Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Einkasýning með verkum Katrínar Sigurðardóttur myndlistarkonu verður opnuð í dag í List Virtual Arts Center við hinn virta banda- ríska háskóla MIT. Á sýningunni verða tvær raðir verka, annarsvegar Ellefu og hins vegar Unbuilt Residences in Reykjavík, 1925-1930. Katrín lauk við bæði verkefnin sérstaklega fyr- ir sýninguna. Í tilkynningu frá safn- inu segir að í skúlptúrverkum sín- um fáist Katrín, sem var fulltrúi Íslands á síðasta tvíæringi í Fen- eyjum, við það hvernig strúktúrar og mörk hlutanna hafi iðulega áhrif á skynjun áhorfenda. Þessi verk byggjast annarsvegar á minningum um æskuheimili hennar, verkin í Ellefu, og þá byggði hún eftir teikn- ingum röð húsa sem stóð til að reisa í Reykjavík og vinnur með þau. Katrín sýnir í safni MIT-háskólans Íslenski dans- flokkurinn (Íd) ásamt Reykjavík Dance Festival (RDF) og RepNet býður upp á op- inn umræðufund í forsal Borg- arleikhússins í dag milli kl. 17.30 og 19.00. „Hvernig er hægt að breyta upp- byggingu dansflokka innan frá? Hvernig er best að tengjast rísandi hæfileikum, samfélaginu, þjóð- félaginu, áhorfendum og umhverf- inu?“ eru meðal þeirra spurninga sem velt verður vöngum yfir á fundinum. Í pallborði verða Åsa Söderberg, listrænn stjórnandi Skånes Dans- teater, Hooman Sharifi, listrænn stjórnandi Carte Blanche, Honne Dohrmann, listrænn stjórnandi Tanzmainz, Erna Ómarsdóttir, list- rænn ráðgjafi Íd, og Alexander Roberts, meðstjórnandi RDF. Fundurinn fer fram á ensku. Erna Ómarsdóttir Málþing um dansflokka haldið í dag Sónar-tónlistarhátíðin hefst í Hörpu í dag. Hátíðin, sem haldin var í fyrsta sinn í febrúar 2013, er frábær viðbót við íslenskt tónlistarlíf. Sónar er alþjóðleg hátíð, hefur verið haldin árlega í Barcelona frá 1994 og löngu orðin ein helsta tón- listarhátíð Evrópu. Aðal Sónar er ný tónlist og þá oftar en ekki með áherslu á raftónlist þótt þar sé alls kyns músík að finna. Margir helstu tónlistarmenn raftónlistarsögunnar hafa leikið á Sónar en þar hafa líka spilað óteljandi listamenn sem leika annars konar músík. Þótt Sónar Reykjavík sé vissu- lega alþjóðleg hátíð, sem sést meðal annars á því að þar spila að þessu sinni listamenn eins og Todd Terje, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Nina Kraviz, Ryan Hemsworth, Skrillex, Nisennenmondai og Kindness, þá kemur líka grúi af framúrskarandi íslenskum tónlistarmönnum fram, nefni sem dæmi Uni Stefson, Sin Fang, Samaris, Futuregrapher, Valgeir Sigurðsson, Fufanu, Ghost- igital, Prins Póló, Mugison, dj. flug- vél og geimskip, Tonik Ensemble og russian.girls. Það er úr vöndu að ráða þegar maður stendur frammi fyrir slíku hlaðborði, en ég legg til að menn láti eftirfarandi ekki fram hjá sér fara: Ein af skemmtilegustu plötum síðasta árs var It’s Album Time með norska plötusnúðnum Terje Ol- sen sem gegnir nafninu Todd Terje. Það verður sannkallað gleðistuð í Silfurbergi kl. 23.40 í kvöld. Valgeir Sigurðsson er svo upp- tekinn við að vinna með öðrum að hann hefur lítinn tíma til að sinna eigin sólóverkefnum. Það gefst þó fágætt tækifæri til að heyra hvað hann hefur verið að fást við frá því síðasta sólóskífa kom út haustið 2012. Valgeir treður upp í Kaldalóni á miðnætti í kvöld. Með eftirminnilegustu tónleikum síðustu Airwaves-hátíðar voru tón- leikar hljómsveitarinnar Fufanu. Fufanu byrjaði sem eins konar techno-sveit en er nú orðin miklu meira en það eins og heyra má í Silfurbergi kl. 20.30 á föstudags- kvöld. Hekla Magnúsdóttir vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir frum- raun sína, breiðskífuna Heklu sem gefin var út á Bandcamp. Tónlist hennar er draum- og tilraunakennd og gaman verður að heyra hana á góðu sviði Kaldalóns á föstudaginn kl. 20.30. Það er býsna langt síðan hljóm- sveitin