Morgunblaðið - 26.02.2015, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
REYKJAVÍK
HÁALEITI OG BÚSTAÐIR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Smáíbúðahverfið í austurhluta
Reykjavíkur var á sínum tíma til-
raun til að leysa mikinn húsnæð-
isvanda í borginni. Fólk hafði
streymt til höfuðborgarinnar á
stríðsárunum og þar varð mikil
húsnæðisekla. Að tillögu nefndar á
vegum borgaryfirvalda var ákveðið
árið 1951 að heimila byggingu smá-
hýsa í útjaðri borgarbyggðarinnar,
í Sogamýrinn norðan Hæðargarðs.
Borgaryfirvöld auglýstu lóðir og
aðstoðuðu síðan fólk á ýmsa lund,
gerðu lóðir byggingarhæfar, lögðu
götur og ræsi.
Færri fengu lóðir en vildu. Þær
voru 200 í boði, en umsækjendur
urðu rúmlega 400.Vegna gjaldeyr-
isþrenginga leyfðu stjórnvöld í
fyrstu ekki byggingu stærri húsa
en 80 fermetra. Framkvæmdir hóf-
ust af krafti haustið 1952. Heilu
fjölskyldurnar lögðu nótt við dag
við að byggja húsin og var ekki óal-
gengt að sjá alla fjölskyldumeðlimi
grafa grunna og slá upp fyrir hús-
unum. Þó urðu flestir að fá fag-
menn til hinna vandasamari verka.
Lán til framkvæmda voru lítil
sem engin. Urðu flestir að treysta á
eigið fé eða lánsfé frá vinum og
vandamönnum. Þrátt fyrir þetta
gengu byggingarframkvæmdir vel
og hverfið þótti sýna hvílíku grett-
istaki mætti lyfta þegar dugmiklir
einstaklingar og bæjaryfirvöld
tækju höndum saman. Smáíbúða-
hverfið var nánast fullbyggt árið
1955 og var þá fjölmennasta hverfi
Reykjavíkur utan gömlu byggð-
arinnar og bjuggu þar þá rúmlega
fjögur þúsund manns.
Þar naut sín fram-
tak einstaklinga
Smáíbúðahverfið á sér merka sögu
Morgunblaðið/Kristinn
Smáíbúðahverfi Teigagerði er ein hinna fallegu gatna í þessu hverfi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Grensásvegurinn sunnan Miklu-
brautar sker í sundur skólahverfi.
Oft er ekið þarna í gegn á tals-
verðum hraða og slíkt skapar slysa-
hættu. Krafa íbúa um úrbætur er
skýr enda hafa óskir um slíkt lengi
verið uppi,“ segir Kristín Soffía
Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylk-
ingar. Hún situr í umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur og þar
voru nýlega samþykktar hönn-
unartillögur um þrengingu Grens-
ásvegar milli Miklubrautar og Bú-
staðavegar.
Í dag er fyrrnefndur hluti
Grensásvegar fjórar akreinar fyrir
bíla, tvær í hvora
átt.Nú er ætlunin
að fækka reinum
til hvorrar áttar í
eina. Hvort farið
verður í fram-
kvæmdir ræðst
þó meðal annars
af þeim sjón-
armiðum um mál-
ið sem vænt-
anlega koma
fram á hverfisfundi sem haldinn
verður í næstu viku. Segja má því að
nú sé verkefnið á gula ljósinu. Og
segi íbúar já, kviknar grænt ljós og
allt fer af stað.
Að sögn Stefáns Agnars Finns-
son, yfirverkfræðings hjá umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavík-
urborgar, er nokkuð síðan
fyrirhugaðar breytingar á Grens-
ásvegi voru hannaðar. Í dag er raun-
ar frágangur útboðsgagna einn eftir.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður
160 milljónir króna og yrðu þeir fjár-
munir sóttir í 350 milljóna króna
pott sem eyrnamerktur er gerð hjól-
reiðastíga.
Hjólastígar til beggja hliða
Framkvæmdin er í stuttu máli
sagt sú að í stað tveggja akreina
verði útbúinn 2,5 metra breiður
hjólastígur, beggja vegna til hliðar
við tveggja metra breiða gangstétt.
Hvor akrein verður 4,5 metra breið
og hjóla- og göngustígur í sömu
Morgunblaðið/Júlíus
Breytingar Horft yfir Grensásveg til norðurs. Áformað er að breyta götunnni með öryggi og umhverfi í huga.
Ein akrein í hvora áttina
Grensásvegur í gerjun Skilyrði sköpuð svo ökumenn hægi
ferðina 160 millj. kr verkefni fjármagnað úr hjólreiðastígapotti
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Samkvæmt nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur, sem gildir til 2030,
mun íbúðum í Háaleitis- og Bú-
staðahverfi fjölga um 850 á tíma-
bilinu. þar af verða 550 á Kringlu-
svæði og við Sléttuveg,.
Í kynningu á þessum áformum
segir að gert sé ráð fyrir að núver-
andi grunn- og leikskólar geti tekið
við auknum fjölda nemenda, en
gera megi ráð fyrir að hlutfall
barna yngri en 16 ára lækki í hverf-
inu þegar líða tekur á skipulags-
tímabilið. Veruleg fjölgun íbúða í
Álftamýrarskólahverfi, þ.e. á
Skeifusvæðinu, er sögð kalla á end-
urskoðun á mörkum skólahverfa.
Þá segir að atvinnuhúsnæði geti
stækkað um 95 þúsund fermetra.
Frekari stækkun atvinnuhúsnæðis
geti orðið að skipulagstímabili
loknu.
Nýbyggingarnar við Sléttuveg
verða blanda fjölbýlis og sérbýlis.
Áhersla er á 2. til 4. hæða hús. Sam-
tals verða þarna um 250 nýjar íbúð-
ir. Í grennd við Kringluna verða
byggðar 150 nýjar íbúðir og fleiri í
næsta nágrenni. Á Skeifusvæðinu,
við Múla og Suðurlandsbraut, er
gert ráð fyrir allt að 300 nýjum
íbúðum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Háaleitishverfi Talsverð fjölgun íbúða er framundan í borgarhlutanum.
Byggðar verða 850
íbúðir á næstu árum
Huga þarf að mörkum skólahverfa
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
EKKISLEIKJA
MALBIKIÐ Í FROSTINU!
-NAGLADEKKIN
UNDIRHJÓLIÐ
FÁST ÍGÁP