Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er reisulegt, eilítið ráðsett en þó ávallt reiðubúið til að þróast í takt við breytta tíma. Hótel Holt, eða Holtið eins og það er gjarnan nefnt, er hálfrar aldar gamalt í dag og Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi hótelsins, segir aldrei hafa komið til greina að breyta yfirbragði hótels- ins þessa hálfu öld sem það hefur starfað. Enda engin ástæða til að breyta því sem vel er gert. Haldið verður upp á tímamótin í hópi við- skiptavina og velunnara hótelsins síðar í dag. Hótel Holt var byggt af for- eldrum Geirlaugar, þeim Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Þorvaldi Guð- mundssyni sem kenndur var við Síld og fisk. Hótelið hefur ávallt verið í eigu fjölskyldunnar og hefur Geirlaug verið eini eigandi þess undanfarin tíu ár. Franskar stássmublur frá 18. öld prýða anddyrið og verk helstu list- málara þjóðarinnar hanga á veggj- um hvert sem litið er. Hótel Holt er ríkulega búið og eitt af sérkennum þess er einstakt safn listaverka sem prýða hótelið en Geirlaug segir að ráðdeild hafi verið höfð að leið- arljósi frá fyrsta degi. „Þetta var byggt af hagsýni,“ segir Geirlaug „Fyrst kom hótelið, ári síðar kom veitingastaðurinn og átta árum síð- ar var hótelið stækkað.“ Sérstaða að vera í íbúðahverfi Listaverkin eru hluti einkasafns sem Þorvaldur og Ingibjörg áttu. Að sögn Geirlaugar eru a.m.k. tvö listaverk í hverju og einu af 41 her- bergi hótelsins. „Stundum velti ég fyrir mér hvort ég sé á listasafni í hóteli eða á hóteli í listasafni. Ég held að hugmyndin hjá mömmu og pabba hafi verið að sameina list- áhugann og áhuga á hótelrekstri.“ Hótel Holt stendur við Berg- staðastræti og Geirlaug segir sér- stöðu að vera í miðju íbúðahverfi. Yfirbragð hótelsins hefur lítið breyst síðan dyrum þess var lokið upp fyrir hálfri öld, innréttingar voru hannaðar af Gunnari Magn- ússyni innanhúsarkitekt og nú hefur götuhæðin verið friðuð. Þegar Geir- laug er spurð hvort aldrei hafi kom- ið til greina að breyta innréttingum í samræmi við tískustrauma kveður hún nei við. „Til hvers? Ég held að það væri ekki hægt að gera betur en nú er. Okkar sérstaða er starfs- fólkið, staðsetningin og listaverkin og þannig verður það áfram.“ Geirlaug segir samsetningu gestahópsins hafa breyst und- anfarna áratugi. „Áður var mikið um Íslendinga utan af landi. Síðar kom mikið af útlendingum úr við- skiptalífinu. Nú eru það hópar á vegum ferðaskrifstofa.“ Kýs að hlúa að því sem ég á Holtið hefur ekki farið varhluta af fjölgun erlendra ferðamanna, en ekki stendur til að stækka hótelið þrátt fyrir aukna aðsókn. „Mér dettur það ekki í hug,“ segir Geir- laug. „Ég kýs að hlúa að því sem ég á.“ Hvernig er gott hótel? „Gott hótel tekur utan um gestina sína og gefur þeim eins góða þjónustu frá hjart- anu og hægt er. Til þess þarf gott starfsfólk sem ég hef svo sann- arlega og er undir dyggri stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur hótel- stjóra. Hér hafa margir verið lengi, stöðugleikinn er mikilvægur.“ Þegar Geirlaug er spurð um hvernig hún upplifi að gista á Hótel Holti segist hún aldrei hafa gert það. „Að hugsa sér, að hafa ekki gist á sínu eigin hóteli! En tíu ára sonarsonur minn er alltaf að spyrja hvort við gætum ekki gist hér. Ætli ég uppfylli þá ósk ekki einhverntím- ann.“ Gott hótel tekur utan um gestina  Hótel Holt er 50 ára í dag  Engin ástæða til að breyta því sem vel er gert, segir eigandinn  Listasafn á hóteli eða hótel í listasafni?  Sérstaðan er starfsfólkið, staðsetningin og listaverkin Morgunblaðið/Árni Sæberg Hótel í hálfa öld Hótel Holt stendur við Bergstaðastræti, í miðju íbúða- hverfi. Eigandinn segir staðsetninguna veita hótelinu vissa sérstöðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listasafn eða hótel? Verk helstu myndlistarmanna þjóðarinnar prýða Hótel Holt, bæði sali þess, ganga og herbergi. Götuhæðin er nú friðuð. Eigandinn Hótel Holt hefur verið í eigu Geirlaugar undanfarin tíu ár. Hún hefur þó verið viðloðandi reksturinn með ýmsum hætti frá byrjun og unnið þar ýmis störf, m.a. í móttökunni. Hún hefur þó aldrei gist á hótelinu. „Í dag verður nýtt hótel opnað í Þingholtunum í Reykjavík, Hótel Holt, og tekur við gestum í 30 her- bergi.“ Svona hófst grein í Morg- unblaðinu fyrir sléttum 50 árum. Þar segir að fyrstu gestirnir verði fulltrúar á þingi Norðurlandaráðs og segir Þorvaldur faðir Geirlaugar í viðtali við blaðið að það hafi stað- ið tæpt, en allt verði til reiðu til að taka á móti þeim. Útliti og innviðum hins nýja hót- els er lýst í greininni, „allt teppa- lagt út í horn með nælonteppum, fallega rauðum“ og til þess er tek- ið að hverju herbergi fylgi „bað- herbergi með sturtubaði með sér- stöku blöndunartæki“ og í herbergjum séu útvörp, sími og möguleiki á sjónvarpi. Haft er eftir Þorvaldi að hann hafi leitast við að setja íslenskan svip á hótelið. Nafn hótelsins, sem Ingibjörg móðir Geirlaugar á heiðurinn af, er annars vegar dregið af staðsetn- ingunni í Þingholtunum og hins vegar úr íslenskri náttúru, en Ingi- björg var lyfjafræðingur og mikill náttúruunnandi og hafði ávallt ker með holtagróðri við innganginn. „Hún átti líka heiðurinn af nafninu á Hóteli Sögu, en pabbi sá um upp- byggingu þess,“ segir Geirlaug. Ekki er hægt að fjalla um Hótel Holt án þess að gera Gallery res- taurant, veitingastaðnum á hót- elinu, skil. Hann er margverðlaun- aður, bæði innanlands og utan og er nú rekinn af feðgunum Eiríki Inga Friðgeirsson og Friðgeiri Inga Eiríkssyni, sem er yfirmat- reiðslumaður. Að sögn Geirlaugar hafa tveir réttir verið á matseðl- inum alla tíð frá opnun.„Graflaxinn og Holtsvagninn sem er grillað lambalæri. Þetta er alltaf vinsælt, þessi sígildi íslenski matur.“ Fyrstu gestirnir voru fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi GRAFLAXINN OG HOLTSVAGNINN NJÓTA ENN MIKILLAR HYLLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.