Morgunblaðið - 26.02.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
Málið nú snýst um skipulag mið-
bæjarins. Verið er að gera upp um-
rætt hús, en hugmyndin var að það
yrði fært annað í því skyni að opna
svæðið frá göngugötunni og Skáta-
gilinu niður að gamla hafnarsvæðinu
og menningarhúsinu Hofi. Ljóst er
nú að húsið verður ekki fært í bráð.
Bærinn mun hafa hafnað því fyr-
ir nokkrum misserum að kaupa hús-
ið og ljóst að síðan hefur það hækkað
mikið í verði. Ragnar Sverrisson
kaupmaður, einn helsti bar-
áttumaður fyrir breyttu skipulagi á
svæðinu, og samfylkingarmaður, er
foxillur við Loga Má Einarsson, odd-
vita flokksins í bæjarstjórn fyrir að
svíkja málstaðinn.
Ragnar segir að skv. skipulaginu
verði húsið að víkja, Logi aftur á
móti að heimilt sé að flytja húsið.
Það sé allt annað mál. Ragnar gagn-
rýnir leiðtogann líka fyrir að hafa
tekið að sér, sem arkitekt, að hanna
breytingar á húsinu og krefst þess
að hann víki úr bæjarstjórn. Logi
svarar því til að vinna fyrirtækis
hans, Kollgátu, snúist ekki um mikla
hagsmuni og þar sem ekki hafi verið
hægt að meina eiganda hússins að
gera við það hafi Kollgáta tekið
verkið að sér eftir að til stofunnar
hafi verið leitað.
Áskell Örn Kárason er skák-
meistari Akureyrar 2015. Síðasta
umferð á Skákþingi Akureyrar, þess
78. í röðinni, var tefld á sunnudag-
inn. Þátttakendur voru 21, sá yngsti
10 ára en sá elsti 73 ára.
Keppni var hnífjöfn. Meistari
fyrra árs, Jón Kristinn Þorgeirsson,
hafði hálfs vinnings forskot fyrir síð-
ustu umferð, en mátti þá lúta í lægra
haldi fyrir Akureyrarmeistaranum
2011, Smára Ólafssyni. Á meðan
tókst Áskeli Erni að leggja Ólaf
Kristjánsson að velli og skjótast
fram úr Jóni.
Þess má geta að Áskell var nú
með í mótinu í fyrsta sinn í 30 ár, en
hann varð einmitt meistari síðast ár-
ið 1985! Áskell fékk sex vinninga af
sjö mögulegum, en Jón Kristinn,
sem er aðeins 15 ára, hlaut fimm og
hálfan vinning.
Morgunblaðið/Skapti
Umdeilt hús Braunshús er það litla fyrir miðri mynd. Menningarhúsið Hof og gamla hafnarsvæðið í fjarska.
Má Braunshús fara
eða á það að fara?
Gegn heimilisofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norð-
urlandi eystra, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Akureyrarbær og embætti lög-
reglustjórans á Norðurlandi eystra
hefja senn sameiginlegt átak gegn
heimilisofbeldi. Halla Bergþóra
Björnsdóttir lögreglustjóri og Eirík-
ur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í
gær.
Þetta sameiginlega verkefni
hefst 1. mars næstkomandi. Árang-
ur verður metinn að ári liðnu. Unnið
verður í samráði við hagsmuna-
samtök og aðra sem geta lagt verk-
efninu lið.
Fyrirmyndin er verkefnið Að
halda glugganum opnum, samstarfs-
verkefni lögreglu og félagsþjónustu
á Suðurnesjum, sem miðar að því að
bæta rannsóknir í málum er varða
heimilisofbeldi og koma fleiri málum
í gegnum refsivörslukerfið. Mark-
miðið er að fyrstu viðbrögð lögreglu
verði markvissari, úrræði eins og
nálgunarbann og brottvísun af heim-
ili verði betur nýtt og þolendur og
gerendur fái betri stuðning.
Lítið hús við göngugötuna hefur
valdið titringi í Samfylkingunni á
Akureyri undanfarið. Um er að ræða
hús númer 106 við Hafnarstræti, þar
sem Brauns-verslun var fyrir margt
löngu og gjarnan nefnt eftir henni.
Mikið annríki er þessa dagana hjá
flugtæknideild Landhelgisgæslunn-
ar á Reykjavíkurflugvelli. Aldrei
hafa fleiri vélar verið í skýlinu en auk
flugflota Landhelgisgæslunnar er
þar einnig vél Isavia af gerðinni
Beech B-200 í viðhaldi og skoðun á
henni er að ljúka, segir á heimasíðu
Gæslunnar.
Flugvél Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF er nú í reglubundinni skoð-
un eftir langa útiveru í landamæra-
eftirliti fyrir Frontex á Miðjarðar-
hafinu en vélin kom nýverið til
landsins eftir ríflega tveggja mánaða
úthald.
Að auki er ein af þremur þyrlum
stofnunarinnar TF-SYN í stórri
skoðun sem komin er vel af stað.
Hinar tvær þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar TF-LIF og TF-GNA hafa nú
farið í gegnum stórar reglubundnar
skoðanir og eru tilbúnar til verkefna.
Flugöryggi verði fylgt
„Mikil ábyrgð fylgir því að við-
halda og reka loftför og hefur flug-
tæknideild Landhelgisgæslunnar
það hlutverk að fylgja eftir ítarleg-
um viðhaldsáætlunum sem sérsniðn-
ar eru að hverri vél fyrir sig og
tryggja það að viðhald sé fram-
kvæmt samkvæmt lögum og reglum
og flugöryggi sé tryggt eins og best
verður á kosið,“ segir í frétt á heima-
síðunni.
Ljósmynd/Gæslan
Þröng á þingi Allir fermetrar nýttir í flugskýli Landhelgisgæslunnar.
Aldrei fleiri vélar
í skýli Gæslunnar
TF-SIF komin til landsins að nýju
YOUR TIME IS NOW.
CREATE A FIRST IMPRESSION THAT
DEMANDS A SECOND LOOK.
Tíminn tignarlega túlkaður á hvítri perluskel.
Umgjörðin er prýdd 72 demöntum
sem ramma inn fíngerða tunglstöðuskífu
og nákvæma skeiðklukku.
Kvenlegt úr sem sendir skýr skilaboð
um styrk og sjálfsöryggi.