Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.2. 2015 Írsku listamennirnir Joe Scullion og Sinéad Onóra Kennedy opna á laugardag klukkan 15 sýninguna Samansafn / Assemble í kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þau útskrifuðust frá National College of Art and Design í Du- blin á Írlandi árið 2013 og hafa dvalið í List- húsinu á Ólafsfirði undanfarna mánuði og unnið að list sinni. Scullion og Kennedy vinna alla jafna mál- verk og skúlptúra en hafa tileinkað teikning- unni tímann í Listhúsinu. Þessi sýning þeirra sýnir Alþýðuhúsið sem kraftmikinn stað til samkomu fólks alls stað- ar að. Teikningarnar virðast við fyrstu sýn gefa til kynna stíft, vélrænt ferli, en þegar bet- ur er að gáð kemur í ljós hvað þær eru frjáls- ar. ALÞÝÐUHÚSIÐ Á SIGLUFIRÐI SAMANSAFN Frá Siglufirði. Forvitnilegar sýningar hafa verið settar upp í Alþýðuhúsinu á síðustu árum. Básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera nam á Spáni en kennir nú á hljóðfæri sitt í Kópavogi. Carlos Caro básúnuleikari kemur fram á ein- leikstónleikum í Kaldalóni í Hörpu á morgun, sunnudag, klukkan 16, í tónleikaröðinni Tón- snillingar morgundagsins. Ástríður Alda Sig- urðardóttir leikur með á píanó. Á efnisskránni eru verk eftir Sulek, Saint- Saëns, Guilmant, Hindemith og Reiche. Carlos Caro Aguilera er fæddur árið 1988 í Almería á Spáni. Hann flutti til Íslands í júlí 2013 og starfar sem básúnukennari hjá Skólahljómsveit Kópavogs. Hann lauk B.Mus- gráðu 2010 frá Tónlistarháskólanum í Murcia á Spáni og meistaragráðu vorið 2013 frá Konunglega tónlistarháskólanum í Brussel. TÓNLEIKAR Í KALDALÓNI BÁSÚNULEIKUR Sýning Thoru Karlsdottur, „Skilyrði: Frost“, verður opnuð í vestursal Lista- safnsins á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni er snjór- inn í aðalhlutverki. Hann er óútreiknanlegur og breytir landslaginu; skapar nýja fleti, veitir birtu og býr til skugga. Nýjar myndir birtast á meðan þær gömlu leggjast í dvala enda er freistandi fyrir listakonuna að nýta snjóinn í listsköpun og þau ótal tækifæri og möguleika sem hann skapar. Thora Karlsdottir er útskrifuð frá Ecole d‘Art Izabela B. Sandweiler í Lúxemborg og Europäische Kunstakademie Trier í Þýska- landi. Hún hefur haldið átta einkasýningar á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd. Sýningin er í röð átta vikulangra sýninga. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI FROST THORU Thora Karlsdottir Í þessum verkum má segja að ég skoði fótbolta sem félagslega athöfn,“ segir Rakel McMahon myndlistarkona um sýningu sína, View of Motivation, sem verður opnuð í Hverfisgalleríi, Hverf- isgötu 4, klukkan 17 í dag, laugardag. Þetta er fyrsta sýningin sem sett er upp í gall- eríinu eftir að ÞOKA gallerí sameinaðist því og nýir listamenn bættust hóp listamann- anna sem voru þar fyrir. Rakel hefur lokið námi í myndlist og list- kennslufræðum við LHÍ og í hagnýtri jafn- réttisfræði við HÍ. Hún sýnir nú röð mál- verka á pappír þar sem myndefnið er knattspyrnumenn sem ímynd karlmennsk- unnar. Menn sem hika ekki við að sýna sterkar tilfinningar á velli, þar