Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 32
Hrein fæða áfram Berglind Guðmundsdóttir, best þekkt sem manneskjan á bak við hið geysivinsæla matarblogg Gulur, rauður, grænn og salt, segir að hrein fæða sé áfram efst á baugi í matargerðinni. „Maður finnur að fólk er mikið að spá í hvernig það geti gert fæðu- val sitt hreinna, með hráefnið óunnið og eins nálægt upprunanum og hægt er og þetta er bara að aukast núna og veruleg umræða og áhugi á þessu að manni finnst um þessar mundir.“ Á það bæði við um kjöt, fisk, græn- meti og allt sem til fellur á matseðilinn. Hamborgarinn sívinsæli á að fá upplyftingu á árinu. Enginn ætlast til þess að hamborgarabrauðið sé lagt til hliðar þrátt fyrir LKL-æðið á síðasta ári en nú á að prófa eitthvað nýtt á milli og útbúa til dæmis humarhamborgara. Þetta segja alvitringarnir á BBC, matarhlutanum, og leggja til að gott sjávarfang sé notað ásamt fallegu salati til að útbúa hamborgara á föstudagskvöldi. Einnig eigi að taka hefðbundnar samlokur skrefi lengra, nota ýmsar gúrmesósur og meðlæti sem til- heyrir allajafna kannski fínni réttum á veitingastöð- um. Þá megi auðvitað stinga kjúklingabringum og al- vöru nautakjöti í brauðið. En árið 2015 er sem sagt ár tilraunamennskunnar í hamborgarafræðunum. Tilraunir með hamborgarann 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Matur og drykkir E ins og á við um allt annað sem tengist okkar daglegu neysluvenjum fara hlutir í tísku og eru svo lagðir til hliðar um stund. Þetta á að sjálf- sögðu líka við um matreiðslu, hráefnið, veitinga- staðina og allt er viðkemur mat. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um hvað er áberandi um þessar mundir í „matartískunni“ eða er að detta inn á vinsældalistann. Að sjálfsögðu er þetta einfaldlega til- finning hverju sinni en gefur þó einhverja mynd. Hér til hliðar má sjá nokkur atriði sem matarskríbentar þekktra blaða og tímarita hafa skrifað undanfarið um það sem þau kalla „matartrendin“ og auk þess er íslenskt inn- legg inn í þá umræðu. Auk þess sem nefnt er hér til hliðar má nefna að as- ískir réttir af öllum gerðum verða áfram mjög vinsælir á veitingastöðum vestanhafs, við verðum óspör á sterkt og afgerandi krydd, baunum er komið fyrir í alls kyns réttum sem við hefðum ekki áður notað þær í, við fáum okkur hádegismat um kvöld, það er að segja – lúx- usútgáfa af flottum eggja-, beikon- og pylsuhádegisverði er snædd að kvöldi til og Pinterest segir að samkvæmt þeirra myndum sé tekíla greinilega „hið nýja“ vodka. MATARSPEKINGAR UM ALLAN HEIM Matur sem er móðins ASÍSKUR MATUR ER Á BLÚSSANDI SIGLINGU, GRÆNMETIÐ SKAL SÚRSAÐ, SÚPAN GERÐ FRÁ GRUNNI OG BLÓMKÁL Á ALLA DISKA, SEGJA SPEKINGAR UM TÍSKUMATINN ÞESSA DAGANA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ostrur koma víða við sögu í matartískuumfjöllun þessar vik- urnar. Í fjölmiðlum allt frá Banda- ríkjunum til Indlands en þá er það einkum umfjöllun um hvað er efst á baugi á veitingahúsunum. Ostrur eru mörgum Íslend- ingum framandi matur og margir hafa kannski frekar bragðað þær erlendis en hérlendis. Þær fást þó stundum innfluttar í betri fisk- búðum og eru sannkallaður hátíð- armatur. Ágætis uppskriftir má finna á ís- lenskum uppskriftasíðum en þá er heldur ekki úr vegi ef fólk hyggur á borgarferðir á árinu að gera vel við sig og panta sér ostrumáltíð. Lostætið ostrur Breska tímaritið Entrepreneur segist svo sem ekki hafa neitt á móti ólífuolíu en það sé kominn tími til að líta í aðrar olíubornar áttir. Nú sé lag að skella avókadóolíu, graskersolíu og kókosolíu í matinn, eða allar aðrar olíur gerðar úr grænmeti, hnetum og fræjum. Það þurfi heldur ekki að vera hræddur við að nota olíuna því rannsóknir síðustu ár hafi gert fólki ljóst að þær innihalda holla fitu sem gerir líkamanum ekkert nema gott. Það er því um að gera að gefa sér smá tíma í matvörubúðinni í næstu ferð og tolla í tískunni með því að grípa eitthvað annað en ólífuolíu með sér. Hvílum ólífuolíuna Kókospálmasykur Breska blaðið The Telegraph er öflugt í matarskrifum og oft sannspátt um hvað verður vinsælast í matargerð. Blaðamenn þar á bæ segja að meðan allt hafi snúist um kók- osvatn á árinu 2014 sé það kókospálmasykur núna og það sé hreinlega frábært því næring- arefnaríkur sé hann. Bæði fullur af járni og sinki. Gott er að nota kókospálmasykur í bakst- ur og blanda saman við heilkorna mjöl og fleiri góð hráefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.