Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hátíðin er bara almennt að stækka, bæði þegar litið er til þess að við er- um að fá stærri listamenn til lands- ins en áður auk þess sem erlendum gestum er að fjöga,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tón- listarhátíðarinnar Sónar Reykjavík, sem stendur dag- ana 12. til 14. febrúar næst- komandi í Hörpu. „Hátíðin er að fara úr ellefu hundruð erlend- um gestum yfir í yfir fimmtán hundruð. Fyr- irtækið í heild er einnig að stækka, við höldum til að mynda þrjár Són- ar-hátíðir á einum mánuði; í Reykjavík, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Árið í ár er því heldur stærra en það í fyrra,“ segir hann. Todd Terje opnar hátíðina Björn segir að þrátt fyrir að Són- ar sé vissulega elektróskotin hátíð sé engin tónlistarstefna útilokuð frá viðburðinum. „Sónar er hátíð sem fer svolítið eftir sínu eigin nefi. Það má benda á að Sónar í Barcelona er búið að til- kynna Skrillex, Die Antwoord, FKA Twigs og síðan Duran Duran. Við förum því kannski ekki eftir neinum sérstökum stefnum þegar við bókum á hátíðina, við sækjum bara frekar í það sem við viljum sjá og hvað hæfir prógramminu hverju sinni,“ segir hann og bætir við að það sé enginn einn listamaður um- fram annan sem trekki hvað mest að hátíðinni að þessu sinni. „Ég held að Todd Terje sé mjög vinsæll og því er gott að fá hann til þess að opna hátíðina á fimmtudeg- inum, koma öllum svolítið í gírinn. Skrillex er einnig vinsæll hjá yngri hópnum sem kemur á Sónar. Okkar aðalkúnnahópur er þó aldursbilið 25 ára til 36 ára. Sá hópur virðist vera að leita eftir upplifuninni sem við erum einmitt að reyna að skapa,“ segir Björn. Bílakjallarinn nýttur sem áður Björn segir talsvert meira um- stang fylgja því að vera með stór nöfn á hátíðinni en Skrillex sendi til að mynda fimm manna sveit á und- an sér frá Bandaríkjunum til að gæta þess að ljósabúnaður yrði í lagi á tónleikum kappans. „Hann bætir inn gríðarlegum fjölda ljósa og tæknihluta sem hann borgar í rauninni bara fyrir sjálfur. Honum virðist vera mikið í mun að hafa tónleikana flotta og frá- brugðna því sem hann hefur verið að gera á undanförnum tónleikum í Evrópu,“ segir hann. Eins og áður verða fimm svið í Hörpu nýtt undir hátíðina. „Silfurberg, Norðurljós, bílakjall- arinn, Kaldalón og svo förum við úr Flóahorninu á fyrstu hæðinni á aðra hæð, í svæði sem er kallað Hörpuhornið. Í bílakjallaranum verður meira af erlendum lista- mönnum að spila en hefur verið áð- ur. Nina Kraviz, Daniel Miller, Randomer og fleiri. Dagskráin þar verður á föstudeginum og laug- ardeginum,“ segir Björn. 23 ára orðspor Eins og áður segir fer erlendum gestum hátíðarinnar fjölgandi og segir Björn að reynt verði eftir fremsta megni að mæta kröfum allra gesta hátíðarinnar. „Við erum tónlistarhátíð með 23 ára orðspor þótt við séum bara búin að halda hana í þrjú ár hérna á Ís- landi. Sónar í Barcelona er ein virt- asta tónlistarhátíð í heiminum og við værum ekki að halda Sónar- hátíð undir einhverjum öðrum gæðakröfum en gilda þar. Þar ligg- urinn galdurinn í þessu hjá okkur auk þess sem við erum mjög heppin með að hafa marga góða starfs- menn,“ segir hann og bætir við að erfitt sé að bera Sónar Reykjavík saman