Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 12
Þegar Fjölsmiðjan á Ak-ureyri var stofnuð 2007var um að ræða þriggja
ára tilraunaverkefni. Að þeim
tíma liðnum var ákveðið að
halda áfram vegna þess hve vel
tókst til.
„Ungmennin geta fengið vinnu
hér þangað til þau ákveða hvað
þau vilja gera; fara aftur í skóla
eða fá aðra vinnu,“ segir Erling-
ur Kristjánsson, sem hefur veitt
Fjölsmiðjunni forstöðu frá upp-
hafi. Hann er nú með rúmlega
30 ungmenni í vinnu en auk Er-
lings eru þrír fullorðnir fastráðn-
ir.
Starfsemin skiptist í fernt:
„Það er nytjamarkaðurinn og
umsýsla í kringum hann; við
sækjum og sendum húsgögn,
seljum þau og ýmsa aðra muni;
í öðru lagi er það eldhús og
mötuneyti þar sem við borðum
morgun- og hádegismat og ýmsir
sem vinna hér í nágrenninu
koma líka og borða í hádeginu.
Við erum líka með bílaþvottastöð
þar sem við þvoum fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki og loks
erum við með raftækjaverkstæði,
þar sem aðalverkefnið nú er að
skrúfa í sundur til endurvinnslu
allar tölvur sem verða ónýtar á
Akureyri,“ segir Erlingur.
Að auki sinna starfsmenn Fjöl-
smiðjunnar ýmsum smærri verk-
efnum: brjóta saman pappakassa
fyrir lítið fyrirtæki, pakka inn
blöðum og tímaritum og sinna
snjómokstri fyrir gamalt fólk.
„Ég fer oft sjálfur með ef
krakkarnir þekkja ekki aðstæður
– og er eiginlega búinn að fá al-
veg nóg af snjómokstri í vetur!“
segir Erlingur og hlær.
Helsta markmið Fjölsmiðjunnar
er að ungmennin læri að vinna.
„Hér er engin meðferð í gangi
en hægt að fá viðtal við mig eða
fulltrúa Vinnumálastofnunar, sem
er hjá okkur, en annars snýst
málið um að ungmennin mæti í
vinnu en hangi ekki heima hjá
sér á bótum og geri ekki neitt.“
Fjölsmiðjan var fyrstu árin til
hús við Óseyri en flutti um mitt
ár í fyrra að Furuvöllum 13.
„Þetta er miklu stærra, bjartara
og fallegra húsnæði. Staðsetn-
ingin er líka betri og aðgengið.“
Vinnumálastofnun og Akureyr-
arbær greiða árlegan rekstr-
arstyrk og laun ungmennanna og
einnig leggur ráðuneyti mennta-
mála fram styrk til rekstrarins.
„Ég þarf að útvega afganginn,
um 30% af rekstrarfénu,“ segir
Erlingur.
Matsala hefur smám saman
orðið umfangsmeiri hluti starf-
seminnar. „Matsalurinn var minni
AKUREYRI
Fjölbreytni í
Fjölsmiðju
FJÖLSMIÐJAN Á AKUREYRI FLUTTI Í NÝTT OG STÆRRA
HÚSNÆÐI Á SÍÐASTA ÁRI. ÞETTA ER VINNUSTAÐUR
FYRIR UNGT FÓLK Á ALDRINUM 16 TIL 24 ÁRA SEM
ER ATVINNULAUST EÐA HEFUR EKKI VERIÐ Í SKÓLA.
Menn taka hraustlega til matar síns í hádeginu, ekki síst á fimmtudögum, þegar einhver „sparimatur“ er á boðstólum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Erlingur Kristjánsson hefur veitt
Fjölsmiðjunni forstöðu frá upphafi.
Starfsmenn Fjölsmiðjunnar bera fram kræsingar í hádeginu á fimmtudaginn.
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015
*Ætli ég hafi ekki heimsótt Geysissvæðið tíu, tutt-ugu sinnum á síðasta ári – og borgaði aldrei.Ögmundur Jónasson á Alþingi sl. mánudagLandið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
VESTMANNAEYJAR
Áhöfnin á Gullbergi VE færði fi
vikunni, að sögn Eyjafrétta
á safnið en segja má að h
ólanum Kirkju
HÖRGÁRSVEIT
Snorri Finnlaugsson, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf. í Reykjavík, hefur veri
ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit í stað Guðmundar Sigvaldasonar sem sagði star
lausu í desember. Snorri er fæddur 1960, giftur Sigríði Birgisdóttur og eru þau bús
í Hveragerði. Snorri hefur störf í vor. Hann hefur lengi unnið að sveitarstjórnarmá
var m.a. bæjarritari á Dalvík 1982–1986, bæjarfulltrúi á Álftanesi 1998–2005, sat e
sveitarstjórn í Árborg og var forseti bæjarstjórnar og bæjarráðsmaður á Álftan
010 til ágúst 2012, þegar sveitarfélagið sameinaðist Garðabæ.2
UR
og nemendur
(FAS) æfa nú söngleikinn
ir Stefán Sturlu
em jafnframt er leikstjóri.
b ð á lö
frumflutningur á verkinu, v
Leikarar eru um tuttugu,
auki koma nemendur að ö
Tónlistin í leikritinu verðu
STRANDABYGGÐ
ð allri
tir eru
a niður
rtið, sem er so glegt,
a ekki nennt
því, sem er enn sorglegra, rétt á heimasíðu
Strandabyggðar! „Vinduri auðar og snjórinn
kemur og fer til skiptis m tilheyrandi svellbunkum
og ófærð. Það er dimmt og kalt. Þorrablótið er
búið og langt er í góu.Visa nkingar jólanna eru
komnir, Lífshlaupið er byr hu
froskahopp í skelfilegri feb lt
í lagi, það styttist í Hörmu agd ar
kóróna allan viðbjóðinn h r...
Á Hörmungardögum verð ðið upp á leikhús,
málþing, kökur, heimalærd hryllingsmyndir, pub-quiz,
mat og fyrirlestur svo eitt sé nefnt
SKAGAFJÖRÐUR
Vinnumálastofnun hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1 á Sauðárkróki
og óskar eftir því að sveitarfélagið láti stofnuninni í té aðstöðu án
t eta farið
mikill hluti af þjónustu sto
nu. Byggðarráð Skagaf
sk stofnunarinnar en furðar sig þó á því að ríkis
úsnæði og leggi á sama tíma fram slíka ósk.