Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Tíska Morgunblaðið/Sigurborg Baum und Pferdgarten Rikke Baumgarten og Helle Hestehave, yfirhönn- uðir Baum und Pferdgarten, hafa undanfarin ár náð að byggja upp vel mótað fyrirtæki sem nú er með þeim stærstu í tískunni í Danmörku. Baum und Pferdgarten sýndi öðruvísi línu að þessu sinni sem einblíndi mun meira á textíl en munstur, sem hafa verið áberandi hjá tískuhúsinu undanfarin ár. Mikið var um lagskiptan fatnað og áhersla á gallaefni og rúskinn. Þá mátti strax sjá nokkrar ómissandi flíkur í fata- skápinn næsta vetur svo sem græna rúskinnskjól- inn og þykku dimmbláu kápuna. TÍSKAN Í KAUPMANNAHÖFN Glæst og gleðileg tískuvika TÍSKUVIKUNNI Í KAUPMANNAHÖFN LAUK Í SÍÐUSTU VIKU EN ÞAR SÝNDU STÆRSTU HÖNNUÐIR DANMERKUR LÍNUR SÍNAR FYRIR NÆSTA VETUR. ÞAÐ ER ALLTAF UPPLIFUN AÐ TAKA ÞÁTT Í TÍSKUVIKUNNI OG FYLGJAST MEÐ ÞESSU STÓRA, VEL SKIPULAGÐA BATTERÍI SEM TÍSKUVIKAN Í KAUPMANNAHÖFN ER ORÐIN, STÆKKA OG VERÐA ENN BETRI. TÍSKUVIKURNAR EINKENNAST ÁVALLT AF MIKLUM GLAMÚR OG GLÆSILEIKA, SÝNINGUM KOKTEILBOÐUM, GÓÐUM MAT OG FRÁBÆRRI STEMNINGU. BLAÐAMAÐUR SUNNUDAGSBLAÐSINS VAR Á STAÐNUM OG SÝNIR HÉR BROT AF ÞVÍ BESTA AF SÝNINGUNUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Designers Remix Charlotte Eskildsen hjá Designers Remix er alltaf með puttann á púlsinum. Í ár sýndi hún rokkaða línu með 70’s-ívafi. Rík áhersla á vandaðan og á sama tíma óhefðbundinn textíl gaf vetrarlínunni fullkominn heildarsvip. Lit- irnir voru í heildina fremur mildir með áber- andi tónum inn á milli eins og bláa litinn sem vakti gríðarlega lukku. Klæðileg hátíska er hugtak sem lýsir línunni og jafnvel tískuhúsinu líka enda vel þróað og faglegt fyrirtæki. Ganni Ganni er orðið eitt eftir- sóknarverðasta merkið í skandinavískri tísku. Ganni var kosið merki ársins af dönsku útgáfu tískutímaritsins Elle með sinn ofursvala karakter og óhefðbundnu strauma. Línan í ár var rokkuð og aflöppuð í senn sem gerði hana bæði klæðilega og flotta fyrir hverja konu með sjóðandi heitu ívafi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.