Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Tóku þrjú ungmenni af lífi 2. Viðbjóðslega ríkir krakkar … 3. Bréfberi brást skyldum sínum 4. Flakið fannst 53 árum síðar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tilnefningar til Norrænu tónlist- arverðlaunanna, Nordic Music Prize, voru kynntar í gær og eru íslensku hljómsveitirnar Pink Street Boys og Prins Póló í hópi 12 tilnefndra, sú fyrrnefnda fyrir plötuna Trash From the Boys og sú síðarnefnda fyrir Sorrí. Verðlaunin verða veitt 5. mars á tónlistarhátíðinni by:Larm í Ósló. Á myndinni sést forsprakki Prins Póló, Svavar Pétur Eysteinsson. Pink Street Boys og Prins Póló tilefndar  Jón Páll Bjarna- son, einn fremsti djassgítarleikari þjóðarinnar, held- ur tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21 með Richard Andersson bassa- leikara og Matthíasi Hemstock trommuleikara. Tríóið mun leika og spinna þekkt djasslög sem Jón Páll hefur flutt á tónleikum sínum í gegn- um tíðina. Jón Páll í Mengi  Sex þekktar dragdrottningar, þær Adore Delano, Alaska 5000, Ivy Win- ters, Jinkx Monsoon, Pandora Boxx og Sharon Needles, munu skemmta í Gamla bíói 17. apríl nk. Drottning- arnar eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í raunveruleikaþáttum bandarísku drag- drottningarinnar Ru- Paul, Rupaul’s Drag Race, þar sem drag- drottningar keppa sín á milli og ein sigrar að lokum. Þekktar dragdrottn- ingar í Gamla bíói Á föstudag Austan 10-18 m/s með snjókomu, fyrst suðaustantil en hægari og úrkomulítið fyrir norðvestan. Frost 2 til 12 stig, kald- ast norðanlands. Hlánar suðaustanlands um kvöldið með slyddu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt í dag og víða þurrt og bjart en vaxandi austanátt sunnantil síðdegis og þykknar upp, austan 13-20 m/s allra syðst í kvöld og snjókoma. Talsvert frost. VEÐUR Fimm af sex fulltrúum Ís- lands á HM í alpagreinum sem stendur yfir í Colorado í Bandaríkjunum hefja keppni þar í dag í stórsvigi. Einar Kristinn Kristgeirsson og Magnús Finnsson þurfa að fara í undankeppni en hjá konunum er farið beint í aðalkeppnina. Magnús er sá eini af Íslendingunum sem ekki keppti á HM í Schlad- ming 2013, og þrjú kepptu á ÓL í Sotsjí fyrir ári. »4 Hefja keppni á HM reynslunni ríkari Það fór ákaflega lítið fyrir Usain Bolt, „rakettunni“ frá Jamaíku, á síðasta ári. Bolt, sem á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi, var þjakaður af meiðslum og gat lítið beitt sér á hlaupabrautinni. En nú horfir til betri vegar hjá þessum marg- falda heims- og ólymp- íumeistara og hann segist ætla að láta veru- lega að sér kveða á þessu ári og sýna og sanna að hann sé fljótasti maður í heimi. »2 Bolt ætlar að sýna sig og sanna á ný „Ég má ekki fara í fótbolta strax því ég fékk blóðtappa í öxlina og má ekki fara í átök á meðan ég er á blóðþynn- ingarlyfjum. En ég var í fyrsta eftirliti í vikunni, sem kom rosalega vel út og sýndi að blóðtappinn er að hverfa,“ sagði knattspyrnukonan Mist Ed- vardsdóttir meðal annars í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hefur glímt við krabbamein. »1 Mist er bjartsýn á að vera leikfær í sumar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það skapast skemmtileg stemning í kringum það þegar ég dreg út hverjir fá bókaskjóðu. Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu en eitt megin- markmið verkefnisins er einmitt að gera það spennandi og áhugavert að lesa bækur,“ segir Dröfn Vilhjálms- dóttir, bókasafnsfræðingur í Selja- skóla, um bókaskjóðurnar í skól- anum, lestrarhvetjandi verkefni fyrir 2. til 7. bekk sem hófst sl. vor. Til að fjármagna það var leitað til nærsamfélagsins; m.a. íbúa í hverfinu og fyrrverandi nemenda. Stofnað var félagið Bókavinir Seljaskóla og farið af stað með bókaskjóður í sérmerkt- um pokum sem nemendur fá reglu- lega heim með sér í vikutíma. Koma oftar á bókasafnið Hver skjóða hefur að geyma bók og lestrarhvetjandi hluti sem tengj- ast henni. Þannig fylgja matreiðslu- bók hlutir eins og bökunarform, svunta og mæliglös. Með fótboltabók fylgja fótbolti, dómaraflauta og gula og rauða spjaldið, svo dæmi séu tek- in. Dröfn segir þetta hafa tekist mjög vel og án efa aukið áhuga nemenda á lestri bóka. Meira sé um að börnin komi núna á safnið og taki bækur til láns. Nýverið kom nemandi í 3. bekk til Drafnar og sagði við hana: „Bóka- skjóðurnar eru svo skemmtilegar, takk fyrir að hafa þær á bóksafninu.“ Annar nem- andi hafði fengið mat- reiðsluskjóðuna og í kjöl- farið færði hann Dröfn kökusneið sem hann hafði bakað eftir upp- skrift úr matreiðslu- bókinni. „Þetta er það sem veitir mér mestu hvatn- inguna til þess að halda áfram á sömu braut og vinna áfram með bóka- skjóðurnar,“ segir Dröfn. Í byrjun voru skjóðurnar 15 talsins en eru núna orðnar 30. „Yfir veturinn fá allir tækifæri á að fá skjóðu hið minnsta einu sinni en vissulega vildum við geta haft fleiri skjóður,“ segir hún en í 2. til 7. bekk Seljaskóla eru um 350 nemendur. Hugmyndin kemur frá svipuðu verkefni á vegum Miðstöðvar skóla- þróunar við Háskólann á Akureyri, Fágæti og furðuverk nefnist það. Þar var útbúið sambærilegt efni fyrir bæði nemendur og foreldra, einkum fyrir feðga til að auka lestur drengja. Bókaútgáfan Bókabeitan var einn- ig tilbúin til að vera með en í þremur skjóðum eru lesbretti með barna- og unglingabókum frá útgáfunni í raf- bókarformi. Dröfn segir þetta hafa tekist mjög vel, rafbækur henti t.d. mjög vel þeim sem eiga erfitt með lestur. Hafa lesbrettin reynst mikil lestrarhvatning og sumir þannig náð í fyrsta sinn að klára heila skáldsögu. Börnin sækja í bókaskjóður  Verkefni í Seljaskóla eykur lestraráhugann Morgunblaðið/Kristinn Bókaskjóður Dröfn Vilhjálmsdóttir skoðar skjóður ásamt nemendunum Eddu Björgu Sverrisdóttur, Auðbjörgu Kr. Andrésdóttur, Matthíasi Ríkarðssyni, Álfheiði Bjarnadóttur, Þórunni Imsland og Guðmundi Helga Imsland. Dröfn Vilhjálmsdóttir mun kynna bókaskjóðurnar í Seljaskóla á mál- þingi í Norræna húsinu í dag um lestrarvanda barna og aðgerðir til þess að sporna við honum. Lionshreyfingin á Íslandi stend- ur fyrir málþinginu, sem Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra mun ávarpa. Málþingið ber yfirskriftina Börn í áhættu: Lestrarvandi. Það hefst kl. 16.30 og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er án endur- gjalds. Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi mun fjalla um hvaða áhrif tvítyngi getur haft á þróun læsis. Ingibjörg Ingólfsdóttir hjá Lesblindulist kynnir námskeið fyrir foreldra barna í efstu deildum leikskóla sem talið er að geti þróað með sér lestrarörðugleika, byggir nám- skeiðið á svonefndri Davis-aðferð. Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, kynnir hugmyndir vinnuhóps ráðuneytis- ins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Tryggvi Kristjánsson, fjöl- umdæmisstjóri Lions, setur mál- þingið en þar mun Guðrún Björt Yngvadóttir einnig kynna al- þjóðlegt lestrarátak Lionsmanna og baráttuna gegn treglæsi. Glíman við lestrarvanda barna MÁLÞING Í NORRÆNA HÚSINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.