigsveginn þá var farið niður til frú Ágústu að fá Wafer-súkkulaði og mjólk eða upp til Effu eða Dagnýjar og þar var alltaf súkkulaði eða kara- mellur. Frænka var lítt hrifin af þessu gotteríisáti drengsins. Mikil og djúp vinátta var á milli fjölskyldnanna á Háteigsvegi 34 og Laugavegi 163. Í einni pössuninni tók Alda mig og lét mig með brögðum læra dagana og mánuðina og Ólafur kenndi mér á klukku. Um tíma stundaði Alda hesta- mennsku af miklu kappi. Var þetta upphaf hestamennsku okk- ar feðga og var ég oftar en ekki stoltur meðreiðarsveinn hennar. Annað áhugamál hennar var að spila brids, hún var mikil keppn- ismanneskja og vann til fjölda verðlauna. Reisn var það sem einkenndi Öldu, hún var glæsileg kona og vakti hún athygli hvert sem hún fór, bæði fyrir glæsileik og frjálslega framkomu, var æðru- laus, beinskeytt og sagði skoð- anir sínar hiklaust á mönnum og málefnum. Hún átti létt með að hrífa fólk með sér með jákvæðni og skemmtilegheitum. Alda var heimskona. Um langt árabil var ég nær vikulegur gestur hjá Öldu, en þegar leið á í amstri daganna og áranna rás hittumst við sjaldnar, en hún bar ávallt mikla um- hyggju fyrir mér og mínum og vildi hag minn sem bestan. Kveð ég með söknuði ástkæra móður- systur mína. Ingileifur Einarsson. Alda Bryndís Hansen Anna Katrín Jónsdóttir móður- systir okkar var alla tíð hluti af tilveru okkar, alveg frá því við munum fyrst eftir okkur. Hún var tví- burasystir móður okkar og voru þær alla tíð mjög nánar. Þegar þær voru litlar telpur í Geirshlíð voru þær alltaf eins klæddar, þær skiptu verkum alveg jafnt á milli sín og voru mjög samrýnd- ar. Þær voru mjög líkar, jafnvel þannig að nánir ættingjar þekktu þær ekki alltaf í sundur. Þær fóru saman í skóla í Reykholti og eignuðust þar góða vini. Þegar þær hleyptu heimdraganum urðu þær einnig samferða. Réðu sig Anna Katrín Jónsdóttir ✝ Anna KatrínJónsdóttir fæddist 29. apríl 1920. Hún lést 25. janúar 2015. Útför Önnu Katrínar fór fram 3. febrúar 2015. fyrst í vist á Akra- nesi og sá amma um að þær lentu hjá góðu fólki. Þær fóru saman á Kvenna- skólann á Hvera- bökkum í Hvera- gerði og töluðu alla tíð mjög vel um þann skóla. Síðan lá leið þeirra til Reykjavíkur og unnu þær þá við þau störf sem buðust ungum stúlkum af landsbyggðinni. Þannig urðu þær samferða í öllu þar til kom að því að þær festu ráð sitt. Á tíma- bili bjuggu fjölskyldurnar tvær undir sama þaki í húsnæðiseklu eftirstríðsáranna og styrkti það fjölskylduböndin enn frekar. Okkur eru eftirminnilegar heim- sóknirnar á Blómvallagötuna í æsku. Þar var alltaf tekið á móti okkur af mikilli ljúfmennsku og hjartarýmið var nóg. Eftir að Anna varð einstæð móðir fór hún aftur út á vinnumarkaðinn og vann við verslunarstörf. Fyrst í miðborginni þar sem hún gat gengið í vinnuna. Síðar í austur- borginni og tók þá strætó til vinnu. Oft fór hún heim í hádeg- inu í mat og gekk þá hluta leið- arinnar. Eftir að hún hætti að vinna, hálfáttræð, stundaði hún gönguferðir á hverjum degi. Oft fór hún lengri leiðina til að versla, út á Granda eða upp á Laugaveg. Þegar hún svo um nírætt gekkst undir mjaðmaliðskiptiaðgerð bjó hún að þessari hreyfingu og var því ótrúlega fljót að ná aftur fyrri styrk. Þegar heilsan fór að gefa sig fékk hún inni á Grund og fór því ekki langt, aðeins yfir götuna. Þangað var gott að heimsækja hana. Aðspurð um líðan var svar- ið jafnan að hún hefði það gott, mjög gott. Jákvæðni, yfirvegun og æðruleysi einkenndi hana alla tíð og allt fram á síðasta dag. Við kveðjum góða og nána frænku og móðir okkar kæra systur í næstum heila öld. Við sendum dætrum hennar, Guð- rúnu og Kristbjörgu, og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Önnu Katrínar. Systrabörnin í Stóragerði, Sigrún, Vilborg, Ólöf og Jón. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kvaddi þig rétt fyrir jólin að þetta væri síðasta skiptið sem ég ætti eftir að hitta þig. Þú komst til mín í útskrift- arveislu og varst svo hress og leist svo vel út eins og alltaf. Fljótlega eftir áramótin fékk ég þær fréttir að þú værir komin á Nanna I. Helgadóttir ✝ Nanna Helga-dóttir fæddist á Eskifirði 16. janúar 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. janúar 2015. Útför Nönnu fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 30. janúar 2015. spítala. Veikindin virtust þó ekki al- varleg en hugur minn var hjá þér og spurði ég daglega um líðan þína. Á af- mælisdaginn þinn fékk ég símtal þar sem mér var tjáð að þú hefðir látist þann sama dag. Ég átti bágt með að trúa því að þú, fallega frænka mín, værir farin og voru þessar fréttir mér eins og öllum í kringum þig þungbærar. Mér hefur alltaf þótt afar vænt um þig og þú hefur ávallt sýnt mér hlýju og væntumþykju. Þú varst einstaklega hjartahlý manneskja og um leið fáguð og falleg. Framkoma þín var einstök en hún einkenndist af góð- mennsku og hlýju. Bertha María mín sagði eitt sinn við mig: „Ég sé bara hvað Nanna er góð mann- eskja.“ Hún hafði rétt fyrir sér enda börn oft glögg á slíka hluti. Þið voruð fjögur systkinin, góður og fallegur hópur sem ólst upp á Eskifirði. Varla er liðið ár síðan að Bommi frændi lést og veit ég að erfitt er fyrir pabba og Gauju frænku að þurfa að sjá á eftir systkinum sínum. Minning- arnar lifa þó áfram og geta þau eflaust yljað sér við þær. Það er svo sannarlega mikil eftirsjá að þér, elsku frænka. Ég vil þakka þér og Kristjáni fyrir góðvild í minn garð og einnig fjöl- skyldu minnar í gegnum tíðina. Um leið og ég votta Kristjáni, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra samúð mína bið ég Guð um að veita þeim styrk í sorginni. Hvíldu í friði mín kæra frænka og megi minningin um þig lifa. Erna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.