Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Blaðsíða 54
M argir sem hafa heyrt að við séum að sýna verk eftir 85 málara hafa átt bágt með að trúa því,“ segir Hafþór Yngvason, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, brosandi þegar hann er spurður út í tvískipta sýninguna sem er kölluð Nýmálað. Fyrri hluti hennar var opn- aður í tveimur sölum Hafnarhússins á safna- nótt í gærkvöldi, föstudagskvöld, með verk- um 27 listamanna. Seinni hlutinn, Nýmálað II, verður síðan opnaður í báðum sölum Kjarvalsstaða 28. mars næstkomandi, með verkum 58 listamanna. Hafþór er sjálfur sýn- ingastjóri ásamt Kristjáni Steingrími Jóns- syni, myndlistarmanni og deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hafþór bætir við að allt séu þetta áhuga- verðir listamenn sem þeir geti staðið með. „En vissulega er þessi fjöldi fréttnæmur,“ segir hann. „Margir eiga eftir að koma á sýningarnar með það í huga að þetta hljóti að vera einhver vitleysa. Skoðanir um valið og verkin eiga að vera skiptar og það er áhugavert.“ Sýningarstjórarnir hafa bent á að undan- farin ár hafi verið mikil gróska í málaralist víða um heim og hafi nýjar áherslur og fjöl- breytnin í málverki samtímans vakið eft- irtekt. Ísland sé engin undantekning þar á enda hafi listamenn á öllum aldri, sem að- hyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Þessi tvískipta sýning á að veita yfirsýn yfir þennan margbreytileika málverksins en svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Öll frá síðustu tveimur árum „Þessi tala, 85 listamenn, byggist í raun á því hvað við getum komið verkum margra lista- manna fyrir á sýningunum,“ segir Hafþór um framkvæmdina þegar hann gengur með blaðamanni um sali Hafnarhússins. „Það var ekki endalaust hægt að bæta fólki við en við héldum alltaf áfram að finna fólk sem gat verið með. Undirliggjandi er spurningin hvenær mál- verk sé málverk, því það teygist í ýmsar átt- ir og tengist öðrum miðlum í listum. Við ákváðum hins vegar að skoða málverkið frek- ar þröngt, ekki fara út í að skoða mörk þess. Ég er orðinn þreyttur á þeim frasa sem oft má sjá í sýningarskrám og veggtextum, að listaverk „reyni á þolrif miðilsins“. Það er orðið ansi þreytt enda er sú barátta orðin fimmtug,“ segir hann og brosir. „Þessi sýn- ing snýst um það hvað listamenn eru að gera með málningu á flöt.“ – Þrátt fyrir síendurteknar spár um dauða málverksins er fólk að mála myndir, og um land allt, eins og hér má sjá. „Það er alveg rétt. Einhverjir kunna að telja að hér séu einungis örfáir sérvitringar að mála og sumir þeirra vel þekktir, menn eins og Helgi Þorgils sem almenningur veit af. Hugmyndin að sýningunni kviknaði hins vegar við það að ég sá sýningu á verkum ís- lensks listamanns sem ég þekkti ekki en gerði fjári góð verk. Ég fór að spyrjast fyrir um hann og fékk góðar upplýsingar en velti um leið fyrir mér að ég var að sjá hér og hvar góð málverk eftir listamenn sem sýna ekki mikið og fór að taka þessi nöfn saman. Fljótlega var ég kominn með langan lista og fékk þá Kristján Steingrím í lið með mér, hann hefur góða yfirsýn yfir myndlistar- senuna og veit ótrúlega vel hvað fólk í þess- um geira er að fást við.