Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 17
ÖSKUDAGURINN NÁLGAST ÓÐFLUGA Grímubúningar fyrir þau yngstu ÖSKUDAGUR ER ÁN EFA EINN SKEMMTILEGASTI DAGUR ÁRSINS. ÞEGAR ÖSKUDAGUR ER ANNARS VEGAR ER STÓRA OG EINA SPURNINGIN SÚ, Í HVAÐA GERVI Á AÐ BREGÐA SÉR Í ÁR? ÞAÐ GETUR VERIÐ SKEMMTILEGT AÐ GERA MEIRA ÚR DEGINUM SJÁLFUM MEÐ ÞVÍ AÐ GEFA SÉR TÍMA TIL AÐ FÖNDRA EIGIN BÚNING. HÉR KOMA NOKKRAR TILLÖGUR AÐ BÚNINGI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kalli í Up! Þessi bræðir öll hjörtu. Skemmtilegt gervi gamla fýlupúkans Kalla í teiknimyndinni Up! frá framleið- endum Disney og Pixar. Auðvelt að útbúa með litríkum blöðrum og svipuðum fata- stíl. Gleraugunum svipar einnig til 3D gler- augnanna sem fást í kvikmyndahúsum og eru eflaust til á mörgum heimilum. Aðeins þarf að þrýsta glerinu út og þá eru gleraugun komin. „Göngugrindina“ er hægt að setja saman úr rörum eða gömlu kústskafti. Hákarl Eiga ekki allir gráa joggingpeysu? Því það þarf einstaklega lítið til að umturna peysunni í svalan hákarl. Stíft hvítt efni sem fæst í föndurbúðum er það eina sem þarf til og smá bútur af gráu slíku efni. Tennur eru klipptar út og saumaðar á hettuna og hvítt stykki saumað framan á peysuna. Ugginn á hákarlinum er klipptur út úr gráa efninu og saumaður á bakið á peysunni. Augað á hákarlinum má teikna á með tússpenna eða klippa úr svörtu efni og sauma á. Að sjálfsögðu er betra að vera í gráum joggingbuxum við. Snigill Kuðungurinn er búinn til úr brúnum pappír, hann krumpaður saman og rúllað upp í kuðung. Pappír bætt við þar til stærðin er komin og gott er að líma pappírinn með límbandi á meðan kuðungurinn er byggður. Að lokum er límbyssa notuð til að festa pappírinn saman. Festið síðan kuðunginn við bút úr pappakassa og festið bönd þar á. Lítill ungi Gulu uppþvottahanskana má nota í fleira en að vaska upp óhreint leirtau. Litlir fætur komast auðveldlega ofan í hanskana og smellpassa sem litlir ungafætur. Á hvíta lambhúshettu er fest útklippt rautt efni og ef það helst ekki uppi er snjallt að fylla upp með klósettpappír eða bómull. Legókubbur Þessi glæsilegi legókubbur er límdur saman úr pappakassa. Tapparnir geta verið úr hverju sem er, t.d. gömlum klósettrúllum. Hafið neðsta hluta kubbsins opinn og notið matardisk til að mæla út fyrir haus og hendur. Málið í uppáhaldslitnum. Ugla Hér er á ferðinni sæt ugla. Auðvelt er að sauma búkinn sem eru litlir bútar klipptir út úr sama munstri. Annaðhvort er hægt að kaupa nokkra efnabúta af mismun- andi lit og klippa til eða þá að nota gamla boli af heimilinu sem ekki eru í notkun. Grímuna má búa til úr hörðum pappír. 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Kex Hostel, Skúlagötu 28. Sunnudag. Fyrri tími kl. 13 og seinni kl. 13.30. Nánar: Heimilislegir sunnudagar halda áfram á Kexinu en nú um helgina mun Álfrún Helga Örnólfsdóttir, jógakennari og stór- leikkona, stýra jóga fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis inn og allir velkomnir. Krakkajóga á Kexinu* Hlutirnir sem gera mig öðruvísi eruhlutirnir sem einkenna mig, Grísling. Gríslingur úr Bangsímon. Tækninni hefur farið gríðarlega hratt fram undanfarin ár. Börn og unglingar eru flest á kafi í nýjustu tækni, á internetinu og í smáforritum sem sum hver geta verið þeim skaðleg á einn hátt eða annan. Mikilvægt er að fræða börnin um æskilega notkun á smáforritum. Snapchat er ljósmynda og myndbandsforrit þar sem hægt er að senda skilaboð til valdra aðila sem aðeins endast í nokkrar sek- úndur og hverfa svo. Hugsunin á bak við forritið er í raun sú að hægt er að senda hvers kyns myndir og jafnvel djarfar eða neyð- arlegar án þess þó að móttakandi geti geymt þær. Það er hins vegar ekki raunin því að móttakandi getur tekið skjáskot af sendingunni og geymt. Tinder er nokkurskonar stefnumótaforrit. Það virkar þannig að notandi stillir aldursbil og kynhneigð og forritið leitar upp alla þá einstaklinga sem uppfylla skilyrðin í nánasta umhverfi. Ef notanda líkar við ákveðinn aðila sem líkar einnig við viðkomandi þá opnast samskiptagluggi. Ótal manns nota forritið og er það ekki ætlað börnum og unglingum af augljósum ástæðum. Vine er myndbandsforrit þar sem notandi tekur upp sex sek- úndna myndbönd. Smáforritið er vinsælt meðal unglinga og dæmi eru um að unglingar hafi náð heimsfrægð fyrir mynd- bönd sín. Hver man ekki eftir unga manninum sem heimsótti Smáralind hér um árið? Þá varð uppi fótur og fit og margir slösuðust við það að reyna að berja unga manninn augum. Unglingar leggja ýmislegt á sig til að fá viðurkenningu og ná vinsældum. Í fyrra tóku ungmenni upp á því að kveikja í sér til þess eins að taka það upp á myndband fyrir Vine. FORELDRAR FRÆÐI BÖRN SÍN UM SNJALLSÍMANOTKUN Þrjú skaðleg smáforrit Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.