Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 17
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. „Við ætlum að reyna að halda brautinni í sama horfi þrátt fyrir styttinguna og munum leitast við að halda inntaki námsins þannig að það geti áfram veitt góðan aðgang að framhaldsnámi,“ segir Guðrún og bætir við að markmiðið sé að opna dyr frekar en loka þeim. „Við viljum að nemendur okkar hafi ekki einungis aðgang að lista- háskólum heldur einnig háskólanámi á hugvísindasviði sem felur í sér list- fræði og aðrar greinar.“ Meirihluti nemendanna fer út „Við reynum þó jafnframt að búa nemendur sem best undir fram- haldsnám í listgreinum og erum með sérstakan áfanga til að hjálpa þeim að vinna verkefnamöppu og gera hana þannig úr garði að þeir eigi meiri líkur á inngöngu í listaháskóla. Alla jafna fer ákveðinn hluti nemendanna í Listaháskóla Íslands að loknu námi en Guðrún segir að nemendur sæki sér einnig menntun annars staðar. „Stór hluti nemenda fer yfirleitt út fyrir landsteinana í framhalds- nám og meirihluti nemenda stefnir núna á það, sem endurspeglar hversu góðan grundvöll námið gefur til frekari menntunar, hvort sem það er hér eða á erlendri grundu.“ Halda hópinn eftir útskriftina Nemendur á lokaári halda reglulega sýningar í Gallerí Tukt í Hinu húsinu og segir Guðrún að skólinn haldi sýningar víðar. „Við höfum meðal annars verið með útskriftarsýningar í tönkunum í Perlunni og einnig í Brimhúsinu,“ segir hún og bætir við að mikil sam- heldni myndist jafnan meðal nem- enda brautarinnar. „Margir nemendur halda hóp- inn eftir útskrift og fara gjarnan saman í skóla erlendis. Auk þess höldum við alltaf sambandi við nem- endur eftir útskrift og fylgjumst með því sem þeir taka sér fyrir hendur sem er oft mjög spennandi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun Listirnar eru ekki síður rafrænar nú á tímum tæknialdar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015  Endurbótum á opnum svæðum og stígum í Seljahverfi eru eyrnarmerktar alls 10 millj. kr. þegar Breiðholtsbúar velja umbótaverkefni í íbúakosning- unni Betri hverfi. Hægt er að velja um alls 20 verkefni sem virt eru á alls 70 milljónir kr. Fjárheimild hverfisins er hins vegar 46,4 milljónir kr. og hvernig þeim verður varið ræðst af vilja íbúa. Betri hverfi er rafræn kosning sem hefst 17. febrúar og stendur í eina viku. Sum verkefnin eru ekki stór í sniðum; svo sem val um hvort setja skuli upp smábarnarólur á völdum leikskólum, gróðursetja við Hólaberg eða Strandasel, lagfæra beygju á hjólastíg í Neðra- Breiðholti og svo mætti áfram telja ýmis verk sem þykja þörf. En svo eru stærri verkefni innan um. Þar má nefna þá hugmynd að setja upp minigolfvöll á opnu svæði miðsvæðis í Bökkunum. Verðmiðinn á því er 5 millj. kr., litlu lægra en þau áform að leggja malbikaðan og upplýstan göngustíg við Blöndu- og Arnarbakka. sbs@mbl.is Vinna Mokar snjó í Fellahverfinu. Morgunblaðið/Golli Breiðholt fær rúmlega 46 millj. kr. Breiðhyltingar fá loks líkamsrækt- arstöð í hverfið sitt en til stendur að reisa húsnæði fyrir slíka stöð við Breiðholtslaug. Borgarráð sam- þykkti á fundi í síðustu viku að fela ÍTR, íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, að