Morgunblaðið - 26.02.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 26.02.2015, Síða 11
Morgunblaðið/Eggert Snjókoma Alda Villiljós og Sigga Dögg utan við Sjóminjasafnið þar sem viðburðurinn Sköpun/Genital verður. er enn skömm og tabú í tengslum við kynfæri. Sýningin okkar er innlegg í því að breyta þessu og gera kynfæri opinber án feimni eða skammar. Húmor er líka mjög gott tæki til að nálgast þetta málefni.“ Ákveðum margt um mann- eskju út frá kynfæri En sýningin snýst ekki aðeins um kynfæri heldur líka um vanga- veltur tengdar kyni. Sigga Dögg verður með kynfæraljósmyndir og vídeóverk, af því að hún vill að fólk endurskoði hvaða hugmyndir það hefur um kynfæri. „Ég verð á staðnum og vil frá viðbrögð frá áhorfendum. Ég ætla að pönkast svolítið með þetta. Kynlíf er oft kynfæramiðað, það fyrsta sem við sjáum þegar börnin okkar fæðast eru kynfæri þeirra og meira að segja áð- ur en þau fæðast þá kíkjum við á kynfærin. Þetta snýst svo mikið um kynfæri og við virðumst ákveða svo margt um manneskjuna út frá þessu eina atriði. Mér finnst áhugavert að velta upp spurningunni: Hvað þegar kynfæri passa ekki inn í þetta fyr- irfram gefna mót?“ segir Sigga Dögg og bætir við að þegar hún hefur sýnt unglingum kynfæramyndirnar þá halda þau oft að ákveðið útlit kynfær- is segi eitthvað um manneskjuna sem það tilheyrir. „Til dæmis benda þau oft á eina af píkumyndunum og segja: Þetta er pottþétt píka á trans- manneskju, konu sem fæddist með typpi en fór í kynleiðréttingu. En þegar ég segi þeim sannleikann, sem er sá að þessi píka tilheyri mjög frægri íslenskri konu sem er ekki trans en hefur oft verið valin í topp tíu sætin yfir fallegustu konur á Ís- landi, þá verða þau mjög hissa. En þannig komst þau að því að það er ekki hægt að flokka kynfæri eftir fólki eða öfugt. Rétt eins og það er ekki hægt að sjá á píkumyndunum hver þeirra tilheyrir lesbíu. Það er gaman að taka kynfæraumræðuna í allar áttir,“ segir Sigga Dögg og bæt- ir við að blaðamaður frá Bandaríkj- unum ætli að mæta á sýninguna og fjalla um hana. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Hópinn Sköpun skipa þau Anna Rakel, Alda Lilja, Alda Villiljós, Krista Hall, Sigga Dögg, Ýrúrarí. Viðburðurinn þeirra Sköpun / Genitalia, þar sem hægt verður að skoða kynfæri í ólíkum form- um og myndum, verður í Sjó- minjasafninu úti á Granda. Sýningin hefst á fimmtudag í næstu viku hinn 12. mars og stendur fram á laugardag. Á föstudeginum verða þau með sérstakt partí sem þau kalla Kynfærakokteil, frá klukk- an 17 til 19. Kynfæri í ólík- um formum SJÓMINJASAFNIÐ Á HÖNNUNARMARS Í kvöld hefst hin árlega íslenska bjórhátíð í fjórða sinn á Kex Hosteli við Skúlagötu og stendur hún alla helgina. Hátíðin er haldin í tilefni af 26 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. Kex Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum og munu bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Ein- stök, Vífilfelli, Steðja, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína. Nokkur erlend brugghús mæta með sína full- trúa, frá Danmörku (To Øl, Mikkeller) og Bandaríkjunum (Hopworks Urban Brewery, Founders Brewing Comp- any, Evil Twin Brewing og Two Roads Brewing). Stefán Pálson og Höskuld- ur Sæmundsson, höfundar bókarinn- ar Bjór: Umhverfis jörðina á 120 bjór- um, fara með bjórhugvekju laugardag 28. febrúar. Nánar: www.kexland.is Íslenska bjórhátíðin á Kex Hostel í fjórða sinn Íslenskir og er- lendir brugga Morgunblaðið/Kristinn Kex 2013 Mckean Banzer-Lausberg og Eric Banzer-Lausberg skála. FRAMÚRSKARANDI Þú veist það um leið og þú sérð hann. Það er eitthvað einstakt við Range Rover Evoque. Hönnunin grípur þig samstundis. Útlitið er loforð um ævintýri, þægindi og óbeislaða upplifun. Búnaðurinn er á heimsmælikvarða, hvort sem um ræðir aksturseiginleika, fjöðrunarbúnað, drifkerfi eða afl. Reynsluaktu Evoque og leyfðu honum að heilla þig. Hafðu samband í síma 525 8000 eða komdu í heimsókn. www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 7 5 8 6 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . RANGE ROVER EVOQUE – VERÐ FRÁ 7.690.000 KR. 4x4 - TD4 2,2 dísil, 9 þrepa sjálfskipting. Eyðsla 6,5 l/100 km.* BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 www.facebook.com/siggadogg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.