Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 15
Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf. Vinnur þú straumabílinn? ur komið fram annað veifið síðan. Síðustu árin í Salnum. „Þetta er í fimmta skipti sem við erum hér,“ upplýsir Garðar. „Fyrst á fimmtíu ára afmæli rokksins árið 2006.“ Það þýðir að rokkið verður sex- tugt á næsta ári. „Guð minn al- máttugur!“ hrópar Einar upp yfir sig. Tvær ástæður eru fyrir því að hópurinn kemur reglulega saman. Annars vegar hafa þau ofboðslega gaman af því að hittast og syngja og hins vegar er mikið spurt eftir þeim. „Á meðan heilsan leyfir og fólk vill koma og sjá okkur munum við halda áfram,“ segir Garðar en heldur sig þó við sama mottó og í boltanum. „Við tökum bara einn konsert fyrir í einu.“ Bertha tekur undir þetta. „Það er merkilegt að við skulum þora þessu ennþá.“ Hún brosir. „Já, svei mér þá,“ segir Einar. „Ætli við verðum ekki að þessu fram á grafarbakkann.“ Að njóta lífsins Sei, sei, já. Tónleikarnir verða örugglega fleiri enda engin elli- mörk á hópnum sem hlær og gant- ast meðan á viðtalinu stendur – af lífsins list. Það liggur við að ég biðji mannskapinn um skilríki. Get- ur virkilega verið að fjórir viðmæl- endur mínir af fimm séu komnir yfir sjötugt? „Það er ástæða fyrir því að ég þori ekki að leggja af,“ segir Einar. „Fitan fyllir upp í allar hrukk- urnar.“ Einmitt það. „Það er um að gera að njóta lífs- ins meðan kostur er,“ segir Þor- steinn. „Og syngja um það.“ Eins og segir í kvæði eftir hann sjálfan. Garðar er límið í félagsskapnum. Hann skipuleggur tónleikana og heldur hópnum saman. Þá býður hann reglulega heim í kaffi og kök- ur. „Það er alltaf jafnyndislegt að hittast og Garðar á hrós skilið fyrir framtak sitt,“ segir Fjóla. „Já, já. Garðar á heiðurinn af þessu,“ segir Einar. „Nú eða skömmina, eftir því hvernig á það er litið.“ Hann glottir. Þau fullyrða að enginn metingur sé milli söngvaranna. „Þetta er ekki keppni,“ staðhæfir Fjóla. „Nú, hver andskotinn,“ segir Einar, „og ég sem kem alla leið frá Keflavík.“ Hver söngvari mun taka tvö lög á tónleikunum og í lokin syngur allur hópurinn saman. „Þetta verða aðallega vögguljóð fyrir gamlingja,“ svarar Einar þeg- ar spurt er um efnisskrána. Fjóla lofar á hinn bóginn miklu fjöri. „Þegar ég horfi á hina söngv- arana á sviðinu langar mig alltaf mest að dansa. Þessi músík hefur fylgt okkur alla tíð og okkur þykir alveg ofboðslega vænt um hana. Þetta verður gullaldarrokkið í bland við önnur lög frá þeim tíma. Líka einhver lög frá bítlatímanum,“ segir hún. „Ég ætla til dæmis að syngja Twist and Shout,“ segir Þorsteinn. Rekinn úr Hljómum „Ha, ætlarðu að syngja lagið sem ég var rekinn fyrir úr Hljómum?“ segir Einar forviða. Bíddu nú við. „Já, ég var nýkominn úr háls- kirtlatöku og þorði ekki að öskra. Það varð til þess að Hljómarnir héldu Kalla Hermanns en ráku mig.“ Einar þótti snemma bera af í söng en hann kvaddi sér fyrst hljóðs þriggja ára – inni í kústa- skáp hjá móður sinni. „Þú varst með alveg yndislega rödd,“ segir Fjóla. „Var með?“ spyr Einar hlessa. „Og ert,“ flýtir Fjóla sér að segja. „Þeir sögðu að þetta væri englarödd.“ „Já, þeir sögðu það,“ segir Einar og lætur hugann reika. Fyrstu útvarpsupptökurnar voru gerðar þegar Einar var þrettán ára en þær eru nú glataðar. „Því mið- ur. Það væri gaman að eiga þetta. Fyrst söng ég Vagg og veltu en það fékkst ekki spilað og síðan Blueberry Hill og Que Sera, Sera.