Morgunblaðið - 26.02.2015, Page 21

Morgunblaðið - 26.02.2015, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 sögn Dounia Bouzar, forstöðumanns hugveitunnar CPDSI sem beitir sér fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir að ungt fólk gangi til liðs við íslömsk öfgasamtök. Bouzar segir að sumir ungu mannanna séu atvinnulausir og hafi ekki samlagast franska samfélag- inu. Því fari hins vegar fjarri að það gildi um alla Frakkana í samtökunum. CPDSI rannsakaði bakgrunn 160 fjölskyldna sem höfðu leitað eftir að- stoð vegna þess að börn þeirra gerð- ust stuðningsmenn íslamskra öfga- samtaka. Í ljós kom að um 80% foreldra ungmennanna sögðust vera trúlaus. Tveir þriðju fjölskyldnanna tilheyrðu millistéttinni. Langflest ung- mennanna, eða 91%, snerust á sveif með öfgasamtökunum vegna áróðurs á netinu. Moskur í Evrópu virðast því gegna litlu hlutverki í innrætingunni. Um 63% nýliða samtakanna voru á aldrinum 15 til 21 árs. Þrá spennu og sess í sögunni Rannsóknin bendir einnig til þess að ungu karlmennirnir sem snerust á sveif með samtökunum hafi verið veik- astir fyrir áróðri þeirra um að stríðs- menn þeirra séu hetjur með heilagt markmið. Stúlkurnar hafi á hinn bóg- inn verið hrifnari af boðskap samtak- anna um félagslegt réttlæti og aðstoð við fátæka. Sumir ungu mannanna ákváðu að taka þátt í baráttu samtakanna til að fá tækifæri til að upplifa raunverulega bardaga í stað þess að sitja við tölvu og spila stríðsleiki. Aðrir löðuðust að samtökunum vegna spennunnar, hættunnar og löngunar til að hafa vald yfir öðrum. Talið er að um 1.200 franskir ríkis- borgarar hafi farið til Sýrlands og Íraks til að berjast með liðsmönnum Ríkis íslams, að meðtöldum þeim sem hafa snúið aftur til Evrópu. Franska dagblaðið Le Monde sagði fyrr í vik- unni að 23% frönsku íslamistanna sem berjast núna kæmu úr fjölskyldum sem eru ekki múslímar. Trúin ristir oft grunnt meðal ungu mannanna sem ganga til liðs við sam- tökin, að sögn Marks Sageman, geð- læknis og fyrrverandi njósnara banda- rísku leyniþjónustunnar CIA í Pakistan. „Þeir eru að elta táldraum og hafa varla nokkra þekkingu á ísl- am,“ segir Sageman. „Flestir þeirra vita ekkert um Kóraninn.“ Þetta gildir þó ekki um þá alla. Talið er að sumir ungu mannanna hafi gengið til liðs við Ríki íslams í von um að öðlast sess í sögunni sem þátttak- endur í því markmiði samtakanna að sameina araba í eitt ríki, í eitt kalífa- dæmi eins og var fyrstu aldirnar eftir dauða spámannsins Múhameðs. Þeir féllu fyrir draumnum um fyrir- myndarríki íslamista, líkt og komm- únistarnir sem drápu fólk í hrönnum í þágu hugsjónarinnar um sæluríki ör- eiganna á öldinni sem leið og nasistar í þágu þúsund ára ríkis aría. AFP Hvers vegna? Fjölskyldur Amiru Abase og Shamima Begum á blaða- mannafundi í Lundúnum um flótta stúlknanna frá Bretlandi til Sýrlands. Löndin sem þeir koma frá: Frakkland 1.200 Spánn 50-100 Ítalía 80 Þýskaland 500-600 Austurríki 100-150 Sviss 40 Belgía 440 Holland 200-250 Svíþjóð 150-180 Noregur 60 Írland 30 Danmörk 100-150 Finnland 50-70 SÝRLAND ÍRAK Heimildir : ICSR/ISD Áætlaður fjöldi skv. rannsókn ICSR, óháðrar stofnunar sem rannsakar róttækar hreyfingar í heiminum Konur sem hafa farið til Íraks og Sýrlands frá Evrópu Fjöldi evrópsku íslamistanna að meðtöldum þeim sem hafa snúið aftur til Evrópu Evrópsku konurnar sem hafa gengið til liðs við Ríki íslams, samtök íslamista, taka ekki þátt í árásum eða ofbeldisverkum samtakanna, að sögn ISD Evrópskir íslamistar í Sýrlandi og Írak Bretland 500-600 550 (Institute of Strategic Dialogue) Drónar sveimuðu yfir París í fyrri- nótt. Þetta var önnur nóttin í röð sem óþekkt flygildi sáust á lofti í frönsku höfuðborginni, að sögn franskra fjölmiðla. Notkun dróna er bönnuð yfir París á næturnar. Ekki er vitað með vissu hversu margir drónar voru á ferðinni í fyrrinótt en fimm tilkynningar bár- ust, annars vegar frá almennum borgurum og hins vegar frá lög- reglu. Nóttina áður sást til fimm dróna í borginni og hefur lögregla ekki haft uppi á þeim sem stjórnuðu þeim. Fyrsti dróninn sást nálægt sendiráði Bandaríkjanna í borginni. Drónar flugu einnig yfir Eiffel- turninn og torgið Place de la Con- corde. Talið er líklegt að þeir sem stjórnuðu tækjunum þekkist. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dularfullir drónar sjást á flugi yfir Frakklandi. Þann 20. janúar síðast- liðinn sveimaði flygildi yfir bústað forseta Frakklands í París. Áður sást til um tuttugu dróna fljúga ná- lægt kjarnorkuverksmiðju. FRAKKLAND Dularfullir drónar flugu yfir París tvær nætur í röð þrátt fyrir bann Oft er margt um manninn í járnbrautarlestunum á Indlandi eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin af lest í útjaðri Nýju-Delí. Ríkisstjórn Ind- lands kynnti í gær áform um að auka fjárfestingar í lestakerfi landsins um að minnsta kosti 25%. Stjórnin segir þetta mögulegt vegna minnkandi elds- neytiskostnaðar lestakerfisins sem er ríkisrekið og það fjórða stærsta í heiminum. Lágt olíuverð kemur ferðalöngum á Indlandi til góða AFP Boðar auknar fjárfestingar í indverska lestakerfinu Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015 K ra ft av er k Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa marg-víslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Tvær gerðir og ótal litir... U R B A N E A R S • H Á G Æ Ð A H Ö N N U N • H L J Ó M F Y L L I N G & G Æ Ð I Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.800 HUMLAN kr. 9.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.