Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Page 46
Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Eftir 100 ár munu sagnaritarar, er-lendir sem innlendir, lofa Íslend- inga fyrir hreinlæti, hreysti og langlífi.“ Svo skrifaði pistlahöfundur sem kallaði sig Búa í Heimilisblaðinu fyrir 100 árum og dæmi nú hver fyrir sig hvort við stöndum undir þessu nú þeg- ar spádómur hans ætti að hafa komið fram. Í það minnsta erum við langlíf og hraust en engar haldbærar heimildir eru fyrir því að við séum hreinlát. Búi hafði einmitt helst áhyggjur af því að þetta með sóðaskapinn myndi kannski ekki ná að rætast. „Það er ekki ráð, nema í tíma sé tekið, að biðja tröll að taka nokkra ósiði þá, er þessum orðstír granda nú með þjóð vorri og gefa okkur sóð- anafnið.“ Búi var einnig viss um að hér á landi yrðu flestir Íslendingar bjarg- álnamenn, fáa öreiga yrði að finna, enga betlara og síðast en ekki síst; enga auðmenn. A llt frá því fyrir hundrað árum og eflaust fyrr hefur fólk velt því fyrir sér hvernig umhorfs yrði hér- lendis þegar komið væri fram á 21. öldina. Sunnudagsblað Morgunblaðsins skoðaði ýmis ummæli sem voru látin falla um hvernig Ísland yrði orðið árið 2015 og fór ofan í saumana á því hvað hefur ræst og hvað ekki. Að sjálfsögðu kom margt ekki á daginn en annað er eins og viðkomandi hafi hreinlega fengið að skreppa til framtíðarinnar. Þessar framtíðarsýnir eru ýmist fengnar úr blaðaviðtölum, bókum eða erindum sem haldin voru opinberlega en elsta dæmið er nákvæmlega 100 ára gamalt – þegar einhverjir ímynduðu sér að áfengisbannið hefði haldist í heila öld og Íslendingar væru edrú, sötrandi kaffi og sódavatn. Hvernig sá fortíðin framtíðina? FORTÍÐIN VAR BÚIN AÐ ÍMYNDA SÉR ÝMISLEGT UM HVERNIG UMHORFS YRÐI Á ÍSLANDI SEM OG Í HEIMINUM ÞEGAR 2015 NÁLGAÐIST EÐA VÆRI RUNNIÐ UPP. HVAÐ HEFUR RÆST OG HVAÐ EKKI? Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Einhverjir sáu fyrir sér að Íslendingar væruallsgáðir árið 2015 og hefðu þá reyndar verið á snúrunni í 100 ár. Algjört áfengisbann gekk í gildi árið 1915 og var allstór hópur sem trúði því að það bann væri til frambúðar og stæði jafnvel næstu aldirnar. Þorsteinn M. Jónsson, ritstjóri og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn eldri og Framsókn- arflokk, flutti erindi á Bakkagerði í Borgar- firði 1. janúar 1915 í tilefni af vín- sölubannslögunum og ávarpaði sam- komuna og hreif hana með lýsingunni sinni á því hvernig árið 2015 yrði: „Ég sé í anda fólk saman komið árið 2015. Það er að halda hátíðlegar guðsþjónustu og sam- komur í tilefni af því að bannlögin eru 100 ára gömul. Blessaður sé sá dagur, sem þjóðin létti af sér áfengisbölinu, munu þá margir hugsa.“ Sala léttra vína var leyfð aftur árið 1922 en áfeng- isbannið var síðan afnumið alveg 1935, fyrir utan bjórinn sem var leyfður árið 1989. Enn er bannað að auglýsa áfengi. Biðröð eftir áfengi var ekki fram- tíðarsýn Þorsteins. Þorsteinn M. Jónsson ÞJÓÐIN ALGJÖRLEGA EDRÚ HREINLÁT OG AUÐMANNALAUS Ífjölmiðlum á 9. áratugnumbirtust fjölmargar fréttir þess efnis að menn myndu í síðasta lagi lenda á Mars árið 2015 en þar voru það Sov- étmenn sem lofuðu mönnuðu geimfari á reikistjörnunni. Sov- étmenn höfðu þá á síð- ari hluta 9. áratugarins sent tvö ómönnuð geimför til að kanna tungl sem svífa um- hverfis Mars. Í íslensk- um fjölmiðlum stóð meðal annars að árið 2015 yrði talið „merk- isár í mannkynssögunni og mikið um dýrðir“. Síðan þá hafa verið gefnar út fjölmargar áætlanir, vestan hafs og austan, um mannaðar geimferðir til Mars en að mati geimferðastofnana mun það ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2025. Má telja líklegt, að yngri læknarnir séu af kynslóð,sem alist hefur upp við alþjóðlegra umhverfi en nokkur eldri kynslóð, og því óvíst hvort átthagabönd megna að draga þá heim í stórum stíl. Líklegt verður því að telja, að mikill fjöldi íslenskra lækna erlendis sé ekki lausn á væntanlegum umönnunarvanda í íslensku heil- brigðiskerfi.“ Svo skrifaði Sveinn Magnússon í Læknablaðið fyrir 20 árum en yfirskrift greinarinnar var Jafn- vægi til 2015, en eftir það …?! Sveinn spáði því að brotsjór myndi ganga yfir heil- brigðiskerfið árið 2015 og virðist það ætla að standa heima. Hann skrifaði að þegar fjöldi lækna færi á eftirlaun á því ári lægi fyrir að tals- vert þyrfti að koma af læknum, nýjum og frá útlöndum, í stað- inn. „Erfitt er að vita með vissu hve mikið „varaafl“ leynist er- lendis. Hluti læknanna er við sérnám, aðrir hafa lokið því og sumir fyrir löngu. Reynslan hefur sýnt, að læknar sem dvalið hafa erlendis með fjölskyldum sínum lengur en 10 ár hafa fest það rækilega rætur, félagslega, fjöl- skyldulega og atvinnulega, að þeir lokkast ekki af hverju sem er heim til Íslands. Þeir hafa flestir unn- ið sig vel upp í góðar stöður í góðu og vellaunuðu at- vinnuumhverfi. Því verður að telja ólíklegt, að sá hópur geti talist öruggt „varaafl“ fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að öðru óbreyttu,“ skrifaði Sveinn. LÆKNAR KOMA EKKI HEIM ÆTTUM AÐ VERA KOMIN Á MARS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.