“ Mest verður sungið á ensku en Fjóla ætlar að grípa til frönsk- unnar og ítölskunnar. „Ég söng mikið á þeim tungumálum í gamla daga, bæði í Svíþjóð, þar sem ég bjó lengi, og á Vellinum en hér heima kom ég aðallega fram þar.“ „Nú, ert þú ein af þeim?“ spyr Einar, óræður á svipinn. „Láttu ekki svona,“ segir Fjóla. „Þú veist mætavel að ég var bara saklaus kaupstaðarstúlka frá Ísa- firði og vissi ekki um neitt slíkt.“ Hin sungu líka á Vellinum og Garðar rifjar upp að ekki hafi verið í kot vísað. „Við fengum alltaf hamborgara eða t-bone-steik eftir konsertana,“ segir hann. „Láttu mig vita það,“ bætir Ein- ar við. Enda þótt eldra fólk sé vita- skuld líklegra til að mæta í Salinn um næstu helgi, það þekkir gamla rokkið betur, segja flytjendurnir tónleikana ekki síður hugsaða fyrir þá sem yngri eru. „Yngsta dóttir mín elskar þessa tónlist til dæm- is,“ segir Einar, „enda ólst hún upp með henni.“ Hefði þótt skrýtinn Talið berst að tónlist dagsins í dag og Einar upplýsir að hann hafi gaman af nýstirninu okkar, Ásgeiri Trausta. „En hefði maður sungið eins og hann í gamla daga hefði maður verið álitinn skrýtinn. Svona breytast tímarnir.“ Þorsteinn gefur Of Monsters & Men sitt atkvæði. Þar sé virkilega fín hljómsveit á ferðinni. „Ég var lengi í popp- og rokkblaðamennsku í gamla daga og það er miklu skemmtilegra að vera í tónlistinni núna. Hér áður fyrr ferðuðust hljómsveitir langan veg í rútum og gistu iðulega í sama húsnæði og ballið fór fram.“ Talandi um starfandi tónlist- armenn kemur í ljós að Garðar er enn að syngja reglulega, með Úlf- ari Sigmarssyni félaga sínum. Saman kalla þeir sig Stuðgæja og koma aðallega fram í einka- samkvæmum. Það eru þá gömlu rokkslagararnir og auðvitað gömlu dansarnir. „Garðar fer létt með þetta,“ segir Einar, „enda er hann eilífðartáningur.“ Í þeim töluðum orðum hringir síminn hjá Garðari. Og hringitónn- inn? Summer Holiday með Cliff gamla Richard. „Garðar er okkar Cliff,“ segir Einar og Bertha minnist samnefndrar kvikmyndar með mikilli hlýju. „Systir mín fór fjórtán sinnum á hana í bíó.“ Um tíma voru Garðar og Þor- steinn í tríóinu Rokkbræðrum ásamt Stefáni Jónssyni í Lúdó. Sendu frá sér plötu 1984 með text- um eftir Þorstein, þann afkasta- mikla textasmið. Fæ ég ekki koss? Fjóla og Þorsteinn koma ekki oft fram í seinni tíð en tóku þó um- beðin lagið heima hjá sér fyrir fimmtíu norska ferðamenn í fyrra. Og höfðu gaman af. Einar kveðst alveg sestur í helg- an stein, fyrir utan þessa frum- herjatónleika. „Mig langar ekkert að verða Raggi Bjarna númer tvö.“ Svo mörg voru þau orð. Viðtalið er á enda og eins og vel uppalinna blaðamanna er siður kveð ég viðmælendur mína með handabandi. Allt gengur eðlilega fyrir sig þangað til ég kem að Ein- ari. Sá ágæti maður grípur óvænt í hökutoppinn á mér og við horf- umst í augu meðan hann spyr: „Hva, fæ ég ekki koss?“ Man satt best að segja ekki eftir að hafa lent í öðru eins, á ríflega tuttugu ára ferli í blaðamennsku. Og hvernig brást ég við? Það mátt þú gera þér í hug- arlund, lesandi góður! Morgunblaðið/Eggert * Frumherjar rokksins eiga það sameig-inlegt, svo sem nafnið gefur til kynna,að hafa sungið sína fyrstu tóna opinberlega á ofanverðum sjötta áratugi síðustu aldar. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.