Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 HEIMURINN A NUGARÐURKÆ ari Þýskalands,Angela Merkel, kan kjannrög Banseti Frakklands, héldu meðnHolla en aþvím friðartillögum til Mospu aðEvró goausturhluta Úkraínu þar sem átí ök fara harðnandiá stríðið fer vaxandi. Áður hafði foringi upp andex er Sakarsjenkó sagt að hann myndi fjölg mannsa í liði ., sem nýtu rússneskir hermenn yfi u ásamtrAð sögn Atlantshafsba hergögnum JÓRDANÍA AMMAN n vígasamtakannaLiðsmen orðum á japönskum blaðamanni,rtu myndir af m rdönskum orrustuflugmanni, MaazKenji Goto, og jó ðamaðurinn var afhöfðaður ogal-Kassasbeh. Bla renndur lifandi. Jórdanar höfðuflugmaðurinn b sprengjuárásir á vígamenn úefasemdir um nníta, en hafa nú m af hörku. „Við ætlum agegn þeisnúist a þá uppi og við ætlum að JudehNasser ut órdaníu. raças að Petrobas hafi farið ,frá byggingarverktöku uþar á meðalVerkama Rousseff, forseta lan enn úr Houthi-þjó a, höfuðborg Jem sour Hadi ns, forse ði gmko nds H in nýja stjórn Grikk- lands fékk á föstu- dag fimm daga frest til að leggja fram áætlun um það hvernig endursemja mætti um skuldir Grikkja. Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikklands, og Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikk- lands, gerðu víðreist um Evrópu í vikunni og fóru til Parísar, London, Rómar, Frankfurt, Brussel og Berl- ínar til að ræða leiðir til að draga úr skuldabyrði Grikkja. Á fundi Va- roufakis og Wolfgangs Schäubles, fjármálaráðherra Þýskalands, var stál í stál. Schäuble ítrekaði andstöð Þjóðverja við að fella niður skuldir og lýsti yfir miklum efasemdum um fyrirætlanir nýju stjórnarinnar. Á miðvikudag sendi Seðlabanki Evrópu Grikkjum skýr skilaboð um að hann tæki ekki lengur við grísk- um ríkisskuldabréfum upp í lán. Kom þessi yfirlýsing sérstaklega á óvart þar sem Varoufakis hafði nokkrum klukkustundum áður átt fund með Mario Draghi, yfirmanni Seðlabanka Evrópu. Sagði Varou- fakis að þær viðræður hefðu verið „árangursríkar“ og lofað góðu. Skuldir Grikkja eru gríðarlegar og langtum meiri en landsfram- leiðsla eða 175% af henni. Sparn- aður og aðhaldsaðgerðir hefur haft sín áhrif í Grikklandi. Tekjur hafa dregist saman um 30%, opinberar tölur sýna 26% atvinnuleysi. Meðal 15 til 25 ára mælist atvinnuleysið 51%. Áhrif víða í Evrópu Tsipras og flokkur hans, Syriza, komst til valda í kosningunum í jan- úar með málflutningi um að að- haldsaðgerðunum yrði að linna og semja um niðurfellingu skulda. Sigur Syriza hefur haft áhrif víða í Evrópu. Á Spáni hefur flokknum Podemos vaxið fiskur um hrygg og haldi fram sem horfir gæti hann unnið sigur í kosningunum, sem þar verða haldnar í haust. Niðurfelling skulda er hins vegar viðkvæmt mál. Andstæðingar benda á að niðurfelling sé alltaf á kostnað einhvers. Þeir segja einnig að nið- urfelling geti orðið til þess að við- komandi ríki komist hjá því að gera nauðsynlegar umbætur til að koma í veg fyrir að skuldirnar hlaðist upp á ný. Stuðningsmenn segja hins vegar að erfitt sé að ná nægum hagvexti til að komast undan þeirri gríð- arlegu skuldabyrði, sem hvílir á Grikkjum, Írum og Portúgölum. Það geti borgað sig að gefa eftir skuldir eins og hafi komið í ljós þegar það var gert í rómönsku Am- eríku á níunda áratugnum. Í