ganga til samninga við Þrek ehf., sem rekur World Class, um að vinna áfram að þróun hugmyndar um slíka stöð. „Við erum að undirbúa þetta og ljúka samningum við borgina um lóðarleigu og gatnagerðargjöld áð- ur en hafist verður handa um fram- kvæmdir,“ sagði Björn Leifsson hjá World Class í samtali við Morgun- blaðið. Björn sagði af ef bjartsýn- ustu vonir rættust væri hugsanlega hægt að opna stöðina í haust. Hún verður 1.700 fermetrar að stærð. „Þetta er stór áfangi fyrir hverf- ið,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur fyrir málinu í mörg ár. Árið 2009 samþykkti ÍTR tillögu Sjálfstæðisflokksins um að líkamsræktaraðstöðu yrði komið fyrir við Breiðholtslaugina þannig að hún yrði í góðum tengslum við laugina og aðra íþróttastarfsemi á svæðinu. Innangengt verður á milli stöðvarinnar og laugarinnar. Morgunblaðið/Golli World Class Fyrirtækið rekur þegar níu stöðvar í Reykjavík og nágrenni. World Class opnar við Breiðholtslaug  Ekki útilokað að stöðin komist í gagnið næsta haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Breiðsholtslaug Innangengt verð- ur milli laugar og stöðvarinnar.  Í alllangan tíma hafa Breiðhyltingar verið liðlega 20.000. Skv. tölum á Hagstofu voru þeir 22.083 um alda- mótin, þá bjuggu 3.970 í Neðra- Breiðholti, 9.438 í efri hlutanum og 8.675 í Seljahverfinu. Breiðhyltingum fækkaði nokkuð eftir þetta og eru nú 20.960. Það er um 5% færra en var í upphafi aldar, en þó hefur talan verið heldur að þokast upp á við síðustu ár- in. Og sem fyrr er Efra-Breiðholtið fjöl- mennast hverfa, en þar búa nú 8.813 manns. Þar, svo sem í Fellunum, er fólk af erlendu bergi brotið áberandi, s.s. Pólverjar, fólk frá Eystrasalts- löndum og Austurlöndum fjær. Í Seljahverfi búa 8.224, en 8.675 ár- ið 2000. Fækkun er 5,5% og á því er væntanlega engin algild skýring. Þó má nefna að hverfið byggðist upp fyrir um 30 árum, af ungu fólki með börn sem nú eru flutt að heiman. 5% fækkun íbúa frá aldamótum Morgunblaðið/Goli Breiðholtsbörn Lífið er skemmtilegt. Hallað hefur eilítið á karlkynið þegar litið er til kynja- hlutfalla í listnáminu síðustu ár. Að sögn Guðrúnar virðist það þó vera að breytast og mun meira er um stráka á meðal þeirra nýnema sem hófu listnám síð- asta haust. Ísak Lane Martin Vilmundarson er 18 ára nemi við listnámsbrautina og líkar námið vel. „Skemmtileg- asti áfanginn er módelteikningar því þar lærir maður svo mikið í teikningu en auk þess finnst mér mynd- listarsagan mjög skemmtileg. Hér eru umfram allt góðir kennarar sem gefa mikið af sér,“ segir Ísak og bætir við að leiðin hafi legið beint í FB eftir að grunnskólanáminu lauk. „Hann höfðaði mest til mín og mér leist best á hann. Ég skoðaði alla þá skóla sem bjóða upp á listnám og fannst námið í FB eiga best við mig,“ segir Ísak en bendir þó á að mest hafi munað um að listnámið er hluti af stúdentsprófi, sem hann stefnir á að ljúka. Eftir það liggur leiðin til útlanda að sögn Ísaks. „Ég hef sett stefnuna á Noreg, þar er spennandi nám í tölvu- leikjahönnun auk skólavistar sem virðist ekki kosta alltof mikið.“ Stefnir á að hanna tölvuleiki HALLAÐ HEFUR Á KARLKYNIÐ SÍÐUSTU ÁRIN Ísak Lane Martin Vilmundarson Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.