Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 30
ALLIR VITA AÐ HOLLUR OG GÓÐUR MORGUNMATUR ER GÓÐ BYRJUN Á GÓÐUM DEGI OG Í RAUN MIKILVÆGASTA MÁLTÍÐ DAGSINS. ÞESSI FYRSTA MÁLTÍÐ DAGSINS ÞARF EKKI AÐ VERA FLÓKIN OG ER HAFRAGRAUTUR ÞVÍ ÁLITLEGUR KOSTUR. ÞAÐ ER ÞÓ ÓTRÚLEGT HVAÐ LITLIR HLUTIR GETA GERT MIKIÐ FYRIR ÞENNAN EINFALDA RÉTT SEM ER ALLS EKKI TÍMAFREKT AÐ ÚTBÚA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hafragrautur á þrjá vegu MIKILVÆGASTA MÁLTÍÐ DAGSINS 1½ dl haframjöl 1 dl vatn ½ dl mjólk 1⁄4 msk kanill 1 gráfíkja, skorin í litla bita ½ banani, stappaður 1⁄4 epli, saxað 1 msk hörfræ kókosmjöl bláber hindber banani rúsínur Haframjöli, vatni og mjólk blandað í pott. Kanil og fíkju bætt við ásamt hálfum stöppuðum banana og söxuðum eplabitum. Suðan látin koma upp og grautnum síðan hellt í skál. Hörfræjum stráð yfir, kókosmjöli, rúsínum, berjum og niðurskornum ban- ana. Lúxusgrautur með ávöxtum Getty Images/iStockphoto Matur og drykkir Frábær viðbót í allan mat *Hörfræ teljast til súperfæðu og eru einstaklega góð fyrirkroppinn. Þrátt fyrir smæð sína er talið að hörfræ getifyrirbyggt eða unnið á krabbameini og öðrum sjúkdóm-um. Hörfræ innihalda omega 3 fitusýrur, trefjar og ýmisvítamín og steinefni. Sagt er að best sé að mylja fræin áð-ur en þeirra er neytt og snjallt að henda þeim í blandara,eða saxa þau ef blandari er ekki til á heimilinu. Svo mega fræin fara beint á skyrið, hafragrautinn, í smoothie, út á salatið, í safann; möguleikarnir eru endalausir. Bragðgóð bananabomba 1 ½ dl haframjöl 1 dl vatn ½ dl mjólk 1 msk. chia-fræ salt 1 banani stappaður rúsínur, ljósar og dökkar Haframjöl, vatn og mjólk sett í pott. Chia- fræjum og salti bætt við og suðan látin koma upp. Þá er stöppuðum banana bætt við og hrært í. Grautnum hellt í skál og ljósum og dökkum rúsínum skellt út á. Þessi er klass- ískur og einstaklega ljúfur. 1½ dl haframjöl 1½ dl vatn 1 msk chia-fræ ½ msk kanill ½ epli skorið í teninga ljósar rúsínur 1 msk kakónibbur 1-2 msk sykurlaust granóla-múslí 1 msk hörfræ salt Haframjöl og vatn soðið saman og smávegis salti sáldrað yfir. Chia-fræjum bætt út í og suðan látin koma upp. Kanil bætt við og hrært. Hafra- grautnum hellt í skál og eplum, rúsínum, kakón- ibbum og múslíi hellt yfir ásamt hörfræjum. Gott er að saxa hörfræin áður en þeim er stráð yfir. Minnir á dýrindis eplaköku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.