Grikklandi hefur verið rifjað upp að Grikkir eigi hönk upp í bak- ið á Þjóðverjum. Árið 1942 afskrif- aði gríski seðlabankinn skuld þýska ríkisins upp á 476 milljónir rík- ismörk. Þessi skuld hefur aldrei verið endurgreidd. Nú hefur sú hugmynd kviknað að krefjast þess að þetta fé verði endurgreitt. Á skrifstofum þýska þingsins hef- ur verið reiknað út að 2012 hafi andvirði þessarar upphæðar með vöxtum verið 8,25 milljarðar dollara. Grísk stjórnvöld telja að upphæðin nemi 11 milljörðum dollara. Afstaða þýskra stjórnvalda er sú að allar kröfur Grikkja um stríðs- skaðabætur séu fyrndar. Þjóðverjar lögðu Grikkland undir sig í síðari heimsstyrjöld. Sam- kvæmt Haag-sáttmálanum frá 1907 um hernað á landi má hernámsland leggja kostnað af hersetu á her- numda landið. Sagnfræðingurinn Götz Aly, sem skrifaði bókina Þjóð- ríki Hitlers, Hitlers Volksstaat, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóð- verjar og Ítalir hefðu gengið mjög langt í þeim efnum. Árið 1941 hefðu þeir tekið til sín 40% af þjóðarfram- leiðslu landsins með þeim afleið- ingum að hungursneyð greip um sig meðal fátækra Grikkja. Um mitt ár 1944 voru skuldir Þjóðverja gagnvart Frökkum, Belg- um og Dönum komnar upp í 14 milljarða ríkismarka. Þjóðverjar höfðu í hyggju að losna við þessar skuldir og koma þeim á önnur ríki, en það náðist ekki. 1953 var haldin skuldaráðstefna í London um þýskar stríðs- skaðabætur. Þá var ákveðið að und- irlagi Bandaríkjamanna að slá mál- inu á frest þar til Þýskaland yrði sameinað og friðarsamkomulag lægi fyrir. „Það var lífsnauðsynlegt fyrir Þýskaland og var hinn eiginlegi fjárhagsgrundvöllur þýska efna- hagsundursins,“ sagði við- skiptasagnfræðingurinn Albrecht Ritschl í viðtali við tímaritið Der Spiegel 2011. „En um leið urðu fórnarlömb þýska hernámsins í Evrópu að gefa eftir, þar á meðal Grikkir.“ Skuldameistarar 20. aldar Enn hefur ekki verið gerður op- inber friðarsamningur við Þjóð- verja. Við sameininguna var gert samkomulag, sem kennt er við tvo plús fjóra, þýsku ríkin tvö, sem runnu saman, og ríkin fjögur, sem lögðu Þýskaland undir sig í lok seinni heimsstyrjaldar, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Ritschl sagði í viðtalinu að 1990 hefði Helmut Kohl, þáverandi kanslari Þýskalands, veigrað sér við að standa við ákvæði sáttmálans, sem gerður var í London 1990. Því megi segja að það ár hafi komið til skuldaniðurfellingar. Að sögn Ritschls er „Þýskaland helsti skuldasyndari 20. aldarinnar“. Titringur út af grísku skuldafeni GRIKKIR KREFJAST ÞESS AÐ LÉTT VERÐI Á SKULDUM ÞEIRRA OG SETJA ÞRÝSTING Á ÞJÓÐVERJA. ÞJÓÐVERJAR LOSNUÐU VIÐ SKULDIR SÍNAR EFTIR SEINNA STRÍÐ OG VAR ÞAÐ GRUNNURINN AÐ ÞÝSKA EFNAHAGSUNDRINU. Francois Hollande, forseti Frakklands, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kveðjast í París á miðvikudag. Þeir eru sammála um að nóg sé komið af aðhaldi og sparnaði, en mun það hjálpa Grikkjum að fá skuldir felldar niður? EPA * Við vorum ekki einu sinni sammála um að vera ósammála.Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, varð lítið ágengt á fundi með Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á fimmtudag um hvernig mætti létta skuldabyrði Grikkja.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.