Súrefni tók þátt í að hrinda af stað íslenskri raftónlistarbylgju á tíunda áratugnum. Sveitin lagði upp laupana fyrir fjórtán árum, en tók upp þráðinn til að minnast fallins félaga og treður nú upp með nýtt efni – Norðurljós kl. 22.00 á föstu- dagskvöld. Rússneski plötusnúðurinn Nina Kraviz sló í gegn á þarsíðasta ári og er nú með vinsælustu plötusnúðum heims – það segir sitt að henni var boðið að setja saman síðustu DJ- Kicks-skífu. Hún verður í bílakjall- ara Hörpu kl. 0.30 á föstudagskvöld. Japanska stúlknatríóið Nisennen- mondai er ein magnaðasta hljóm- sveit sem ég hef séð á sviði og það er ein af þeim hljómsveitum sem maður má ekki missa af. Þær spila vélrænt klifunarkennt krátrokk í Norðurljósum frá 21.40 á laug- ardagskvöld. Breski tónlistarmaðurinn Adam Bainbridge hefur vakið mikla at- hygli fyrir verkefni sem hann kallar Kindness, draumkennd lagræn raf- tónlist sem dregur dám af poppi, sálartónlist og mjúku r&b. Hann verður í Norðurljósum frá kl. 23.10 á laugardagskvöld. Væntanlega þekkja ekki margir russian.girls, en kannast þó kannski við Guðlaug Halldór Ein- arsson sem er meðal manna í Fuf- anu. Hann treður upp með Fufanu á föstudegi, en á laugardaginn kl. 20.30 fáum við að heyra í russian.g- irls í Kaldalóni. Skrillex er stærsta númerið á Sónar Reykjavík að þessu sinni, enda hefur hann notið mikilla vin- sælda fyrir kraftmikið teknópönkað rafeindapopp. Það er kannski ekki mikið nýtt að gerast í músíkinni, en það verður magnað partí í Silfur- bergi kl. 0.45 á laugardagskvöld (semsé – stuð aðfaranótt sunnu- dags). arnim@mbl.is Frábær viðbót við íslenskt tónlistarlíf Magnaðar Japanska stúlknatríóið Nisennenmondai býður upp á vélrænt klifunarkennt krátrokk á laugardagskvöld. Plötusnúður Nina Kraviz. Draumkennd Hekla Magnúsdóttir  Árni Matthíasson mælir með réttum af hlaðborði Sónar Gummi Jóns og Vestanáttin halda tónleika í Salnum í kvöld kl. 20.30 og frumflytja m.a. þrjú ný lög. Vestan- áttin er hljómsveit leidd af Guð- mundi Jónssyni gítarleikara og hef- ur undanfarin misseri flakkað um landið og leikið lög hans í „westræn- um útgáfum“, eins og því er lýst í til- kynningu. Mörg þeirra eru þekkt þar sem þau hafa verið flutt af hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns sem Guðmundur leikur í. Vest- anáttin leikur einnig lög af sólóplöt- um Gumma sem nefnast Japl, Jaml og Fuður. Gummi hefur auk þess samið fjölda laga fyrir söngvara á borð við Björgvin Halldórsson og Sjonna Brink. Lögin þrjú sem verða frumflutt eru ópusar og verða meðal laga á nýrri plötu Vestanáttarinnar sem kemur út í vor. Gummi mun á tón- leikunum segja frá tilurð laga og texta. Auk Gumma eru í Vestanátt- inni söngkonan Alma Rut, tromm- arinn Eysteinn Eysteinsson, bassa- leikarinn Pétur Kolbeinsson og Sigurgeir Sigmundsson sem leikur á pedal steel-gítar. Lög Gumma í „westrænum“ útgáfum Westræn Gummi Jóns með hljómsveit sinni Vestanáttinni. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 13/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! AÐEINS EIN SÝNING EFTIR Martröð (Aðalsalur) Lau 21/2 kl. 21:00 Skepna (Aðalsalur) Fim 19/2 kl. 20:00 AUKASÝNING Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 15:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 15/2 kl. 14:00 Sun 22/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 21/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Lau 14/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Lau 28/2 kl. 20:00 5 stjörnu skemmtun að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 26/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 22/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Sun 15/2 kl. 20:00 3.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. Katrín Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.