Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Á skemmtilegri ljósmyndasýningu í Þjóð-minjasafninu þessa dagana má sjá myndirKristins Guðmundssonar sem hann tók í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1975-1985. Flest húsanna þekkja Reykvíkingar á mínum aldri og eldri af eigin raun þar sem þau hýstu verslanir eða þjónustu en sum eru af íbúðarhúsum. Myndefnið er skemmtilega afmarkað við einstök hús, ekki fólk, bíla eða umhverfið í kring. Myndir frá gam- alli tíð vekja gjarnan góðar minningar. Mér þætti hins vegar með ólíkindum ef þessar myndir vektu söknuð eða eftirsjá einhverra eftir gamla tím- anum. Nánast öll verslunarhúsin eiga það sam- merkt að hafa verið byggð af litlum efnum, ljót og þess utan í algerri niðurníðslu. Þau fáu reisulegu íbúðarhús sem myndirnar sýna voru klædd báru- járni sem hékk saman af gömlum vana. Ég man vel hversu ömurlegt var að ganga í gegnum ryð- mengað Grótaþorpið á 8. og 9. áratugnum. Mér þykir með ólíkindum hversu lengi hið niðurnídda ástand „var látið viðgangast“. Bæði borgaryfir- völd og eigendur hinna niðurníddu húsa sýndu ótrúlegt langlundargeð í garð ömurleikans. Er frjálshyggjumönnum eins og mér vandi á höndum þegar kemur að skipulagsmálum í íbúða- byggð? Getum við fett fingur út í það hvernig ein- stakir fasteignaeigendur ráðstafa fasteignum sín- um, hvernig þeir hagnýta eignir sínar eða hvernig þeir kjósa að láta húsin sín líta út? Löggjöf heim- ilar vissulega afskipti stjórnvalda af eignarrétti fasteignaeigenda í tilteknum tilvikum en er rétt að játa stjórnvöldum slíkan rétt? Mér finnst blasa við að svara þessu játandi þegar um er að ræða hag- nýtingu eignar sem snertir með beinum hætti rétt annarra, til dæmis nágranna. Þannig tel ég frá- leita þá þróun sem orðið hefur í vesturborginni með því að gömlum íbúðarhúsum í gróinni íbúða- byggð er breytt í gisitiheimili með sérlegu sam- þykki borgaryfirvalda og þrátt fyrir málefnaleg og rökstudd mótmæli nágranna. Ég tel líka þá skyldu fylgja eignarrétti að fasteign að eigninni sé haldið þannig til haga að aðrir hafi ekki ama af. Hús í niðurníðslu hefur ótvírætt áhrif á verðmæti aðliggjandi eigna, ef ekki beint fjárhagstjón þá hefur það í öllu falli í för með sér miska. Eignar- rétturinn friðhelgi kemur ekki í veg fyrir afskipti annarra í þessum tilvikum. En svo er það ósmekklega fólkið. Er með ein- hverjum hætti hægt að koma böndum yfir það og stöðva fráleitar útlitsbreytingar á húsum? Vernd og friðun húsa verðskuldar sérstaka umfjöllun af hálfu frjálshyggjumannsins, í næsta pistli. Frelsi fasteignaeigandans * Umburðarlyndi í garðniðurníðslu og ljótleikaer oft meira en ég tel eðlilegt. Þar er ekki bara við skipu- lagsyfirvöld að sakast. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Stefán Pálsson, sagnfræðingur og spurningahöfundur Útsvars með meiru, vakti athygli á lestr- arbókum yngstu kynslóðarinnar og skrifaði á Fa- cebook í vikunni: „Kæru höfundar léttlestrarbóka: Gæti verið að börn lærðu hrað- ar að lesa ef persónurnar hétu ekki allar Bíbí, Gógó, Sísí og Dodo? Og er nauðsynlegt að segja frá Sólu sem sér sóla? – Þetta er Stebbi-stóð-á-ströndu fyrir börn.“ Félagar hans á samskiptamiðl- inum hentu sér út í umræðurnar og Þorvaldur Sverrisson, stefnumót- unarstjóri hjá aug- lýsingastofunni Jónsson & Le- ’macks, skrifaði: „Ég gafst upp á Sísí af því ég skildi ekki af hverju hún sagði so-so-so. Veit ennþá ekkert hvað stúlkan var að fara.“ Það virðist vera að fjölga í hópi notenda á Twitter og Lára Björg Björnsdóttir, almanna- tengill hjá KOM, skrifaði sína fyrstu færslu þar í upp- hafi árs en sú nýj- asta hljómar á þessa leið: „Mér finnst algjörlega nöts að skrifa „Gott að heyra“ á fb-síðu lögg- unnar þegar einhver týndur finnst heill á húfi. #hvað #enekkihvað #aha.“ Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans, gladd- ist yfir aukinni þátttöku kvenna í spurningakeppni framhaldsskól- anna í vikunni og skrifaði á Twit- ter: „Mikið er gaman að sjá kepp- endur af báðum kynjum í #gettu- betur. Og viti menn, þrátt fyrir þetta koma enn rétt svör við spurningum!“ Einhverra hluta vegna auglýsti Jón Axel Ólafsson, útgefandi hjá Eddu, eftir skyrframleiðanda á Twitter í vikunni og skrifaði: Ég er að leita að skyrframleiðanda sem getur framleitt fyrir mig ca. 4 til 5.000 tonn á ári fyrir Skandinavíu- markað. Vitiði um einhvern gó …“ endaði hann færsluna sína á. Tobba Marinósdóttir nýtur lífsins í fríi á Balí þessa dagana með eiginmanni sínum Karli Sig- urðssyni og dóttur en lenti í mið- ur skemmtilegri lífsreynslu í vik- unni en á Facebook sagði hún frá atvikum: „Við lentum í ránstilraun áðan! Þjófurinn ætlaði að gera sér innkaupapokann okkar að góðu en þrátt fyrir að vera snöggur og fingralangur dugði það ekki til. Að- vífandi kom búð- ardama með kúst sem sló til þjófsins sem var kom- inn á skrið með varninginn. Kalli gargaði og ég reyndi að rífa í pok- ann og sparka til hans. Hvað ap- inn ætlaði að gera við bleiur, bjór og moskítókerti veit ég ekki!“ AF NETINU Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.