sem sjá má kossa, faðmlög, flengingar og öskur; knatt- spyrnuvöllurinn er hrærigrautur tilfinninga. Í málverkunum sýnir Rakel leikmennina nakta og úr samhengi leiksins í heimilislegu umhverfi, þar sem finna má fyrir kynferð- islegum undirtóni. Mjög áhugavert myndefni „Ég fór á allar helstu fótboltasíðurnar á netinu að skoða ljósmyndir af leikmönnum á velli,“ segir Rakel og bætir við að hún hafi sótt ráð hjá eiginmanni sínum, bróður, föður og fósturföður, sem allir eru áhugamenn um knattspyrnu, hvar hún ætti að skoða myndir frá leikjum. „Margar myndir eru birtar frá hverjum leik og þar má sjá sigurvegara og þá sem tapa, mjög áhugavert myndefni sem ég valdi úr og vann áfram með. Í þessum myndum birtist allur tilfinningaskalinn; RAKEL MCMAHON SÝNIR Í HVERFISGALLERÍI Fótboltamenn velt- ast um í stofunni „Í ÞESSUM MYNDUM BIRTIST ALLUR TILFINNINGASKALINN,“ SEGIR RAKEL MCMAHON UM MYNDIR AF FÓTBOLTAMÖNNUM SEM HÚN MÁLAR EFTIR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Menning Tónlistarmaðurinn og tónskáldið ÓlafurArnalds og þýsk-japanski píanóleik-arinn Alice Sara Ott snúa bökum sam- an á hljómplötunni The Chopin Project, eða Chopin-verkefninu, sem kemur út 16. mars nk. á vegum fyrirtækisins Mercury Classics sem er í eigu Universal. Ott er þekktur pí- anóleikari þótt ung sé að árum, fædd 1988 og stóð til að hún léki með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands árið 2008 í Japan. Hætt var við þá tónleikaferð þegar efnahagshrunið skall á og ekkert varð af tónleikunum. Á plötunni eru valin verk eftir Chopin tek- in óvenjulegum tökum, að sögn Ólafs. „Ég fékk þessa hugmynd, að vinna með Chopin- verk, þar sem ég er mikill aðdáandi hans. Ég er búinn að heyra þessi verk hundrað sinnum á hundrað mismunandi plötum í sömu útgáfunni. Það eina sem er öðruvísi er að manneskjan túlkar lagið með sínum hætti, spilar það öðruvísi en það er alltaf sami hljómurinn. Þessar plötur eru alltaf settar upp eins og safnplötur, allar noktúrnur Chopins eða allir valsarnir, þær eru aldrei hugsaðar eins og nútímaplötur eru, eins og verk sem byrjar á byrjun og endar á endi,“ segir Ólafur. Hann hafi því ákveðið að gera slíka plötu sjálfur. „Þá framleiði ég plötuna eins og maður gerir í dag með það í huga að upptökutæknin sjálf eigi þátt í tónlistinni. Það er allt í lagi að breyta píanóinu, allt í lagi að spila þetta allt í einu á hljóðgervil, búa til eitthvað öðruvísi. Inn á milli samdi ég ný verk sem eru byggð á hans verkum, tók mótíf og bjó til eitthvað nýtt úr þeim og tengdi alla plötuna saman þannig að hún varð heildstætt verk, frá byrjun til enda,“ segir Ólafur. Bútasaumur Spurður hvaða verk eftir Chopin séu tekin fyrir segir Ólafur þau flest noktúrnur, næt- ursöngva, nokkrar prelúdíur og eina sónötu. „Ég tók m.a.s. bara búta, ekki heil verk, bút sem ég fíla úr einu verki sem passar rosa- lega vel á undan öðrum búti úr öðru verki, þannig að hægt væri að búa til uppbyggingu sem býr til dýnamíska plötu,“ segir Ólafur. – Þú ert að ögra klassíska heiminum? „Já, á vissan hátt. Ég setti mér ákveðin mörk, t.d. að ég myndi aldrei breyta hans verki. Ég get gert nýtt verk sem er byggt á verki eftir hann en ég myndi aldrei taka pí- anóverk eftir hann og breyta A í G,“ segir Ólafur sposkur. Ólafur segist hafa beðið útgáfufyrirtækið að stinga upp á píanóleikurum á þess snær- um og sér hafi litist best á Ott. „Hún var mjög spennt fyrir þessu strax, hún hefur gert Chopin-valsaplötu sem er svolítið fræg og er mín uppáhaldsupptaka af Chopin.