Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 14
Þ að er létt yfir frum- herjum rokksins þegar þeir mæta einn af öðr- um til fundar við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins í Salnum þetta eftirmið- degi. Við veljum okkur borð í for- salnum og það er sannarlega borð við hæfi. „Við Steini giftum okkur hérna í Salnum að Soka Gakkai International-búddískum sið 20.10 2010 klukkan 20:10 og skrifuðum einmitt undir pappírana við þetta borð, ásamt leiðtoga SGI á Íslandi, Eygló Jónsdóttur, og vottum,“ upp- lýsir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Þorsteinn Egg- ertsson, kinkar kolli. Bæði eru þau í hópi frumherjanna sem syngja munu úr sér lungun í Salnum á sunnudaginn eftir viku. „Þetta var fínn dagur. Óp- erusöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson voru með konsert á eftir, þar sem þeir sungu eingöngu texta eftir mig. Þeir tóku ekki krónu fyrir og þar sem við seldum inn fórum við heim með fullt af peningum. Það eru ekki all- ir sem gera það eftir brúðkaup,“ bætir Þorsteinn við. Sposkur á svip. Garðar Guðmundsson og Bertha Biering eru líka mætt og nú bætist Einar Júlíusson í hópinn. Beint frá Keflavík. „Helvíti líturðu vel út!“ segir Þorsteinn. „Já, að utan. Þú ættir að sjá mig að innan,“ svarar Einar að bragði. Dátt er hlegið. Var ennþá í sandkassanum Frumherjar rokksins eiga það sam- eiginlegt, svo sem nafnið gefur til kynna, að hafa sungið sína fyrstu tóna opinberlega á ofanverðum sjötta áratugi síðustu aldar. Þegar gullöldin stóð sem hæst. „Þá var ég reyndar ennþá í sandkassanum,“ flýtir Bertha sér að segja. En hún byrjaði kornung, skömmu síðar. Sumir í hópnum drógu sig í hlé eftir það, aðrir ekki. Eins og geng- ur. Það var svo fyrir rúmum þrjá- tíu árum að hópurinn ákvað að sameina krafta sína í sýningu á skemmtistaðnum Broadway og hef- Einar Júlíusson, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Garðar Guðmunds- son, Bertha Biering og Þorsteinn Eggertsson bregða á leik í Salnum. Verðum að þessu fram á grafarbakkann ÞRETTÁN FRUMHERJAR ROKKSINS Á ÍSLANDI MUNU SYNGJA Á TÓNLEIKUM Í SALNUM Í KÓPAVOGI SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 15. FEBRÚAR KL. 20. HÓPURINN HEFUR KOMIÐ REGLULEGA SAMAN SÍÐUSTU ÁR OG EKKERT LÁT ER Á EFTIRSPURNINNI. SVO HAFA ÞAU BARA SVO OFBOÐSLEGA GAMAN AF ÞESSU SJÁLF. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Rokk og ról Söngvarar í Salnum verða: Anna Vilhjálms,Bertha Biering, Einar Júlíusson, JóhannaFjóla Ólafsdóttir, Garðar Guðmundsson,Helena Eyjólfsdóttir, Mjöll Hólm, Rúnar Guðjónsson, Sigurður Johnnie, Stefán Jónsson (Stebbi í Lúdó), Þorsteinn Eggertsson, Þorvaldur Halldórsson og Þór Nielsen. Stuðhljómsveitin PARTÝ leikur undir. Hana skipa Ásgeir Óskarsson (trommur), Haraldur Þor- steinsson (bassi), Vignir Þór Stefánsson (hljómborð) og Vilhjálmur Guðjónsson (önnur hljóðfæri). Kynnir kvöldsins er Ómar Ragnarsson. Ýmsir fleiri söngvarar hafa tekið þátt í starfi hóps- ins gegnum tíðina. Má þar nefna Harald G. Haralds, Guðberg Auðunsson, Skafta Ólafsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvalds- son. Nokkrir söngvarar, sem sungið hafa með hópn- um, eru nú fallnir frá. Það eru Berti Möller, Óðinn Valdimarsson, Astrid Jensdóttir og Jón Stefánsson. FJÖLBREYTTUR HÓPUR Kynnir kvöldsins, Ómar Ragnarsson, mun að líkindum ekki halda aftur af sér, enda með rokkið í blóðinu. Helena Eyjólfsdóttir kemur að norðan og heiðrar gesti með nærveru sinni. Þau Einar Júlíusson eru systrabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.