Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 REYKJAVÍK BREIÐHOLT H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Breiðholtshverfi dregur nafn sitt af bænum Breiðholti. Bærinn stóð á svipuðum slóðum og Skógarsel stendur nú. Hverfið markast af Reykjanesbraut, Elliðaám (syðri kvísl) og sveitarfélaginu Kópavogi. Einstakir hlutar hverfisins eru Efra- Breiðholt (Fell, Berg og Hólar), Neðra-Breiðholt (Bakkar og Stekk- ir) og Seljahverfi. Á vef Reykjavík- urborgar segir að Breiðholt ein- kennist af öflugu hverfastarfi með áherslu á samskipti kynslóðanna. Hverfið státi af öflugu skóla- og íþróttastarfi, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og verslunarmiðstöð- inni Mjódd svo eitthvað sé nefnt. Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti jarðirnar Breiðholt, Ártún og Árbæ árið 1906 til þess að tryggja sér að- gang að vatni Elliðaánna fyrir vatnsveitur bæjarins. Árið 1923 var Breiðholt orðið hluti af lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur. Hið forna bæjarstæði Breiðholts ásamt kirkju og kirkjugarði var friðlýst árið 1981. Íbúðarhverfin risu í landi Breiðholts á árunum 1960 til 1980. Í hverfinu búa nú um 21 þúsund manns. Keypti Breiðholt vegna vatnsins Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur verið starfrækt listnámsbraut frá árinu 1978 og er hún sú elsta sinnar tegundar á landinu. Fjöl- margir frægir listamenn hafa stigið sín fyrstu spor í skólanum og til dæmis má nefna þau Sjón, Georg Guðna, Erling Klingenberg og Heklu Dögg Jónsdóttur. Sviðsstjóri listasviðs skólans, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, segir í samtali við Morgunblaðið að brautin sé ein af stærstu brautum skólans og að hún njóti stöðugra vin- sælda. „Nú stunda næstum 150 nem- endur nám við brautina en listnámið er til stúdentsprófs svo að þeir sem innrita sig eru að stefna að því,“ seg- ir Guðrún. Rótgróið í stefnu skólans Yfir sjötíu prósent braut- skráðra nemenda sem sækja um inngöngu í Listaháskóla Íslands komast inn í fyrstu atrennu, sem þykir óvenjuhátt hlutfall. „Námið okkar er í fremstu röð enda höfum við sankað að okkur næstum 40 ára reynslu. Guðmundur Sveinsson, fyrsti skólameistari Fjöl- brautaskólans, var mjög framsýnn og strax við stofnun skólans lagði hann mikla áherslu á listir. Lengst framan af voru myndlist og tónlist á meðal þeirra kjarnagreina sem allir nemendur taka í náminu,“ segir Guðrún og bætir við að listnámið sé þannig rótgróið í stefnu skólans. Stefna skólans er að næstum helmingur námsins snúi að listum en ákveðin óvissa ríkir um skiptingu námsins í framtíðinni eftir að fram- haldsskólanám verður stytt úr fjór- um árum í þrjú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skapandi Nemendur voru önnum kafnir við að mála þegar ljósmyndari leit þar inn snemma í morgunsárið. Listnámið í Breiðholti í fremstu röð í fjörutíu ár  Rúm 70% brautskráðra nemenda frá FB komast beint inn í LHÍ Samkvæmt hinu nýja aðalskipulagi Reykjavíkur fjölgar íbúðum í Breiðholti á næstu árum um 500. Að auki bætist við atvinnuhúsnæði sem verður í heild um 45 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyr- ir því að yfirbragð byggðar í hverf- inu haldist óbreytt, en með þéttingu á nokkrum stöðum verði hægt að ná fram fjölgun íbúða. Segir að allt að 50 íbúðir muni rísa á opnu svæði austan við Suðurfell, byggð verði þétt í Mjódd, Suður-Mjódd og á efri hæðum verslunar- og þjónustuhúsa við Fellagarða og Blöndubakka. Þá er gert ráð fyrir nýjum íbúðum við Suðurhóla og Hólaberg/Gerðu- berg. Þá segir í aðalskipulaginu að í væntanlegu hverfisskipulagi Breið- holts verði þéttingarmöguleikar kannaðir frekar. Í aðalskipulaginu sé aðeins sett bindandi stefna fyrir reiti sem geri ráð fyrir fleiri en 50 almennum íbúðum eða sambæri- legri uppbyggingu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er verið að tala um allt að 1.800 nýjar íbúðir í hverfinu í því samhengi. Við Eddufell 8 í Breiðholti eru 24 nýjar íbúðir í byggingu. Þær eiga að vera tilbúnar í maí á þessu ári. Teikning/Reykjavíkurborg. Framkvæmdir Við Eddufell 8 eiga 24 nýjar íbúðir að vera tilbúnar í vor. 500 nýjar íbúðir sam- kvæmt aðalskipulagi  Um 1.800 til viðbótar í hverfisskipulagi kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Flatkökur& rúgbrauð ádiskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.