Morgunblaðið - 26.02.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 26.02.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Svar við viðbrögðum Ólafs Adólfssonar, for- manns bæjarráðs á Akranesi, og Vilhjálms Vilhjálmssonar, for- stjóra HB Granda. Síðastliðinn laug- ardag var smáklausa í Morgunblaðinu frá of- annefndum sem svar við bónarbréfi okkar fé- laga sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag. Það gladdi okkur í svari Ólafs að hann viðurkennir nú í Morgunblaðinu – að hausaþurrkun HB Granda veld- ur íbúunum óþægindum og slíkt er vissulega fyrsta skilyrði til þess að hægt sé að finna lausn. Þó kemur þarna sá grundvallar-misskilningur fram að vandinn stafi aðallega af því að starfsemin sé í tveimur húsum og að allt muni breytast ef aðeins verk- smiðjan fari á einn stað. Hvar hefur slíkt gerst? Okkur er spurn. Fullyrð- ing um að lyktarmengunin sé að- allega vegna keyrslu hráefnisins á milli húsa er einfaldlega röng. Annað er það að fullyrt er að út- búnaðurinn allur geti verið svo góður að það sé alveg sama hvar verksmiðj- unni sé komið fyrir. Hvar finnst sá góði útbúnaður? Málefnið er flestum ljóst en það er það að bæjaryfirvöld eru fyrir löngu búin að ákveða staðsetninguna á fyr- irhugaðri uppfyllingu nálægt Skarfa- vör, burtséð frá öllum göllum. Allt tal um „kynningu“ er því bara millileikur því að svo virðist sem ekkert eigi að hlusta á íbúana nú frekar en fyrri daginn – eða hvað? Hin svokallaða „opna stjórnsýsla“ á Akranesi er nú ekki flóknari en svo að það eru sömu aðilar sem sitja í bæjarráði Akraness, heilbrigðiseftirliti Vesturlands og stjórn Faxaflóahafna og það eru þeir sem eru með þetta allt í hendi sér og munu ráða þessu! Verður því „upplýst“ hausaþurrk- unarlykt til staðar í næstu framtíð á nýja, fína og fallega upplýsta torginu okkar? Svo má ekki verða. Við treyst- um enn á að skynsemin fái að ráða. Hausaþurrkun HB Granda á Akranesi Eftir Benedikt Jónmundsson og Guðmund Sigur- björnsson » Fullyrðing um að lyktarmengunin sé aðallega vegna keyrslu hráefnisins á milli húsa er einfaldlega röng. Guðmundur Sigurbjörnsson Höfundar eru nágrannar og búa við Bakkatún á Akranesi. Benedikt Jónmundsson Ég hef hingað til ekki kært mig um að bera sjúkrasögu mína á torg í blöðum, en nú er svo komið að ég get ekki lengur staðið hlutlaus hjá og orða bundist. Ég er það sem í dag er kallað „langveik“ og hef verið það í 30 ár. Ég starfaði sem mennta- skólakennari en varð að láta af störfum af heilsufarsástæðum allt of snemma, sem var afar erfitt þar sem ég unni mjög starfi mínu. Frá árinu 2010 versna veikindin mjög, eitt tekur við af öðru og árið 2014 er svo komið að hjólastóllinn er kominn í hús, gigtin batnar ekki og bæði hné búin. Ég þráaðist við og gat ekki hugsað mér að setjast bar- áttulaust í hann. Læknar mínir treystu mér illa í hnéliðaskipti, m.a. vegna annarra sjúkdóma og því bentu læknar mér á dagþjálfun Hrafnistu sem undirbúning fyrir hnéliðaskipti. Ég fékk hálfgert áfall, fædd 1946, en þar með orðin nógu gömul til að geta sótt um þar. Það var gert og það var kvíðin kona sem þar mætti fyrsta daginn. Það var óþarfi því allir sem að þeirri deild koma eru yndislegt fólk, vinna afar faglega og sýna fólki virðingu, hlýju og tillits- semi. Þarna var ég í nokkrar vikur að búa mig undir aðgerðina. Þessu fólki sendi ég öllu mínar innilegustu þakk- arkveðjur. Ég fór síðan í hnél- iðaskiptin og aðgerðin tókst vel, enda eigum við á að skipa snill- ingum í því sem öðru. En baráttan hefur tekið á eftir aðgerð. Mér var bent á að á Hrafnistu væri önnur deild, þ.e. endurhæfingardeild sem læknir minn sótti um fyrir mig. Þar var ég inni í átta vikur, um- vafin elskusemi starfs- fólksins, lækna og hjúkrunarfólks, fékk sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og komst af stað á hækjum og með göngugrind, hjólastóllinn aðeins notaður á lengri leiðum. Ég horfði með eigin augum á fram- farir fólksins sem þarna var, fyrst í dagþjálfuninni, svo í endurhæfing- unni. Mér fannst ég sjá kraftaverk á hverjum degi. Þess vegna varð mér vægast sagt afar brugðið er ég las í blöðunum að loka ætti deildinni og byrjað að segja fólki upp. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að með þessu sé hægt að spara? Öðru nær, ef það er hægt að veita fólki þessa þjónustu, þá getur það bú- ið lengur heima og orðið fyrr sjálf- bjarga eftir aðgerðir og þar er sparn- aður. Vegna þessarar aðstoðar varð ég fyrr nokkuð sjálfbjarga og mað- urinn minn gat haldið sinni vinnu í stað þess að sinna sjúklingi. Við eigum nokkuð gott heilbrigð- iskerfi, eyðileggjum ekki það sem vel er gert og höldum áfram að bæta hitt. Önnur ástæða þess að ég ákvað að skrifa þessar línur er að ég er af þeirri kynslóð sem næst mun þurfa mest á þessari þjónustu að halda og við verðum að láta í okkur heyra. Ég var yngst á báðum þessum deildum, það kom ekki að sök því mér hefur ávallt liðið vel með mér bæði eldra og yngra fólki og allir tóku mér afar vel, sumum fannst ég reyndar ansi léleg miðað við aldur, gæti verið dóttir þeirra. Mig langar að lokum að taka fram hversu lánsöm ég hefi verið með lækna mína og hjúkrunarfólk sem hefur borið hag minn fyrir brjósti og gert allt sem í þeirra valdi hefur stað- ið til að bæta líðan mína, oft við erfið starfsskilyrði. Einnig hugheilar þakkir til sjúkraþjálfara míns til margra ára sem hefur hreinlega hald- ið mér gangandi. Það er erfitt að telja upp nöfn, en alúðarþakkir til allra þeirra sem hafa stutt mig og hjálpað í áranna rás. Það er ómetanlegt. Elskulega starfsfólk á Hrafnistu Reykjavík. Hafið hugheilar þakkir og Guð blessi ykkur öll. Vonandi kemur ekki til þessarar lokunar, forgangsröðum rétt og leyf- um öllum að eiga sem besta ævi. Hrafnista í Reykjavík – endurhæfing - hvað nú? Eftir Önnu Sigríði Árnadóttur »Ég fékk hálfgert áfall, fædd 1946, en þar með orðin nógu gömul til að geta sótt um þar. Anna Sigríður Árnadóttir Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Victoria Beckham

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.