við aðrar tónlistarhátíðir á Íslandi. „Við spáum í rauninni ekkert í það hvað aðrar tónlistarhátíðir eru að gera. Ef við værum alltaf að bera okkur saman við aðra værum við í rauninni aldrei við sjálf. Airwa- ves er náttúrlega hátíð sem gengur meðal annars út á að kynna ís- lenska tónlist og nýtur þar af leið- andi góðra styrkja frá ríki og borg. Að bera Sónar Reykjavík saman við Iceland Airwaves er því í rauninni ekki hægt. Við erum fyrirtæki sem rekur sig mest á miðasölu og samn- ingum við samstarfsaðila ásamt styrk frá Reykjavíkurborg,“ segir Björn. Engir fíkniefnahundar í ár Það bar nokkuð á nærveru lög- reglunnar á Sónar fyrir ári og mátti meðal annars sjá fíkniefnahunda inni í Hörpu á vappi milli hátíð- argesta. „Við fögnum að sjálfsögðu eft- irliti frá lögreglunnar hendi. Við mótmæltum því hins vegar harð- lega að það væri gerður grein- armunur á gestum Sónar Reykjavík og öðrum gestum í Hörpu, meðal annars með því að koma með fíkni- efnahund í húsið. Við áttum góðan fund með lögreglunni í Reykjavík eftir hátíðina í fyrra þar sem við vorum fullvissuð um að þetta yrði ekki endurtekið, við göngum bara út frá því og munum eiga samtal um þessi mál á næstu dögum,“ seg- ir Björn og bætir við að ekki sé enn orðið uppselt á hátíðina. „Það var uppselt í fyrra. Við erum búin að selja mun meira nú en við vorum búin að selja á sama tíma þá. Í upp- hafi voru þrjú þúsund og þrjú hundruð miðar til sölu, það er ekki mikið eftir af þeim og við í raun vit- um að miðarnir klárast, sem er góð tilfinning.“ Stórum nöfnum fylgir mikið umstang  Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu í dag og stendur yfir í þrjá daga  Aðsókn eykst milli ára og erlendum gestum hefur fjölgað  Tónleikar fara fram á fimm sviðum Ljósmynd/Jason Nocito Fimur Skrillex stekkur hæð sína. Björn segir Skirllex njóti mikilla vinsælda hjá yngri gestum Sónar Reykjavík. Í gírinn Todd Terje kemur gestum Sónar Reykjavík í gírinn í kvöld. Björn Steinbekk Vefsíða hátíðarinnar: sonarreykjavik.com Í dag klukkan 17 til 19 verður opnuð í Gallerí Gangi, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistar- manns á Rekagranda 8, sýning á málverkum eftir breska listamann- inn Michael Kirkham. Sýninguna kallar Kirkham Small Erotics and Still Life. Hann nam myndlist í Skotlandi og Amsterdam og hefur í um áratug verið búsettur í Berlín. Verk hans eru sýnd reglu- lega víða um Evrópu. Málverk Kirkhams þykja oft ögr- andi enda má viðfangsefni sumra teljast býsna djarft. Þegar komið er inn í Ganginn má sjá málverk þar sem andlitslaus kona klípur í aðra geirvörtuna og annað sem er nær- mynd af reistum karlmannslim. Þá er þar til að mynda kyrralífsmynd af leifum á kökudiski og portrett af mæddri konu. Kirkham segist mála í mannerískum anda fyrri aldra og því sé þetta allt skáldskapur, ólíkt því ljósmyndaraunsæi sem fólk á að venjast í verkum með slíkum við- fangsefnum. Sjálfum leiðist honum slík nálgun en hefur áhuga á að skapa samtímaverk sem vísa í list fyrri tíma. Sýningin er öllum opin. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Michael Kirkham við portrett sitt á sýningunni. Erótík og kyrralíf í málverkum Kirkhams Sónar Reykjavík 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.