Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 23
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 V ið fengum mjög góð viðbrögð í fyrra og þess vegna gerum við þetta aft- ur í ár. Tilgangurinn með hátíðinni er að draga hugleiðsluaðila upp á yfirborðið, ekki síst þá sem ekki hefur farið mikið fyrir,“ segir Dagný Gísladóttir, verk- efnastýra hugleiðsluhátíðarinnar Friðsældar í febrúar, en hátíðin verður sett í annað sinn um helgina og stendur fram á næstu helgi. Hugmyndin er runnin undan rifjum Guð- bjargar Gissurardóttur, eiganda tímaritsins Í boði náttúrunnar sem Dagný starfar hjá, en báðar hafa þær langa reynslu af hugleiðslu. Í fyrra voru viðburðir 47 talsins en verða 80 í ár víða um landið. „Af nægu er að taka og um að gera fyrir fólk sem langar að prófa hugleiðslu að nýta tækifærið. Það hlýtur að vera heimsmet að hægt sé að halda svona marga viðburði í svona litlu landi á einni viku,“ segir Dagný en allir viðburðir hátíð- arinnar eru ókeypis. Spurð hvers vegna hátíðin sé haldin í febr- úar segir Dagný það tilvalinn tíma. Jólin séu búin og ennþá tiltölulega langt í vorið. „Við erum mikið inni við á þessum árstíma og þá er upplagt að gefa sér tíma til að leita inn á við.“ Hátíðin er sérstaklega sniðin að fólki sem ekki hefur stundað hugleiðslu áður, þannig að enginn þarf að skammast sín fyrir að kunna ekki réttu aðferðirnar. Þó getur hún einnig nýst sem innblástur fyrir þá sem áður hafa stundað hugleiðslu og langar að gefa í eða prófa nýjar nálganir. Dæmi um viðburði eru Gong-hugleiðsla, Yoga nidra, núvitund, flot á Seltjarnanesi, slökun í pottinum í Nauthólsvík, danshugleiðsla, kristileg íhugun og hugleiðsla í Heiðmörk á vegum Í boði náttúrunnar. Þá verður einnig boðið upp á hugleiðslu í hádeginu alla daga en dagskrána í heild sinni má finna á vef tímaritsins, ibod- inatturunnar.is/vidburdir. Hefst á hóphugleiðslu Hátíðin hefst á hóphugleiðslu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, sunnudag, klukkan 11. Síðast kom á annað hundrað manns og gerir Dagný ráð fyrir miklum fjölda nú. Margir Íslendingar lifa erilsömu lífi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, og Dagný segir fátt betur til þess fallið að koma ró á þjóð- arsálina en hugleiðslu. Hún leggur áherslu á að hugleiðsla sé fyrir alla. „Ég meina, Oprah Winfrey er að hugleiða, Óli Stef er að hug- leiða og ég var að heyra að Bjarni Ben væri byrjaður á því líka. Við viljum eyða þeirri mýtu að hugleiðsla sé bara fyrir einhvern út- valinn hóp og að maður þurfi að vera í sér- stökum klæðnaði. Hugleiðsla er fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Ég hvet alla til að prófa, unga sem aldna,“ segir hún. Að sögn Dagnýjar þarf ekki endilega að vera í ákveðnum stellingum. „Hver og einn finnur sína aðferð og sinn tíma, hvort sem það eru fimm mínútur í senn eða hálftími. Það er einstaklingsbundið. Aðalatriðið er að gefa sér tíma til að líta inn á við.“ Dagný bendir á að afreksmenn í íþróttum séu í auknum mæli farnir að nota hugleiðslu til að freista þess að ná lengra á sínu sviði. Eins menn sem eru undir miklu álagi, til dæmis í viðskiptum. Steve Jobs hafi til dæm- is stundað hugleiðslu. Þá mun heilbrigðiskerfið nýta sér hug- leiðslu. „Hugleiðsla hefur lengi verið notuð á geðsviðinu og ég heyrði um daginn að hjartadeildin á Landspítalanum væri byrjuð að skoða hvort hugleiðsla geti hjálpað fólki sem glímir við hjartasjúkdóma. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að tengsl eru milli hug- leiðslu og lækkunar blóðþrýstings. Einnig milli hugleiðslu og þunglyndis og kvíða. Hug- leiðsla getur með öðrum orðum ekki bara haft áhrif á andlega þáttinn, heldur líka þann líkamlega.“ Sjálf hefur Dagný langa reynslu af hug- leiðslu. „Fyrst var ég send sem vandræða- unglingur í jóga og hugleiðslu,“ segir hún hlæjandi, „en byrjaði fyrir alvöru fyrir sex árum. Ég prófaði ýmislegt í minni leit, meðal annars öskurhugleiðslu, þar sem ég sat og öskraði í þvottapoka, tjáningarhugleiðslu og fleira. Síðan fann ég hefðbundna jógíska hugleiðslu sem hefur hentað mér mjög vel. Það var mikill hraði í mínu lífi, ég var að vinna með námi og hafði í mörg horn að líta, og hugleiðslan var kærkomin ró. Smám sam- an fann ég að einbeitingin og fókusinn hafði aukist – sem var góður bónus.“ Árviss viðburður Dagný gerir fastlega ráð fyrir að framhald verði á Friðsæld í febrúar næstu árin. „Þátt- takan sýnir okkur að það er greinilega þörf fyrir hátíð sem þessa og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Friðsæld í febrúar verði árviss viðburður í framtíðinni.“ Í undirbúningshópi hátíðarinnar eru: Ásta Arnardóttir jógakennari, Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur, Systrasamlaginu, Sóley Elí- asdóttir frumkvöðull, Tolli myndlistarmaður, Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra ÍBN, og Dagný Gísladóttir, verkefnastýra Friðsældar í febrúar. FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR Fyrir hvern sem er, hvenær sem er „Það hlýtur að vera heimsmet að hægt sé að halda svona marga viðburði í svona litlu landi á einni viku,“ segir Dagný Gísladóttir verkefnastýra. Morgunblaðið/Ómar Frá hugleiðslustund Friðsældar í febrúar í fyrra. HUGLEIÐSLUHÁTÍÐIN FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR VERÐUR HALDIN ÖÐRU SINNI DAGANA 8. TIL 14. FEBRÚAR. DAGNÝ GÍSLADÓTTIR, VERK- EFNASTÝRA HÁTÍÐARINNAR, HVET- UR ALLA, UNGA SEM ALDNA, TIL AÐ NOTA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ KYNNA SÉR HUGLEIÐSLU OG FINNA HVAÐ HENTAR ÞEIM BEST. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Vínber sem hafa verið fryst eru tilvalinn eftirréttur sem krakkar hafa sérlega gaman af að borða. Munið að tína berin af stilknum fyrst og frysta þau svo í lausu. Gott er að frysta hæfi- lega skammta og skipta í plastskálar sem síðan er hægt að borða beint úr. Vínber eru full af næringu og bragðið verður bara betra ef þau eru fryst. Frosin vínber í eftirmat*Góð heilsa ergulli betri. EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FÆST Í APÓTEKUM KEMUR HEILSUNNI Í LAG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.