“ Platan var tekin upp að mestu í hljóðveri Ólafs og strengjahljóðfæraleikur í Hörpu. – Ég sá viðtal við ykkur Ott á YouTube og í því skorar þú á hana að leysa Rubik-kubb á meðan þú veltir fyrir þér spurningu. Hún var 20 sekúndur að því! „Ég hef séð hana gera það hraðar, meira að segja. Hún hitar upp fingurna með Ru- bik-kubbnum, hún getur leyst hann svo hratt að hún notar hann til að hita sig upp áður en hún spilar á tónleikum,“ segir Ólafur. Ott horfi einu sinni á kubbinn og geti svo leyst hann án þess að horfa á hann. Nýtt, endurútsett og uppfært Ólafur hlaut í fyrra bresku BAFTA- verðlaunin fyrir tónlistina sem hann samdi fyrir ensku sjónvarpsþættina Broadchurch. Sýningar á annarri þáttaröð eru hafnar og samdi Ólafur einnig tónlistina við hana. Tón- listin er nú komin út á diski á vegum Merc- ury Classics og í bæklingi hans segir höf- undur þáttanna og einn aðstoðarfram- leiðenda, Chris Chibnall, að það hafi verið afar mikilvægt að fá Ólaf aftur til verksins. Það hafi sem betur fer reynst Ólafi jafn mik- ilvægt. „Ég hefði átt mjög erfitt með að sjá þættina með tónlist eftir einhvern annan, það hefði verið ótrúlega skrítið,“ segir Ólafur kíminn. – Þar sem þetta er framhald fyrri þátta hlýtur þú að byggja ofan á tónlistina sem þú samdir fyrir fyrri syrpuna? „Jú, við gerum það til helminga. Í annarri seríu er kominn nýr söguþráður en líka hald- ið áfram með þann gamla þannig að í þeim hluta seríunnar sem snýst um þann gamla byggði ég ofan á það sem ég var með í fyrri seríunni en er búinn að endurútsetja það og uppfæra aðeins. Það er allt annar fílingur í ÓLAFUR ARNALDS VINNUR AÐ ÝMISKONAR TÓNSMÍÐUM OG UPPTÖKUVERKEFNUM Öðruvísi Chopin ÓLAFUR ARNALDS OG ALICE SARA OTT TAKA VERK EFTIR CHOPIN ÓVENJULEGUM TÖKUM Á VÆNTANLEGRI PLÖTU, THE CHOPIN PROJECT. „ÉG MYNDI ALDREI TAKA PÍANÓVERK EFTIR HANN OG BREYTA A Í G,“ SEGIR ÓLAFUR UM CHOPIN. HANN HAFNAÐI TILBOÐI UM AÐ SEMJA TÓNLIST VIÐ PLAYSTATION-LEIK. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ólafur fæddist árið 1986 og hóf sóló- feril sinn árið 2006. Ári síðar kom út sólóplatan Eulogy for Evolution en fram að því trommaði Ólafur í nokkr- um harðkjarna- og málmsveitum. Ólaf- ur lærði trommuleik í tónlistarskóla og nam um tíma tónsmíðar við Listahá- skóla Íslands, sama ár og fyrsta sólóplat- an kom út. Hann segist hafa haft svo mikið að gera þá að hann hafi ákveðið að hætta námi að lokinni einni önn. Það hefur sannarlega ekki komið að sök, Ólafur hefur hlotið mikið lof fyrir plöt- ur sínar og tónsmíðar og búinn að landa sjálfum BAFTA-verðlaununum fyrir tón- list sína við Broadchurch. ÓLAFUR ARNALDS Trommari og verð- launatónskáld

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.