“ – Þið hafið valið að sýna verk fólks af öll- um kynslóðum sem tekst á við ólíka stíla. „Já, og öll verkin eru frá síðustu tveimur árum þannig að listamaðurinn verður að vera virkur í núinu. Flestir eiga hér eitt til þrjú verk, sem eiga að sýna hvað þau eru að fást við. Hér í Hafnarhúsinu er síðan 55 ára ald- ursmunur milli elsta og yngsta listamanns- ins.“ Hafþór bætir við að skiptingin milli hinna tveggja hluta sýningarinnar hafi ráðist af einkennum salanna sem sýnt er í. Salirnir í Hafnarhúsinu séu grófari, með ómáluðum gólfum og súlum en salir Kjarvalsstaða séu hannaðir fyrir málverk. „Hingað inn völdum við því verk sem eru flest frekar expressjón- ísk í efnismeðferð. Í A-salnum eru flest verk- in fígúratíf á einhvern hátt, þótt í þorra mál- verka nú sé blandað saman fígúratífu og abstrakti. Í F-salnum eru hins vegar mest- megnis geómetrísk abstraktverk sjö lista- manna. Arnar Herbertsson er þeirra elstur.“ Á síðustu áratugum hefur umræðan um þennan miðil, málverkið, oft verið nokkuð sérkennileg, og fræðimenn sem hafa viljað vinna sér rými hafa gjarnan haft það á horn- um sér, hafa meðal annars sagt það gam- aldags og borgaralegt. Bregðast við samtíð sinni „Ég hef lesið mikið um málverkið upp á síð- kastið, til dæmis skemmtilega bók með við- tölum við þýska listamanninn Gerhard Richt- er. Hann er af kynslóð Pers Kirkebys og fleiri, sem voru að mála af kappi á 7. ára- tugnum þegar mörgum fannst málverkið ekki vera að bregðast við samtímanum og væri of ópólitískur miðill á þessum pólitísku tímum. Einn spyrillinn innir Richter eftir því hvað hann hafi gert. „Ég hélt áfram að mála,“ svaraði hann einfaldlega. Þannig hef- ur það einfaldlega verið, fólk hefur haldið áfram að mála. Þessi umræða hefur annars oft verið talsvert á eftir hér á landi. Hér var deilt um abstraktmálverkið á 5. og 6. áratug- um og það hneykslaði þegar sumir fóru aftur að mála fígúratíft á 6. og 7. áratugnum – þetta var löngu á eftir sömu hræringum í löndunum í kringum okkur. En það má líka alveg spyrja hvað sé nútímalegt við aðra miðla. Hér í safninu er nú sýning á verkum eftir Cory Artangel, listamann sem vinnur mikið með tölvuleiki og nær mjög vel til ungra listamanna. Þar eru meðal annars skjáverk sem hann talar um sem málverk. Við höfum vissulega mikinn áhuga á hans list hér í safninu en engu að síður er augljóst að fullt af fólki heldur áfram að mála. Ég tel að þegar fólk sér sýninguna greini það mörg merki þess hvernig þessir listamenn bregð- ast við samtíð sinni. „Skoðanir um valið og verkin eiga að vera skiptar og það er áhugavert,“ segir Hafþór. Fyrir aftan hann er verið að setja upp verk eftir Ómar Stefánsson og Úlfar Karlsson. Morgunblaðið/Einar Falur SÝNING Á FYRRI HLUTA YFIRGRIPSMIKILLAR ÚTTEKTAR Á SAMTÍMAMÁLVERKINU OPNUÐ Í HAFNARHÚSINU Koma 85 málurum fyrir „VISSULEGA ER ÞESSI FJÖLDI FRÉTTNÆMUR,“ SEGIR HAFÞÓR YNGVASON, FORSTÖÐUMAÐUR LISTASAFNS REYKJAVÍKUR OG ANNAR SÝNINGARSTJÓRA VIÐAMIKILLAR YFIRLITSSÝNINGAR Á SAMTÍMAMÁLVERKINU SEM KALLAST NÝMÁLAÐ. HAFÞÓR LÆTUR AF STÖRFUM Í HAUST, EFTIR TÍU ÁR Í SAFNINU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.